Ítalska knattspyrnufélagið Inter er búið að kaupa Achraf Hakimi, 21 árs gamlan hægri bakvörð, af Real Madrid.
Hakimi skrifaði undir fimm ára samning en kaupverðið er 40 milljónir evra.
Síðustu tvö ár hefur Hakimi verið á láni hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi og hefur bakvörðurinn skorað tólf mörk í 73 leikjum fyrir Dortmund.
