„Margt mjög alvarlegt í gangi á Íslandi sem mér þykir afar leitt að sjá“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. júlí 2020 07:10 Rakel Garðarsdóttir talar um frumkvöðlastarfsemi, nýsköpun og hvernig Íslendingar þurfi að þróast í þá átt að verða sjálfbærari. Aðsend mynd „Það er dýrt að vera lítill og því eru slagirnir oft margir. Það þarf mikla þrautseigju og þolinmæði ef maður ætlar að halda þetta út.“ segir Rakel Garðarsdóttir um rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja á Íslandi. Rakel og skólasystir hennar, Elva Björk Bjarkardóttir, stofnuðu snyrtivöru- og lífstílsfyrirtækið Verandi árið 2017. Hugmyndina segir hún meðal annars hafa kviknað út frá Vakandi, samtökum sem Rakel stofnaði til að efla vitundarvakningu um ýmsa sóun og þá helst matarsóun. „Ég og Elva sátum á kaffihúsi einn rigningardag og fórum að velta fyrir okkur öllu þessu magni af kaffikorgi sem væri hent, eftir eina uppáhellingu. Kaffið á uppruna sinn mörg þúsund kílómetra frá Íslandi og er flutt til landsins með tilheyrandi kolefnisfótspori. Eftir eina uppáhellingu eru enn um 92% af virkum efnum eftir í korginum.“ Kaffikorgur í stað plastagna Rakel segir að á þessum tíma hafi umræðan um plast sem er í snyrtivörum verið mjög áberandi. Til að ná hreinsandi áhrifum skrúbba segir hún plastagnir hafi oftar en ekki verið notaðar sem innihaldsefni. „Við Elva töluðum mikið um fáránleikann í þessu ferli og út frá því kom upp sú hugmynd að nota kaffikorginn og framleiða úr honum líkamsskrúbb. Þá værum við að nýta hráefni sem annars yrði hent og korgurinn sjálfur svínvirkar sem skrúbbur.“ Fyrsta vara Veranda var líkamskrúbbur sem unnin er úr kaffikorgi. Aðsend mynd Eftir margar tilraunir og hugleiðingar kom fyrsta vara VERANDI, kaffiskrúbburinn, á markað og segir Rakel hann hafa náð strax miklum vinsældum. Síðustu ár segir hún að mestu hafa farið í vöruþróun og rannsóknir en Verandi hefur nú þróað ellefu fullbúnar vörur sem eru til sölu víðsvegar um landið og erlendis. Pharmartica á Grenivík framleiðir vörur Verandi og segir Rakel þau hafa fengið góða aðstoð og rágjöf frá þeim sem og Matís. Hráefni sem væru hent notuð sem innihaldsefni „Við vorum svo lukkulegar að hafa fengið styrki fyrir verkefnunum sem gerði okkur kleift að þróa vörurnar og vanda vel til verka.“ Megin uppistöðuna í vörunum segir Rakel vera hliðarafurðir úr landbúnaðinum eða hráefni sem falla til við aðra framleiðslu og er alla jafna hent. Hún segir einnig að með þessari leið sé ekki verið að ganga á sama hátt á auðlindir jarðar, sem séu langt frá því að vera ótakmarkaðar. Við notum hráefni í vörurnar okkar sem að öðrum kosti væri sóað. Við þurfum því ekki að láta framleiða fyrir okkur sérstaklega, nema aðeins hluta innihaldsefna. Með þessu viljum við taka þátt í baráttunni við betri nýtingu auðlinda. Rakel talar um offramleiðslu og hvernig hún á stóran þátt í hlýnun jarðar. Hún segist þó bjartsýn á það að í framtíðinni verði meiri áhersla lögð á hringrásarhagkerfið með því að endurvinna hráefni í stað þess að framleiða sífellt meira. Rakel segir að með aukinni vitundarvakningu hafi það færst í aukanna að fólk velji sér vörur sem stuðli að góðri heilsu og sé meðvitaðra um hvað það setur á líkama sinn. Aðsend mynd Erfitt að nálgast sérfræðikunnáttu „Það er afar þekkt verðmætasköpun sem skapast hefur innan sjávarútvegsins með nýtingu á hliðarafurðum en er ennþá ansi óplægður akur í landbúnaði og matvælaiðnaðinum. Sem dæmi reyndist það okkur nokkuð flókið ferli að fá sérfræðinga til að vinna með okkur í upphafi þar sem enginn hafði unnið með slíkt áður, að breyta matvælum í snyrtivöru.