Belgíukonungur harmar nýlendutíma landsins Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2020 08:12 Belgíska Kongó var persónuleg nýlenda Leopolds II Belgíukonungs, sem var við völd frá 1865 til 1909. Skemmdir hafa verið unnar á styttum af honum síðustu daga. EPA Filippus Belgíukonungur hefur sagst harma nýlendutíma ríkisins sem hann segir „valda sársauka enn þann dag í dag“. Þetta kemur fram í bréfi Belgíukonungs til Felix Tshisekedi, forseta Lýðveldisins Kongó. Þetta er í fyrsta sinn sem Belgar segjast harma nýlendutíma sinn og framgöngu sinni í Lýðveldinu Kongó sínum með þessum hætti. Landið var belgísk nýlenda á árunum 1884 til 1960. Skömmu eftir að landið öðlaðist sjálfstæði tók það upp nafnið Zaire, en 1997 var tekið upp nafnið Lýðveldið Kongó. Landið gengur einnig undir nafninu Austur-Kongó. Belgíska Kongó var persónuleg nýlenda Leopolds II Belgíukonungs sem var við völd frá 1865 til 1909. Leopold II arðrændi þjóðina, bæði með sölu fílabeina og svo vinnslu gúmmís, og er áætlað að margar milljónir íbúa hafi dáið af völdum vannæringar, illrar meðferðar og vanstjórnar. Urðu fræg orð Leopolds á Berlínarráðstefnunni 1884, þar sem verið var að leggja línurnar að nýlendutímabili Evrópuþjóða, að hann vildi „væna sneið af Afríkukökunni“. „Ég vil koma á framfæri afsökun vegna sára fortíðar, sem valda sársauka enn þann dag í dag vegna þeirrar mismununar sem enn er að finna í samfélaginu,“ skrifaði Filippus í bréfinu til Tshisekedi í tilefni af því að sextíu ár eru nú liðin frá sjálfstæði landsins. Skemmdir hafa verið unnar á styttum af Leopold II í Belgíu síðustu vikurnar í kjölfar þeirra mótmæla sem hafa blossað upp vegna dauða George Floyd í Bandaríkjunum. Með mótmælunum, sem breiðst hafa út víða um heim, hefur sjónum verið beint að rasisma og lögregluofbeldi. Íbúar Lýðveldisins Kongó eru um 84 milljónir og er það fjórða fjölmennasta land Afríku. Austur-Kongó Belgía Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Filippus Belgíukonungur hefur sagst harma nýlendutíma ríkisins sem hann segir „valda sársauka enn þann dag í dag“. Þetta kemur fram í bréfi Belgíukonungs til Felix Tshisekedi, forseta Lýðveldisins Kongó. Þetta er í fyrsta sinn sem Belgar segjast harma nýlendutíma sinn og framgöngu sinni í Lýðveldinu Kongó sínum með þessum hætti. Landið var belgísk nýlenda á árunum 1884 til 1960. Skömmu eftir að landið öðlaðist sjálfstæði tók það upp nafnið Zaire, en 1997 var tekið upp nafnið Lýðveldið Kongó. Landið gengur einnig undir nafninu Austur-Kongó. Belgíska Kongó var persónuleg nýlenda Leopolds II Belgíukonungs sem var við völd frá 1865 til 1909. Leopold II arðrændi þjóðina, bæði með sölu fílabeina og svo vinnslu gúmmís, og er áætlað að margar milljónir íbúa hafi dáið af völdum vannæringar, illrar meðferðar og vanstjórnar. Urðu fræg orð Leopolds á Berlínarráðstefnunni 1884, þar sem verið var að leggja línurnar að nýlendutímabili Evrópuþjóða, að hann vildi „væna sneið af Afríkukökunni“. „Ég vil koma á framfæri afsökun vegna sára fortíðar, sem valda sársauka enn þann dag í dag vegna þeirrar mismununar sem enn er að finna í samfélaginu,“ skrifaði Filippus í bréfinu til Tshisekedi í tilefni af því að sextíu ár eru nú liðin frá sjálfstæði landsins. Skemmdir hafa verið unnar á styttum af Leopold II í Belgíu síðustu vikurnar í kjölfar þeirra mótmæla sem hafa blossað upp vegna dauða George Floyd í Bandaríkjunum. Með mótmælunum, sem breiðst hafa út víða um heim, hefur sjónum verið beint að rasisma og lögregluofbeldi. Íbúar Lýðveldisins Kongó eru um 84 milljónir og er það fjórða fjölmennasta land Afríku.
Austur-Kongó Belgía Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira