Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2020 07:16 Lögin gætu markað stærstu breytingu á lifnaðarháttum íbúa Hong Kong frá því Bretar afhentu Kínverjum héraðið árið 1997. Það var gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. Lögin eru svar stjórnvalda við kröftugri mótmælahrinu íbúa Hong Kong í fyrra en mótmælin snérust um önnur umdeild lög sem mótmælendur sögðu að væru undanfari aukinna ítaka kínveskra stjórnvalda í héraðinu. Lögin gætu markað stærstu breytingu á lifnaðarháttum íbúa í Hong Kong frá því Bretar afhentu Kínverjum héraðið árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Fjöldi fólks er óttasleginn vegna laganna og segja þau grafa undan sjálfsmynd Hong Kong, frelsi íbúa og framtíð þeirra. Í síðasta mánuði var íbúum brugðið þegar stjórnvöld sögðust bregðast við mótmælunum af fullri hörku. Með lögunum verður hvers kyns niðurrifsstarfsemi og leynimakk með erlendum öflum gerð refsiverð. Reuters hefur eftir staðarmiðlum í Kína að viðurlög við brotum gegn tilteknum ákvæðum öryggislaganna sé lífstíðarfangelsi. Japönsk stjórnvöld hafa djúpstæðar áhyggjur af þróuninni Stjórnvöld í Japan hafa brugðist við vendingunum og Yoshihide Suga, aðaltalsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði útspil stjórnvalda í Kína hryggilegt. Lögin séu til þess fallin að grafa undan trúverðugleika fyrirkomulags um eitt land – tvö kerfi. Toshimitsu Motegi, utanríkisráðherra Japans, sagðist þá einnig hafa djúpstæðar áhyggjur af gangi mála í Kína, líkt og alþjóðasamfélagið hefði látið í ljós. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mikil aukning í umsóknum íbúa Hong Kong um bresk vegabréf Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. 2. júní 2020 10:20 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. Lögin eru svar stjórnvalda við kröftugri mótmælahrinu íbúa Hong Kong í fyrra en mótmælin snérust um önnur umdeild lög sem mótmælendur sögðu að væru undanfari aukinna ítaka kínveskra stjórnvalda í héraðinu. Lögin gætu markað stærstu breytingu á lifnaðarháttum íbúa í Hong Kong frá því Bretar afhentu Kínverjum héraðið árið 1997. Það var gert gegn loforði um að réttindi og frelsi íbúa í Hong Kong yrðu áfram tryggð með hugmyndinni um „eitt land – tvö kerfi“. Fjöldi fólks er óttasleginn vegna laganna og segja þau grafa undan sjálfsmynd Hong Kong, frelsi íbúa og framtíð þeirra. Í síðasta mánuði var íbúum brugðið þegar stjórnvöld sögðust bregðast við mótmælunum af fullri hörku. Með lögunum verður hvers kyns niðurrifsstarfsemi og leynimakk með erlendum öflum gerð refsiverð. Reuters hefur eftir staðarmiðlum í Kína að viðurlög við brotum gegn tilteknum ákvæðum öryggislaganna sé lífstíðarfangelsi. Japönsk stjórnvöld hafa djúpstæðar áhyggjur af þróuninni Stjórnvöld í Japan hafa brugðist við vendingunum og Yoshihide Suga, aðaltalsmaður japönsku ríkisstjórnarinnar, sagði útspil stjórnvalda í Kína hryggilegt. Lögin séu til þess fallin að grafa undan trúverðugleika fyrirkomulags um eitt land – tvö kerfi. Toshimitsu Motegi, utanríkisráðherra Japans, sagðist þá einnig hafa djúpstæðar áhyggjur af gangi mála í Kína, líkt og alþjóðasamfélagið hefði látið í ljós.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Mikil aukning í umsóknum íbúa Hong Kong um bresk vegabréf Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. 2. júní 2020 10:20 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Mikil aukning í umsóknum íbúa Hong Kong um bresk vegabréf Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. 2. júní 2020 10:20
Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19
Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21