Fjögur ár frá því EM-ævintýrinu lauk gegn Frökkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júlí 2020 14:36 Aron Einar Gunnarsson þakkar íslenskum áhorfendum fyrir stuðninginn eftir tapið fyrir Frakklandi á EM 2016. vísir/getty Í dag, 3. júlí, eru fjögur ár síðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir því franska, 5-2, í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Ísland sló í gegn á EM 2016 í Frakklandi, fyrsta stórmóti þess frá upphafi. Eftir að hafa komist upp úr sínum riðli unnu Íslendingar frækinn sigur á Englendingum, 2-1, í Nice í 16-liða úrslitunum. Í átta liða úrslitunum beið Íslendinga leikur gegn heimaliði Frakka á Stade de France. „Þetta var íslenskt veður, mikil rigning. Það var þeim í hag því þeir eru vanari svona aðstæðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, í myndbandi frá UEFA þar sem hann rifjar upp leikinn frá því fyrir fjórum árum. Regnið hjálpaði Íslendingum þó takmarkað í leiknum. Frakkar voru miklu sterkari og leiddu 4-0 í hálfleik. Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu mörkin. „Við gáfum þeim engan frið, settum þá undir pressu og vorum ótrúlega skilvirkir. Það er erfitt að óska sér betri stöðu eftir fyrri hálfleik,“ sagði Deschamps. Íslendingar sýndu lit í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn í 4-1 á 56. mínútu eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Giroud skoraði sitt annað mark þremur mínútum en Ísland átti síðasta orðið. Á 84. mínútu skoraði Birkir Bjarnason með skalla eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar. Það reyndist áttunda og síðasta mark Íslendinga á EM 2016. Birkir Bjarnason skorar síðasta mark Íslands á EM 2016.getty/Matthew Ashton „Ég er enn svekktur með að það hafi ekki gengið vel í seinni hálfleiknum en ég tek ekkert af Íslendingum. Þeir vissu að staðan var nánast ómöguleg í hálfleik og spiluðu frjálsar. Við skoruðum ekki mörkin, þeir gerðu það,“ sagði Deschamps. „Auðvitað hefðu Íslendingar viljað fara vinna okkur og fara áfram en þetta var stór stund fyrir svona lítið land. Við urðum að vinna. Íslenska liðið var mjög gott og hafði þegar sýnt það.“ Íslenskir og franskir áhorfendur kvöddu íslenska liðið með víkingaklappinu sem ómaði í leikslok á Stade de France. Íslendingar héldu heim á leið eftir EM-ævintýrið en þátttöku Frakka var ekki lokið. Þeir unnu Þjóðverja, 2-0, í undanúrslitunum en töpuðu fyrir Portúgölum í framlengingu í úrslitaleiknum, 1-0. Á HM í Rússlandi tveimur árum síðar fóru strákarnir hans Deschamps hins vegar alla leið og urðu heimsmeistarar í annað sinn. Í fyrra skiptið, á heimavelli 1998, var Deschamps fyrirliði Frakka. Hér fyrir neðan má sjá upprifjun UEFA á leik Íslands og Frakklands sem og leik Íslands og Englands. Klippa: Ísland - Frakkland 2016 Klippa: Ísland - England EM 2016 EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Í dag, 3. júlí, eru fjögur ár síðan íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir því franska, 5-2, í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Ísland sló í gegn á EM 2016 í Frakklandi, fyrsta stórmóti þess frá upphafi. Eftir að hafa komist upp úr sínum riðli unnu Íslendingar frækinn sigur á Englendingum, 2-1, í Nice í 16-liða úrslitunum. Í átta liða úrslitunum beið Íslendinga leikur gegn heimaliði Frakka á Stade de France. „Þetta var íslenskt veður, mikil rigning. Það var þeim í hag því þeir eru vanari svona aðstæðum,“ sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, í myndbandi frá UEFA þar sem hann rifjar upp leikinn frá því fyrir fjórum árum. Regnið hjálpaði Íslendingum þó takmarkað í leiknum. Frakkar voru miklu sterkari og leiddu 4-0 í hálfleik. Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu mörkin. „Við gáfum þeim engan frið, settum þá undir pressu og vorum ótrúlega skilvirkir. Það er erfitt að óska sér betri stöðu eftir fyrri hálfleik,“ sagði Deschamps. Íslendingar sýndu lit í seinni hálfleik. Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn í 4-1 á 56. mínútu eftir sendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Giroud skoraði sitt annað mark þremur mínútum en Ísland átti síðasta orðið. Á 84. mínútu skoraði Birkir Bjarnason með skalla eftir fyrirgjöf Ara Freys Skúlasonar. Það reyndist áttunda og síðasta mark Íslendinga á EM 2016. Birkir Bjarnason skorar síðasta mark Íslands á EM 2016.getty/Matthew Ashton „Ég er enn svekktur með að það hafi ekki gengið vel í seinni hálfleiknum en ég tek ekkert af Íslendingum. Þeir vissu að staðan var nánast ómöguleg í hálfleik og spiluðu frjálsar. Við skoruðum ekki mörkin, þeir gerðu það,“ sagði Deschamps. „Auðvitað hefðu Íslendingar viljað fara vinna okkur og fara áfram en þetta var stór stund fyrir svona lítið land. Við urðum að vinna. Íslenska liðið var mjög gott og hafði þegar sýnt það.“ Íslenskir og franskir áhorfendur kvöddu íslenska liðið með víkingaklappinu sem ómaði í leikslok á Stade de France. Íslendingar héldu heim á leið eftir EM-ævintýrið en þátttöku Frakka var ekki lokið. Þeir unnu Þjóðverja, 2-0, í undanúrslitunum en töpuðu fyrir Portúgölum í framlengingu í úrslitaleiknum, 1-0. Á HM í Rússlandi tveimur árum síðar fóru strákarnir hans Deschamps hins vegar alla leið og urðu heimsmeistarar í annað sinn. Í fyrra skiptið, á heimavelli 1998, var Deschamps fyrirliði Frakka. Hér fyrir neðan má sjá upprifjun UEFA á leik Íslands og Frakklands sem og leik Íslands og Englands. Klippa: Ísland - Frakkland 2016 Klippa: Ísland - England EM 2016
EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Gummi Ben varð heimsfrægur og Ísland vann sér inn leik á móti Englandi á EM á þessum degi fyrir fjórum árum. 22. júní 2020 11:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn