Fyrsti þáttur Steve Dagskrá verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag. Þátturinn hefst strax eftir Pepsi Max Stúkuna klukkan 22:35.
Þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson eru mennirnir á bak við Steve Dagskrá, hlaðvarp sem hóf göngu sína fyrir HM 2018.
Þeir Andri og Vilhjálmur verða á vellinum í Pepsi Max-deildinni í sumar og fjalla um fótboltann frá ýmsum hliðum.
Andri og Vilhjálmur voru á leik Fjölnis og Stjörnunnar á dögunum. Þar ræddu þeir m.a. um tilurð nafns Fjölnis eins og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan.