Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2020 08:52 Urriðafoss er aflahæsta veiðisvæðið það sem af er sumri. Mynd: Iceland Outfitters Vikulegar veiðitölur birtast á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga og sína stöðuna í ánum hverju sinni og það er gaman að sjá hvað það gengur vel víða. Veiðisvæðið við Urriðafoss í Þjórsá er á toppnum með 509 laxa á land á aðeins fjórar stangir svo það er ekki nóg með að svæðið sé það aflahæsta yfirheildina, það er líka með lang hæsta aflann á stöng. Þessar tölur eiga þó líklega eftir að breytast þegar líður á tímabilið en þó er líklegt að aðeins heildartalan sé í hættu. Heildarveiðin í einhverri ánni gæti og fer líklega yfir Urriðafoss en það er ólíklegt að nokkur á nái þessari meðalveiði á stöng. Norðurá er í öðru sæti með 312 laxa og þar gengur veiðin vel en eins og víða á vesturlandi er þess beðið með mikilli spennu að sjá hvað stóri júlí straumurinn sem er 9. júlí skilar í árnar en þetta er yfirleitt sá straumur sem skilar stærstu smálaxagöngunum. Þverá og Kjarrá eru komnar í 241 lax sem er ekki nema 54 löxum undir veiðinni 2015 en það sumar fór veiðin í 2.364 laxa svo þarna gætu Þverá og Kjarrá átt mikið inni en góðar göngur eru í árnar þessa dagana. Næstu ár á listanum eru Eystri Rangá með 163 laxa og þar gengur mjög vel og það er stígandi í göngum í ána eins og annars staðar. Haffjarðará er svo í fummta sæti með 135 laxa. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði
Vikulegar veiðitölur birtast á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga og sína stöðuna í ánum hverju sinni og það er gaman að sjá hvað það gengur vel víða. Veiðisvæðið við Urriðafoss í Þjórsá er á toppnum með 509 laxa á land á aðeins fjórar stangir svo það er ekki nóg með að svæðið sé það aflahæsta yfirheildina, það er líka með lang hæsta aflann á stöng. Þessar tölur eiga þó líklega eftir að breytast þegar líður á tímabilið en þó er líklegt að aðeins heildartalan sé í hættu. Heildarveiðin í einhverri ánni gæti og fer líklega yfir Urriðafoss en það er ólíklegt að nokkur á nái þessari meðalveiði á stöng. Norðurá er í öðru sæti með 312 laxa og þar gengur veiðin vel en eins og víða á vesturlandi er þess beðið með mikilli spennu að sjá hvað stóri júlí straumurinn sem er 9. júlí skilar í árnar en þetta er yfirleitt sá straumur sem skilar stærstu smálaxagöngunum. Þverá og Kjarrá eru komnar í 241 lax sem er ekki nema 54 löxum undir veiðinni 2015 en það sumar fór veiðin í 2.364 laxa svo þarna gætu Þverá og Kjarrá átt mikið inni en góðar göngur eru í árnar þessa dagana. Næstu ár á listanum eru Eystri Rangá með 163 laxa og þar gengur mjög vel og það er stígandi í göngum í ána eins og annars staðar. Haffjarðará er svo í fummta sæti með 135 laxa. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði