Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2020 15:15 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið afar sigursæl með Wolfsburg. Hér fagnar hún fjórða Þýskalandsmeistaratitlinum með Felicitas Rauch og stórvinkonu sinni Pernille Harder. VÍSIR/GETTY Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. Samningur Söru við Lyon er til tveggja ára. Lyon hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð og getur unnið Evrópumeistaratitilinn í fimmta sinn í ágúst. Liðið varð í vor franskur meistari fjórtánda árið í röð en það var þremur stigum fyrir ofan PSG þegar tímabilið í Frakklandi var blásið af í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Sara, sem er 29 ára gömul, skilur við Wolfsburg sem þýskur meistari til fjögurra ára. Hún kom til Wolfsburg árið 2016 og hefur unnið þýska meistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn á hverju ári, í stóru hlutverki á miðjunni hjá þessu stjörnum prýdda liði. Hún komst með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2018 þar sem Wolfsburg tapaði einmitt gegn Lyon í framlengdum leik, eftir að Sara hafði farið meidd af velli. Sama ár var Sara valin íþróttamaður ársins á Íslandi. Sara hóf atvinnumannsferilinn með Rosengård (sem þá hét reyndar Malmö) í Svíþjóð þar sem hún lék á árunum 2011-2016. Hún varð Svíþjóðarmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Á Íslandi lék hún með Breiðabliki í þrjú ár í efstu deild en Sara er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði. Sara var aðeins 16 ára þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik. Hún hefur farið með Íslandi á þrjú stórmót og er nú aðeins tveimur leikjum frá því að jafna met Katrínar Jónsdóttur sem leikið hefur flesta A-landsleiki Íslendings í fótbolta, eða 133 talsins. Sara gæti jafnað metið þegar Ísland heldur áfram leið sinni á næsta EM með leikjum við Lettland og Svíþjóð á Laugardalsvelli 17. og 22. september. EM fer fram í Englandi sumarið 2022, en því var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þýski boltinn Franski boltinn EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir fái ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þar sem Wolfsburg mætir Essen þann 4. júlí. 25. júní 2020 16:35 Meistaradeildin klárast með hraðmóti í Lissabon í ágúst Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag. 17. júní 2020 13:50 Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. 13. maí 2020 19:00 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. Samningur Söru við Lyon er til tveggja ára. Lyon hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð og getur unnið Evrópumeistaratitilinn í fimmta sinn í ágúst. Liðið varð í vor franskur meistari fjórtánda árið í röð en það var þremur stigum fyrir ofan PSG þegar tímabilið í Frakklandi var blásið af í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Sara, sem er 29 ára gömul, skilur við Wolfsburg sem þýskur meistari til fjögurra ára. Hún kom til Wolfsburg árið 2016 og hefur unnið þýska meistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn á hverju ári, í stóru hlutverki á miðjunni hjá þessu stjörnum prýdda liði. Hún komst með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2018 þar sem Wolfsburg tapaði einmitt gegn Lyon í framlengdum leik, eftir að Sara hafði farið meidd af velli. Sama ár var Sara valin íþróttamaður ársins á Íslandi. Sara hóf atvinnumannsferilinn með Rosengård (sem þá hét reyndar Malmö) í Svíþjóð þar sem hún lék á árunum 2011-2016. Hún varð Svíþjóðarmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Á Íslandi lék hún með Breiðabliki í þrjú ár í efstu deild en Sara er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði. Sara var aðeins 16 ára þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik. Hún hefur farið með Íslandi á þrjú stórmót og er nú aðeins tveimur leikjum frá því að jafna met Katrínar Jónsdóttur sem leikið hefur flesta A-landsleiki Íslendings í fótbolta, eða 133 talsins. Sara gæti jafnað metið þegar Ísland heldur áfram leið sinni á næsta EM með leikjum við Lettland og Svíþjóð á Laugardalsvelli 17. og 22. september. EM fer fram í Englandi sumarið 2022, en því var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins.
Þýski boltinn Franski boltinn EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir fái ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þar sem Wolfsburg mætir Essen þann 4. júlí. 25. júní 2020 16:35 Meistaradeildin klárast með hraðmóti í Lissabon í ágúst Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag. 17. júní 2020 13:50 Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. 13. maí 2020 19:00 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Sjá meira
Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir fái ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þar sem Wolfsburg mætir Essen þann 4. júlí. 25. júní 2020 16:35
Meistaradeildin klárast með hraðmóti í Lissabon í ágúst Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag. 17. júní 2020 13:50
Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. 13. maí 2020 19:00
Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15