Lögreglu gert að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn barnungum systrum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2020 19:00 Ríkissaksóknari hefur gert lögreglu að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum sem lögregla lét niður falla í mars. Því er beint til lögreglu að leggja þurfi áherslu á að finna meintan geranda og þær kynferðislegu myndir af þeim sem hann kann að hafa í vörslu sinni Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum gagnrýndi lögmaður rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum. Grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega á stúlkunum og teknar af yngri systurinni kynferðislegar myndir. Málið var látið niður falla eftir rúmlega ár í rannsókn. Atvikið á að hafa átt sér stað í mars í fyrra er þær voru lokkaðar inn í íbúð í Holtahverfi í Reykjavík þegar þær höfðu verið úti að leika sér. Ástæða niðurfellingar málsins hjá lögreglu var sú að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós hver meintur gerandi er. Stúlkurnar voru ekki boðaðar í skýrslutöku hjá Barnahúsi fyrr en tveimur mánuðum eftir að móðir þeirra lagði fram kæru. Þá leið annar mánuður þar til lögregla fór á vettvang og bað stúlkurnar að benda á húsið þar sem atvikið á að hafa átt sér stað. Fjölskyldan telur rannsókn lögreglu hafa verið mjög ábótavant og kærði málið til ríkissaksóknara. Í síðustu viku felldi ríkissaksóknari niðurfellinguna úr gildi. Í afstöðu ríkissaksóknara segir að rannsaka hefði mátt málið nánar. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og trúverðugrar lýsingar eldri stúlkunnar, sem studd er lýsingu yngri stúlkunnar, sé það álit ríkissaksóknara að halda skuli rannsókn málsins áfram. Leggja þurfi áherslu á það að finna meintan geranda og þær myndir af yngri stúlkunni sem hann kann að hafa í vörslu sinni. Óljóst sé af rannsóknargögnum hvaða íbúð eða íbúðum hússins rannsóknin beindist að og eru engar myndir af húsinu meðal gagna málsins. Úr því þurfi að bæta. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gert lögreglu að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum sem lögregla lét niður falla í mars. Því er beint til lögreglu að leggja þurfi áherslu á að finna meintan geranda og þær kynferðislegu myndir af þeim sem hann kann að hafa í vörslu sinni Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum gagnrýndi lögmaður rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum. Grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega á stúlkunum og teknar af yngri systurinni kynferðislegar myndir. Málið var látið niður falla eftir rúmlega ár í rannsókn. Atvikið á að hafa átt sér stað í mars í fyrra er þær voru lokkaðar inn í íbúð í Holtahverfi í Reykjavík þegar þær höfðu verið úti að leika sér. Ástæða niðurfellingar málsins hjá lögreglu var sú að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós hver meintur gerandi er. Stúlkurnar voru ekki boðaðar í skýrslutöku hjá Barnahúsi fyrr en tveimur mánuðum eftir að móðir þeirra lagði fram kæru. Þá leið annar mánuður þar til lögregla fór á vettvang og bað stúlkurnar að benda á húsið þar sem atvikið á að hafa átt sér stað. Fjölskyldan telur rannsókn lögreglu hafa verið mjög ábótavant og kærði málið til ríkissaksóknara. Í síðustu viku felldi ríkissaksóknari niðurfellinguna úr gildi. Í afstöðu ríkissaksóknara segir að rannsaka hefði mátt málið nánar. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og trúverðugrar lýsingar eldri stúlkunnar, sem studd er lýsingu yngri stúlkunnar, sé það álit ríkissaksóknara að halda skuli rannsókn málsins áfram. Leggja þurfi áherslu á það að finna meintan geranda og þær myndir af yngri stúlkunni sem hann kann að hafa í vörslu sinni. Óljóst sé af rannsóknargögnum hvaða íbúð eða íbúðum hússins rannsóknin beindist að og eru engar myndir af húsinu meðal gagna málsins. Úr því þurfi að bæta.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira