Kia efst í áreiðanleikakönnun J.D Power Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. júlí 2020 07:00 Kia e-Soul Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power. Þetta er sjötta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Kia deildi efsta sætinu með Dodge að þessu sinni. Fjórir Kia bílar unnu sigur í sínum flokkum; Kia Sorento, Kia Soul, Kia Forte og Kia Sedona en tveir síðastnefndu bílarnir eru ekki seldir á Evrópumarkaði. Kia Sorento sigraði í flokki sportjeppa en hann hefur verið einn vinsælasti sportjeppinn hér á landi síðustu misserin. Kia Soul sigraði í flokki rafbíla en hann hefur verið einn söluhæsti rafbíllinn á Íslandi undanfarin ár. Í könnun J.D. Power voru rúmlega 87 þúsund bíleigendur nýrra bíla árgerð 2020 spurðir fjölmargra spurninga á mörgum mismunandi sviðum um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir á fyrstu 90 dögum. Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda. Þetta er í 34. skipti sem könnun J.D. Power er framkvæmd en hún þykir ein virtasta áreiðanleikakönnunin í bílageiranum. Eins og áður segir urðu bílaframleiðendurnir Kia og Dodge jafnir í efsta sætinu en RAM og Chevrolet urðu jafnir í 3-4 sæti. Genesis varð í efsta sæti lúxusbílamerkja. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power. Þetta er sjötta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Kia deildi efsta sætinu með Dodge að þessu sinni. Fjórir Kia bílar unnu sigur í sínum flokkum; Kia Sorento, Kia Soul, Kia Forte og Kia Sedona en tveir síðastnefndu bílarnir eru ekki seldir á Evrópumarkaði. Kia Sorento sigraði í flokki sportjeppa en hann hefur verið einn vinsælasti sportjeppinn hér á landi síðustu misserin. Kia Soul sigraði í flokki rafbíla en hann hefur verið einn söluhæsti rafbíllinn á Íslandi undanfarin ár. Í könnun J.D. Power voru rúmlega 87 þúsund bíleigendur nýrra bíla árgerð 2020 spurðir fjölmargra spurninga á mörgum mismunandi sviðum um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir á fyrstu 90 dögum. Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda. Þetta er í 34. skipti sem könnun J.D. Power er framkvæmd en hún þykir ein virtasta áreiðanleikakönnunin í bílageiranum. Eins og áður segir urðu bílaframleiðendurnir Kia og Dodge jafnir í efsta sætinu en RAM og Chevrolet urðu jafnir í 3-4 sæti. Genesis varð í efsta sæti lúxusbílamerkja.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent