Telja dráp hægri öfgamanna á manni af afrískum uppruna ekki tengjast kynþætti Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 15:50 Fólk hefur skilið eftir blóm og bréf þar sem Johansen fannst deyjandi í síðustu viku. Vísir/EPA Danska lögreglan telur að persónulegar deilur frekar en kynþáttur hafi legið að baki drápi á karlmanni sem átti ættir að rekja til Tansaníu. Annar tveggja karlmanna sem voru handteknir vegna dauða hans er sagður stuðningsmaður hægriöfgaflokks. Dauði Phillips Mbuji Johansen, 28 ára gamals verkfræðinema af dönskum og tansanískum uppruna, hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Lík hans fannst illa leikið við eldstæði í skógi í Borgundarhólmi þriðjudaginn 23. júní. Bræður á þrítugsaldri voru handteknir sama dag, grunaðir um manndráp. Þeir sitja í gæsluvarðhaldi til 22. júlí. Í ákæruskjali kemur fram að höfuðkúpa Johansen var brotin og að hann virðist hafa verið barinn ítrekað með trjábút. Þá var hann stunginn endurtekið, meðal annars í gegnum hálsinn. Merki voru um að hné hafi verið þrýst á háls hans, líkt og gerðist þegar lögreglumenn í Minneapolis í Bandaríkjunum urðu George Floyd að bana í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur hafa verið um að kynþáttahatur hafi verið tilefni morðsins. Á samfélagsmiðlum hefur því verið haldið fram að annar bræðranna væri með hakakrosshúðflúr. Benthe Pedersen Lund, saksóknarinn í málinu, hefur neitað að staðfesta það. Danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að annar bræðranna hafi lýst yfir stuðningi við hægriöfgasinnaða Harðlínuflokkinn og hóp sem kallar sig „Hvít líf skipta máli“ á Facebook. „Hvít líf skipta máli“ skaut upp kollinum sem andsvar öfgamanna við mótmælum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Þvertaka fyrir að kynþáttur hafi nokkuð með drápið að gera Mennirnir tveir viðurkenna að hafa barið Johansen en neita því að hafa drepið hann, að sögn New York Times. Pedersen Lund segir að rannsakað hafi verið hvort kynþáttahyggja hafi búið að baki morðinu en saksóknarar hafi ályktað að svo væri ekki. „Frá þeim mjög skýru skýringum sem við höfum fengið höfum við góða ástæðu til að telja að drápið hafi ekki verið vegna kynþáttahyggju. Við teljum að persónulegt samband hafi verið á milli þeirri grunuðu og þess sem var drepinn sem fór algerlega úrskeiðis,“ segir hún. Tobias Brandt Kræmher, sem segir AP-fréttastofunni, að hann hafi verið vinur Johansen fullyrðir að hann hafi verið í heimsókn hjá foreldrum sínum í Borgundarhólmi þegar hann fór í samkvæmi sem endaði úti í skóginum norðan við bæinn Rönne. Johansen og þeir grunuðu hafi verið vinir um langt skeið. Kynþáttur hafi ekki haft neitt með málið að gera. Brandt Kræmher hefur gengist við því að hafa rifið niður borða á aðaltorginu í Rönne sem á stóð „Engin líf skipta máli þar til svört líf skipta máli“ vegna þess að honum fannst textinn „óviðeigandi“. „Fyrir okkur hér var þetta harmleikur, ekkert meira en það,“ segir hann við AP. Danmörk Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Danska lögreglan telur að persónulegar deilur frekar en kynþáttur hafi legið að baki drápi á karlmanni sem átti ættir að rekja til Tansaníu. Annar tveggja karlmanna sem voru handteknir vegna dauða hans er sagður stuðningsmaður hægriöfgaflokks. Dauði Phillips Mbuji Johansen, 28 ára gamals verkfræðinema af dönskum og tansanískum uppruna, hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Lík hans fannst illa leikið við eldstæði í skógi í Borgundarhólmi þriðjudaginn 23. júní. Bræður á þrítugsaldri voru handteknir sama dag, grunaðir um manndráp. Þeir sitja í gæsluvarðhaldi til 22. júlí. Í ákæruskjali kemur fram að höfuðkúpa Johansen var brotin og að hann virðist hafa verið barinn ítrekað með trjábút. Þá var hann stunginn endurtekið, meðal annars í gegnum hálsinn. Merki voru um að hné hafi verið þrýst á háls hans, líkt og gerðist þegar lögreglumenn í Minneapolis í Bandaríkjunum urðu George Floyd að bana í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur hafa verið um að kynþáttahatur hafi verið tilefni morðsins. Á samfélagsmiðlum hefur því verið haldið fram að annar bræðranna væri með hakakrosshúðflúr. Benthe Pedersen Lund, saksóknarinn í málinu, hefur neitað að staðfesta það. Danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að annar bræðranna hafi lýst yfir stuðningi við hægriöfgasinnaða Harðlínuflokkinn og hóp sem kallar sig „Hvít líf skipta máli“ á Facebook. „Hvít líf skipta máli“ skaut upp kollinum sem andsvar öfgamanna við mótmælum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Þvertaka fyrir að kynþáttur hafi nokkuð með drápið að gera Mennirnir tveir viðurkenna að hafa barið Johansen en neita því að hafa drepið hann, að sögn New York Times. Pedersen Lund segir að rannsakað hafi verið hvort kynþáttahyggja hafi búið að baki morðinu en saksóknarar hafi ályktað að svo væri ekki. „Frá þeim mjög skýru skýringum sem við höfum fengið höfum við góða ástæðu til að telja að drápið hafi ekki verið vegna kynþáttahyggju. Við teljum að persónulegt samband hafi verið á milli þeirri grunuðu og þess sem var drepinn sem fór algerlega úrskeiðis,“ segir hún. Tobias Brandt Kræmher, sem segir AP-fréttastofunni, að hann hafi verið vinur Johansen fullyrðir að hann hafi verið í heimsókn hjá foreldrum sínum í Borgundarhólmi þegar hann fór í samkvæmi sem endaði úti í skóginum norðan við bæinn Rönne. Johansen og þeir grunuðu hafi verið vinir um langt skeið. Kynþáttur hafi ekki haft neitt með málið að gera. Brandt Kræmher hefur gengist við því að hafa rifið niður borða á aðaltorginu í Rönne sem á stóð „Engin líf skipta máli þar til svört líf skipta máli“ vegna þess að honum fannst textinn „óviðeigandi“. „Fyrir okkur hér var þetta harmleikur, ekkert meira en það,“ segir hann við AP.
Danmörk Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira