Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2020 13:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Dagur B. Eggertsson virðast vera á öndverðum meiði. Vísir/Arnar/Baldur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Dagur segir að framkvæmdirnar sem gert er ráð fyrir í samgöngusáttmála ríkis og borgar muni gera samgöngur á höfuðborginni betri fyrir alla, Sigmundur óttast hins vegar að borgarlínan geti komið sveitarfélögunum í fjárhagsvandræði. Leiðin er nú greið fyrir borgarlínuna eftir að Alþingi veitti heimild til þess að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Á öndverðum meiði Þeir Dagur og Sigmundur Davíð virðast vera á öndverðum meiði um borgarlínuna en flokkur Sigmundar var sakaður um málþóf í umræðum um málið á þingi á dögunum. Sigmundur segist hafa þungar áhyggjur af því að kostnaður við framkvæmdir geti farið úr böndunum. „Þetta er dæmigert innviðaverkefni, vanhugsað innviðaverkefni sem er til þess fallið að koma sveitarfélögum í langvarandi fjárhagsleg vandræði og þar með auka skattlagningu á íbúana. Markmið með þessu öllu, eða afleiðingin að minnsta kosti, er sú að þrengja annarri umferð og þar með láta fólk borga meira, langflesta, borga meira, fyrir að sitja lengur fastur í umferðinni,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Hlusta má á viðtalið við þá félaga í heild sinni hér að neðan. Hann segir áætlaðan kostnað við framkvæmdina vera á reiki, en samgöngusáttmálinn sem meðal inniheldur borgarlínuna er upp á 120 milljarða sem skiptist á milli ríkisins, sveitarfélaga og tekna sem eiga að koma frá notendum. „Svo er það kostnaðurinn. Hann virðist algjörlega vera í lausu lofti. Það virðist enginn vita hvað þetta muni kosta. Menn slá fram einhverjum tölum, 70-80 milljarðar, og miðað þá við eitthvað kílómetraverð úr erlendum borgum,“ sagði Sigmundur Davíð. Pólítísk sátt þvert á flokka og sveitarfélög að mati Dags Borgarstjóri lagði hins vegar áherslu á það að samgöngusáttmálinn væri niðurstaða þverpólítisks samráðs á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Málið hefði ekki fæðst á einu eftirmiðdegi. „Heldur fóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að stórum hluta í samvinnu við Vegagerðina í valkostagreiningu fyrir allnokkrum árum. Það var bæði skoðaðir valkostir varðandi þróun byggðar og varðandi mismunandi samsetningar og áherslur í samgöngumálum og samgöngukerfinu. Stóra verkefnið í þessu er að tækla stöðu samgöngumála eins og það er í dag en líka hugsa fyrir því að á höfuðborgarsvæðinu næstu 20 árin mun okkur fjölga um 70 þúsund. Þetta fólk þarf auðvitað að búa einhvers staðar,“ sagði Dagur. Á þessari mynd má sjá fyrstu 25 stöðvarnar sem verða teknar í notkun í fyrsta áfanga Borgarlínu árið 2023.Borgarlína Því þyrfti að finna lausn til þess að búa til skilvirka samgönguneti sem tæki til allra faramáta, sem á sama tíma myndi gagnast þeim sem þegar búa á höfuðborgarsvæðinu „Þess vegna var stillt upp mismunandi leiðum í þessu og lagst yfir það þvert á sveitarfélög, þvert á pólitík, þvert á flokka með besta hugviti og ráðgjöf sem við áttum til úr hópi sérfræðinga. Þessi trausti grunnur og þessi blandaða leið með borgarlínu og stofnvegaframkvæmdum, ekki síður heildstæðu hjólastíganeti og svo framvegis nýtur stuðnings svo margra þvert á flokka,“ sagði Dagur. Ástæðan væri einföld. „Þetta er betra fyrir alla sem ætla að ferðast hér í umferðinni. Ekki bara þá sem vilja ferðast með almenningssamgöngum, ekki bara fyrir þá sem vilja hjóla heldur líka fyrir þá sem vilja ferðast einir í bíl.“ Samgöngur Borgarlína Sprengisandur Tengdar fréttir Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Hlýnandi veður Veður Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Dagur segir að framkvæmdirnar sem gert er ráð fyrir í samgöngusáttmála ríkis og borgar muni gera samgöngur á höfuðborginni betri fyrir alla, Sigmundur óttast hins vegar að borgarlínan geti komið sveitarfélögunum í fjárhagsvandræði. Leiðin er nú greið fyrir borgarlínuna eftir að Alþingi veitti heimild til þess að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Á öndverðum meiði Þeir Dagur og Sigmundur Davíð virðast vera á öndverðum meiði um borgarlínuna en flokkur Sigmundar var sakaður um málþóf í umræðum um málið á þingi á dögunum. Sigmundur segist hafa þungar áhyggjur af því að kostnaður við framkvæmdir geti farið úr böndunum. „Þetta er dæmigert innviðaverkefni, vanhugsað innviðaverkefni sem er til þess fallið að koma sveitarfélögum í langvarandi fjárhagsleg vandræði og þar með auka skattlagningu á íbúana. Markmið með þessu öllu, eða afleiðingin að minnsta kosti, er sú að þrengja annarri umferð og þar með láta fólk borga meira, langflesta, borga meira, fyrir að sitja lengur fastur í umferðinni,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Hlusta má á viðtalið við þá félaga í heild sinni hér að neðan. Hann segir áætlaðan kostnað við framkvæmdina vera á reiki, en samgöngusáttmálinn sem meðal inniheldur borgarlínuna er upp á 120 milljarða sem skiptist á milli ríkisins, sveitarfélaga og tekna sem eiga að koma frá notendum. „Svo er það kostnaðurinn. Hann virðist algjörlega vera í lausu lofti. Það virðist enginn vita hvað þetta muni kosta. Menn slá fram einhverjum tölum, 70-80 milljarðar, og miðað þá við eitthvað kílómetraverð úr erlendum borgum,“ sagði Sigmundur Davíð. Pólítísk sátt þvert á flokka og sveitarfélög að mati Dags Borgarstjóri lagði hins vegar áherslu á það að samgöngusáttmálinn væri niðurstaða þverpólítisks samráðs á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Málið hefði ekki fæðst á einu eftirmiðdegi. „Heldur fóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að stórum hluta í samvinnu við Vegagerðina í valkostagreiningu fyrir allnokkrum árum. Það var bæði skoðaðir valkostir varðandi þróun byggðar og varðandi mismunandi samsetningar og áherslur í samgöngumálum og samgöngukerfinu. Stóra verkefnið í þessu er að tækla stöðu samgöngumála eins og það er í dag en líka hugsa fyrir því að á höfuðborgarsvæðinu næstu 20 árin mun okkur fjölga um 70 þúsund. Þetta fólk þarf auðvitað að búa einhvers staðar,“ sagði Dagur. Á þessari mynd má sjá fyrstu 25 stöðvarnar sem verða teknar í notkun í fyrsta áfanga Borgarlínu árið 2023.Borgarlína Því þyrfti að finna lausn til þess að búa til skilvirka samgönguneti sem tæki til allra faramáta, sem á sama tíma myndi gagnast þeim sem þegar búa á höfuðborgarsvæðinu „Þess vegna var stillt upp mismunandi leiðum í þessu og lagst yfir það þvert á sveitarfélög, þvert á pólitík, þvert á flokka með besta hugviti og ráðgjöf sem við áttum til úr hópi sérfræðinga. Þessi trausti grunnur og þessi blandaða leið með borgarlínu og stofnvegaframkvæmdum, ekki síður heildstæðu hjólastíganeti og svo framvegis nýtur stuðnings svo margra þvert á flokka,“ sagði Dagur. Ástæðan væri einföld. „Þetta er betra fyrir alla sem ætla að ferðast hér í umferðinni. Ekki bara þá sem vilja ferðast með almenningssamgöngum, ekki bara fyrir þá sem vilja hjóla heldur líka fyrir þá sem vilja ferðast einir í bíl.“
Samgöngur Borgarlína Sprengisandur Tengdar fréttir Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Hlýnandi veður Veður Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30
Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22
„Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00