Bakarí Kristínar brann til grunna Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 08:20 Frá vettvangi brunans. Huy Bunleng News Bakarí í eigu Kristínar Báru Haraldsdóttur og Adrian Cowen í Kambódíu brann til kaldra kola þann 11. júní síðastliðinn. Hafin er söfnun til að þau geti hafið rekstur á ný, sem fram að brunanum hafði ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Kristín og Adrian segjast hafa flust til Otres Villages í Kambódíu eftir að hafa verið búsett í New York í Bandaríkjunum til margra ára. Þau hafi kunnað vel við sig í Kambódíu og orðið „ástfangin af landi og þjóð“ eins og þau orða það á vefsíðu söfnunarinnar. Kristín og Adrian settu á fót bakaríið Bake and Bake fyrir um fjórum árum, sem sérhæfir sig í framleiðslu innpakkaðra smákaka sem seldar eru víðsvegar um Kambódíu. Þó svo að þau segi að rekstur þeirra hafi verið sjálfbær áður en hann brann til grunna eiga kambódísk stjórnvöld að hafa reynst þeim óþægur ljár í þúfu. Þau hafi þannig endurskipulagt stóran hluta Otres Village fyrir um hálfu ári síðan, tekið landsvæði eignarnámi og jafnað upprunalegt húsnæði Bake and Bake við jörðu. Þrátt fyrir raskið hafi kambódísk stjórnvöld ekki boðið Kristínu, Adrian né öðrum íbúum svæðisins neinar sárabætur. Bakaríið var því opnað á nýjum stað, sem svo brann svo til grunna að morgni 11. júní sem fyrr segir. Engin slys urðu þó á fólki. Hafin er hópsöfnun fyrir aðstandendur Bake and bake og ætla þau sér að safna næstum 46 þúsund sterlingspundum, um 8 milljónum króna, svo þau geti hafið rekstur á ný. Söfnunina og frekar upplýsingar má nálgast með því að smella hér. Íslendingar erlendis Kambódía Bakarí Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Bakarí í eigu Kristínar Báru Haraldsdóttur og Adrian Cowen í Kambódíu brann til kaldra kola þann 11. júní síðastliðinn. Hafin er söfnun til að þau geti hafið rekstur á ný, sem fram að brunanum hafði ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Kristín og Adrian segjast hafa flust til Otres Villages í Kambódíu eftir að hafa verið búsett í New York í Bandaríkjunum til margra ára. Þau hafi kunnað vel við sig í Kambódíu og orðið „ástfangin af landi og þjóð“ eins og þau orða það á vefsíðu söfnunarinnar. Kristín og Adrian settu á fót bakaríið Bake and Bake fyrir um fjórum árum, sem sérhæfir sig í framleiðslu innpakkaðra smákaka sem seldar eru víðsvegar um Kambódíu. Þó svo að þau segi að rekstur þeirra hafi verið sjálfbær áður en hann brann til grunna eiga kambódísk stjórnvöld að hafa reynst þeim óþægur ljár í þúfu. Þau hafi þannig endurskipulagt stóran hluta Otres Village fyrir um hálfu ári síðan, tekið landsvæði eignarnámi og jafnað upprunalegt húsnæði Bake and Bake við jörðu. Þrátt fyrir raskið hafi kambódísk stjórnvöld ekki boðið Kristínu, Adrian né öðrum íbúum svæðisins neinar sárabætur. Bakaríið var því opnað á nýjum stað, sem svo brann svo til grunna að morgni 11. júní sem fyrr segir. Engin slys urðu þó á fólki. Hafin er hópsöfnun fyrir aðstandendur Bake and bake og ætla þau sér að safna næstum 46 þúsund sterlingspundum, um 8 milljónum króna, svo þau geti hafið rekstur á ný. Söfnunina og frekar upplýsingar má nálgast með því að smella hér.
Íslendingar erlendis Kambódía Bakarí Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“