Sýnatakan kláruð þrátt fyrir skamman tíma: „Það verður bara að hafa það að skipið tefst“ Andri Eysteinsson skrifar 2. júlí 2020 12:17 Norræna lagðist við bryggju fyrr í dag, nokkuð á eftir áætlun. Vísir/Jóhann K. Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í dag með yfir fjögur hundruð farþega sem þurftu að gangast undir skimun fyrir kórónuveirunni. Skammur tími er til stefnu í hvert skipti sem ferjan leggst að landi og ekki bætti í skák að tafir urðu á ferðinni frá Færeyjum. „Heilbrigðisstarfsmenn voru um borð og voru þeir að undirbúa sýnatökuna í morgun þegar ferjan nálgaðist land. Það voru sex aðilar um borð og svo bætist við frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og svo fóru tíu starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar austur í morgun til þess að hjálpa við þessa sýnatöku þar sem að ferjan stoppar svo stutt,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Víðir segir að vitað hafi verið af um fjögur hundruð farþegum sem þyrftu að fara í sýnatöku. „Svo voru töluvert af Færeyingum um borð sem ekki þurfa að fara í sýnatöku. Þeir voru yfir tvö hundruð.“ Færeyingar þurfa ekki að fara í skimun þar sem að Færeyjar eru ekki skilgreindar sem hættusvæði vegna faraldursins. Vegna seinkunar lagði Norræna að bryggju um ellefuleytið í dag og er það rúmum tveimur tímum á eftir áætlun. Víðir segir að bilun í Færeyjum hafi orðið til þess að ferð ferjunnar yfir hafið seinkaði. „Sýnatakan verður náttúrulega bara kláruð eins og hún er sett upp. Það verður bara að hafa það að skipið tefst en við erum allavega búin að gera allt sem við getum til þess að vinna þetta innan þess glugga sem ferjan er að sigla,“ sagði Víðir og bætti við að þó það hafi ekki tekist að þessu sinni sé unnið að því að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir í næstu skipti. Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira
Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði í dag með yfir fjögur hundruð farþega sem þurftu að gangast undir skimun fyrir kórónuveirunni. Skammur tími er til stefnu í hvert skipti sem ferjan leggst að landi og ekki bætti í skák að tafir urðu á ferðinni frá Færeyjum. „Heilbrigðisstarfsmenn voru um borð og voru þeir að undirbúa sýnatökuna í morgun þegar ferjan nálgaðist land. Það voru sex aðilar um borð og svo bætist við frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og svo fóru tíu starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar austur í morgun til þess að hjálpa við þessa sýnatöku þar sem að ferjan stoppar svo stutt,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Víðir segir að vitað hafi verið af um fjögur hundruð farþegum sem þyrftu að fara í sýnatöku. „Svo voru töluvert af Færeyingum um borð sem ekki þurfa að fara í sýnatöku. Þeir voru yfir tvö hundruð.“ Færeyingar þurfa ekki að fara í skimun þar sem að Færeyjar eru ekki skilgreindar sem hættusvæði vegna faraldursins. Vegna seinkunar lagði Norræna að bryggju um ellefuleytið í dag og er það rúmum tveimur tímum á eftir áætlun. Víðir segir að bilun í Færeyjum hafi orðið til þess að ferð ferjunnar yfir hafið seinkaði. „Sýnatakan verður náttúrulega bara kláruð eins og hún er sett upp. Það verður bara að hafa það að skipið tefst en við erum allavega búin að gera allt sem við getum til þess að vinna þetta innan þess glugga sem ferjan er að sigla,“ sagði Víðir og bætti við að þó það hafi ekki tekist að þessu sinni sé unnið að því að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir í næstu skipti.
Seyðisfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Sjá meira