Næstved er félag sem spilar í dönsku B-deildinni. Undanfarnar vikur og mánuði hefur félagið oftar en ekki komið sér í fyrirsagnirnar varðandi eitthvað allt annað en fótbolta.
Nú hafa þeir enn eina ferðina komið sér í fréttirnar en einn leikmaður liðsins, Alexander Schmitt, er sagður hafa lúskrað á tveimur liðsfélögum sínum eftir ferð á næturlíf Kaupmannahafnar.
Þeir Hendrik Starostzik og Marcus Mlynikowski fóru ásamt Schmitt út á lífið. Þeir ætluðu að eiga huggulega kvöldstund en það endaði á því að Schmitt byrjaði á að taka í Marcus áður en Hendrik varð fyrir barðinu.
Hendrik hefur yfirgefið félagið en þeir Marcus og Alexander spila enn saman hjá Næstved sem er í fallsæti í dönsku B-deildinni. Þeir eru níu stigum frá öruggu sæti er fjórar umferðir eru eftir.
Félagið hefur staðfest að málið sé komið á borð lögreglunnar.
Holdkammerater anmelder Næstved-spiller for vold #1divdk https://t.co/uYXVSSYj7x
— tipsbladet.dk (@tipsbladet) July 6, 2020