“ segir Rakel. Þrátt fyrir þetta segir hún Veranda hafa tekist að fá sérfræðinga til liðs við sig sem vinna með þeim í dag í þróun varanna. Hún segir þá vera mjög opna fyrir nýjum áskorunum og spennta fyrir framtíð fyrirtækisins. Þegar við tölum um þróun viðhorfs fólks síðustu ára segir Rakel það megi greina afstöðubreytingu hjá almenningi í þá átt að gefa nátturu sjónarmiðum meiri gaum og auka vægi þeirra. Hún segir einnig að það hafi færst verulega í aukana að fólk hugsi um mikilvægi þess að velja sér vörur sem stuðli að góðri heilsu. Fólk er orðið meðvitaðra um hvað það setur á líkama sinn og þá er frábært að vera með vöru á markaðnum sem kemur til móts við þarfir neytenda. Dýrt að búa á eyju Rakel segir mjög margt gott vera að gerast á Íslandi og mikinn kraft í fólki hvað varðar frumkvöðlastarfsemi en þó sé róðurinn þungur fyrir lítil fyrirtæki sem vilja vaxa. Það er dýrt að vera lítill og því eru slagirnir oft margir. Það þarf mikla þrautseigju og þolinmæði ef maður ætlar að halda þetta út. Þau gjöld sem tengjast launum og rekstri segir Rakel vera mjög há og sendingarkostnaðinn sérlega erfiðan en Verandi sendir bæði út vörur til viðskiptavina og kaupir inn þær vörur sem ekki fást á Íslandi, eins og olíur og annað. Oft hefur maður hugsað hvað það væri fínt að geta bara keyrt með vörurnar til viðskiptavinanna eða sótt það sem við þurfum. Það er bara dýrt að búa á eyju. Rakel segir þó margt vera gott vegna staðsetningar Íslands og mannfjölda en einnig margt vera mun flóknara og erfiðara. „Til dæmis er vöntun á mörgum tækjum og tólum sem gaman væri að vinna með sem og oft höfum við átt erfitt að finna réttu manneskjuna í allskyns sérverkefni með okkur. Sérfræðinga í allskyns þróanir og þess háttar. Ég hef til dæmis lengi verið mjög áhugasöm um að fá til Íslands öflugan frostþurrkara,“ segir Rakel og bætir því við að ef hún ætti nægt fjármagn myndi hún fjárfesta í einum slíkum. Rakel segir að íslensk stjórnvöld þurfi að gera grænmetisbændum það auðveldara fyrir að framleiða meira grænmeti og koma á móts við grænmetisbændur til að það geti orðið að veruleika. Aðsend mynd Nýsköpun segir Rakel vera mjög mikilvæga fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega fyrir komandi kynslóðir. Hún segir þjónustuna hér á landi þurfa að vera á samkeppnishæfu verði og að Íslendingar þurfi að þróast í þátt átt að verða sjálfbærari. Ég tel sem dæmi að við gætum framleitt mun meira af grænmeti og boðið upp á fjölbreyttara úrval hér á landi með nýjum aðferðum. Stjórnvöld þurfa að gera grænmetisbændum kleift að gera það, til dæmis með meira jafnvægi til þeirra í beingreiðslum og niðurgreiðslur á rafmagni. Fleiri aðgerðir nauðsynlegar Mikil vitundarvakning almennings undanfarin ár segir Rakel vera mikið gleðiefni en hún vilji þó sjá fleiri aðgerðir í kjölfarið. „Það hefur orðið mikil umræða og vitundarvakning sem er frábær og má meðal annars þakka þar fjölmiðlum. En ég hefði viljað sjá mun fleiri aðgerðir í kjölfarið. Við ættum að geta verið komin miklu lengra á ýmsum sviðum sem tengjast samfélagslegri ábyrgð.“ Í þessu samhengi nefnir Rakel umhverfismál, fordóma og viðmót okkar til fólks sem kemur hingað til lands að vinna. Það er margt mjög alvarlegt í gangi á Íslandi sem mér þykir afar leitt að sjá. „Ef ég tala útfrá Verandi þá sjáum við mikla breytingu hjá ungu kynslóðinni sem oft er tengd við hina sænsku Gretu Thunberg. Þessi hópur er í dag á bilinu 15-25 ára. Þetta er sívaxandi hópur sem vill sjá breytingar og vill versla við fyrirtæki sem bjóða upp á vörur sem geta breytt heiminum. Við sjáum þau sem okkar markhóp innan fárra ára.“ Matarsóun er Rakel mjög hugleikin og segir hún neikvæð áhrif hennar á umhverfið vera meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir.Aðsend mynd Landsvæði sem fer undir ræktun á matvælum sem enda í ruslinu, jafnstórt Kína Matarsóun er Rakel mjög hugleikin og segir hún neikvæð áhrif hennar á umhverfið vera meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. „Það að sóa matvælum hefur rosalega neikvæð áhrif, að svo mörgu leyti. Að vera að aflífa lítil sæt lömb bara svo að þau endi í ruslinu er algjörlega galið. Staðreyndin er sú að við erum að henda fáránlega miklu og ganga að óþörfu á auðlindir landsins. Það landsvæði sem fer undir ræktun á matvælum sem enda beint í ruslinu, er jafnstórt Kína. Það er í okkar höndum að breyta þessu.“ Framundan segir Rakel vera mikla vinnu í markaðsmálum og kynningarmálum fyrir Verandi en líkt og hjá mörgum öðrum fyrirtækjum hafi hægst mikið á starfseminni í kjölfar Covid-19. Við vorum komnar vel á veg með það að kynna vörurnar okkar á erlendum markaði og vorum í viðræðum við fjárfesta þegar Covid-19 skall á. Næstu skref hjá okkur eru því að taka upp þráðinn með erlendum dreifingaraðilum og fjárfestum. Verandi hefur undanfarið verið að þróa nýjar vörur og segist Rakel vera mjög ánægða með útkomuna. „Við fengum úrtakshóp til þess að prófa vörurnar fyrir okkur á þróunarstigi og var einróma álit þeirra að vörurnar væru mjög góðar. Við erum því mjög ánægðar og stefnum nú að því að fylgja þeim vel eftir,“ segir Rakel. Umhverfismálin segir Rakel vera eitt heitasta og nauðsynlegasta umræðuefnið í dag og neytendur sífellt að kalla eftir vörum sem þeir geti treyst og eru framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi. „Bæði neytendur og stjórnvöld vilja sjá mun meira af nýsköpun í framleiðslu á vörum og er snyrtivörumarkaðurinn er þar alls ekki undanskilinn,“ segir Rakel að lokum. Rakl starfar einnig sem framkvæmdarstjóri Vesturports og hér er hún ásamt eiginmanni sínum Birni Hlyni leikara. Aðsend mynd Umhverfismál Tengdar fréttir Út með óþarfa plast Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, skrifar um frumvarp hans sem gengur út á að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. 9. maí 2020 08:30 Metfjöldi í umsóknum í Hönnunarsjóð í ár og kraumandi sköpunarkraftur Óskað var eftir styrkjum fyrir 237 milljónir úr Hönnunarsjóð í ár en sjóðurinn mun veita 20 milljónir. 20. apríl 2020 09:30 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
„Það er dýrt að vera lítill og því eru slagirnir oft margir. Það þarf mikla þrautseigju og þolinmæði ef maður ætlar að halda þetta út.“ segir Rakel Garðarsdóttir um rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja á Íslandi. Rakel og skólasystir hennar, Elva Björk Bjarkardóttir, stofnuðu snyrtivöru- og lífstílsfyrirtækið Verandi árið 2017. Hugmyndina segir hún meðal annars hafa kviknað út frá Vakandi, samtökum sem Rakel stofnaði til að efla vitundarvakningu um ýmsa sóun og þá helst matarsóun. „Ég og Elva sátum á kaffihúsi einn rigningardag og fórum að velta fyrir okkur öllu þessu magni af kaffikorgi sem væri hent, eftir eina uppáhellingu. Kaffið á uppruna sinn mörg þúsund kílómetra frá Íslandi og er flutt til landsins með tilheyrandi kolefnisfótspori. Eftir eina uppáhellingu eru enn um 92% af virkum efnum eftir í korginum.“ Kaffikorgur í stað plastagna Rakel segir að á þessum tíma hafi umræðan um plast sem er í snyrtivörum verið mjög áberandi. Til að ná hreinsandi áhrifum skrúbba segir hún plastagnir hafi oftar en ekki verið notaðar sem innihaldsefni. „Við Elva töluðum mikið um fáránleikann í þessu ferli og út frá því kom upp sú hugmynd að nota kaffikorginn og framleiða úr honum líkamsskrúbb. Þá værum við að nýta hráefni sem annars yrði hent og korgurinn sjálfur svínvirkar sem skrúbbur.“ Fyrsta vara Veranda var líkamskrúbbur sem unnin er úr kaffikorgi. Aðsend mynd Eftir margar tilraunir og hugleiðingar kom fyrsta vara VERANDI, kaffiskrúbburinn, á markað og segir Rakel hann hafa náð strax miklum vinsældum. Síðustu ár segir hún að mestu hafa farið í vöruþróun og rannsóknir en Verandi hefur nú þróað ellefu fullbúnar vörur sem eru til sölu víðsvegar um landið og erlendis. Pharmartica á Grenivík framleiðir vörur Verandi og segir Rakel þau hafa fengið góða aðstoð og rágjöf frá þeim sem og Matís. Hráefni sem væru hent notuð sem innihaldsefni „Við vorum svo lukkulegar að hafa fengið styrki fyrir verkefnunum sem gerði okkur kleift að þróa vörurnar og vanda vel til verka.“ Megin uppistöðuna í vörunum segir Rakel vera hliðarafurðir úr landbúnaðinum eða hráefni sem falla til við aðra framleiðslu og er alla jafna hent. Hún segir einnig að með þessari leið sé ekki verið að ganga á sama hátt á auðlindir jarðar, sem séu langt frá því að vera ótakmarkaðar. Við notum hráefni í vörurnar okkar sem að öðrum kosti væri sóað. Við þurfum því ekki að láta framleiða fyrir okkur sérstaklega, nema aðeins hluta innihaldsefna. Með þessu viljum við taka þátt í baráttunni við betri nýtingu auðlinda. Rakel talar um offramleiðslu og hvernig hún á stóran þátt í hlýnun jarðar. Hún segist þó bjartsýn á það að í framtíðinni verði meiri áhersla lögð á hringrásarhagkerfið með því að endurvinna hráefni í stað þess að framleiða sífellt meira. Rakel segir að með aukinni vitundarvakningu hafi það færst í aukanna að fólk velji sér vörur sem stuðli að góðri heilsu og sé meðvitaðra um hvað það setur á líkama sinn. Aðsend mynd Erfitt að nálgast sérfræðikunnáttu „Það er afar þekkt verðmætasköpun sem skapast hefur innan sjávarútvegsins með nýtingu á hliðarafurðum en er ennþá ansi óplægður akur í landbúnaði og matvælaiðnaðinum. Sem dæmi reyndist það okkur nokkuð flókið ferli að fá sérfræðinga til að vinna með okkur í upphafi þar sem enginn hafði unnið með slíkt áður, að breyta matvælum í snyrtivöru.“ segir Rakel. Þrátt fyrir þetta segir hún Veranda hafa tekist að fá sérfræðinga til liðs við sig sem vinna með þeim í dag í þróun varanna. Hún segir þá vera mjög opna fyrir nýjum áskorunum og spennta fyrir framtíð fyrirtækisins. Þegar við tölum um þróun viðhorfs fólks síðustu ára segir Rakel það megi greina afstöðubreytingu hjá almenningi í þá átt að gefa nátturu sjónarmiðum meiri gaum og auka vægi þeirra. Hún segir einnig að það hafi færst verulega í aukana að fólk hugsi um mikilvægi þess að velja sér vörur sem stuðli að góðri heilsu. Fólk er orðið meðvitaðra um hvað það setur á líkama sinn og þá er frábært að vera með vöru á markaðnum sem kemur til móts við þarfir neytenda. Dýrt að búa á eyju Rakel segir mjög margt gott vera að gerast á Íslandi og mikinn kraft í fólki hvað varðar frumkvöðlastarfsemi en þó sé róðurinn þungur fyrir lítil fyrirtæki sem vilja vaxa. Það er dýrt að vera lítill og því eru slagirnir oft margir. Það þarf mikla þrautseigju og þolinmæði ef maður ætlar að halda þetta út. Þau gjöld sem tengjast launum og rekstri segir Rakel vera mjög há og sendingarkostnaðinn sérlega erfiðan en Verandi sendir bæði út vörur til viðskiptavina og kaupir inn þær vörur sem ekki fást á Íslandi, eins og olíur og annað. Oft hefur maður hugsað hvað það væri fínt að geta bara keyrt með vörurnar til viðskiptavinanna eða sótt það sem við þurfum. Það er bara dýrt að búa á eyju. Rakel segir þó margt vera gott vegna staðsetningar Íslands og mannfjölda en einnig margt vera mun flóknara og erfiðara. „Til dæmis er vöntun á mörgum tækjum og tólum sem gaman væri að vinna með sem og oft höfum við átt erfitt að finna réttu manneskjuna í allskyns sérverkefni með okkur. Sérfræðinga í allskyns þróanir og þess háttar. Ég hef til dæmis lengi verið mjög áhugasöm um að fá til Íslands öflugan frostþurrkara,“ segir Rakel og bætir því við að ef hún ætti nægt fjármagn myndi hún fjárfesta í einum slíkum. Rakel segir að íslensk stjórnvöld þurfi að gera grænmetisbændum það auðveldara fyrir að framleiða meira grænmeti og koma á móts við grænmetisbændur til að það geti orðið að veruleika. Aðsend mynd Nýsköpun segir Rakel vera mjög mikilvæga fyrir íslenskt samfélag og þá sérstaklega fyrir komandi kynslóðir. Hún segir þjónustuna hér á landi þurfa að vera á samkeppnishæfu verði og að Íslendingar þurfi að þróast í þátt átt að verða sjálfbærari. Ég tel sem dæmi að við gætum framleitt mun meira af grænmeti og boðið upp á fjölbreyttara úrval hér á landi með nýjum aðferðum. Stjórnvöld þurfa að gera grænmetisbændum kleift að gera það, til dæmis með meira jafnvægi til þeirra í beingreiðslum og niðurgreiðslur á rafmagni. Fleiri aðgerðir nauðsynlegar Mikil vitundarvakning almennings undanfarin ár segir Rakel vera mikið gleðiefni en hún vilji þó sjá fleiri aðgerðir í kjölfarið. „Það hefur orðið mikil umræða og vitundarvakning sem er frábær og má meðal annars þakka þar fjölmiðlum. En ég hefði viljað sjá mun fleiri aðgerðir í kjölfarið. Við ættum að geta verið komin miklu lengra á ýmsum sviðum sem tengjast samfélagslegri ábyrgð.“ Í þessu samhengi nefnir Rakel umhverfismál, fordóma og viðmót okkar til fólks sem kemur hingað til lands að vinna. Það er margt mjög alvarlegt í gangi á Íslandi sem mér þykir afar leitt að sjá. „Ef ég tala útfrá Verandi þá sjáum við mikla breytingu hjá ungu kynslóðinni sem oft er tengd við hina sænsku Gretu Thunberg. Þessi hópur er í dag á bilinu 15-25 ára. Þetta er sívaxandi hópur sem vill sjá breytingar og vill versla við fyrirtæki sem bjóða upp á vörur sem geta breytt heiminum. Við sjáum þau sem okkar markhóp innan fárra ára.“ Matarsóun er Rakel mjög hugleikin og segir hún neikvæð áhrif hennar á umhverfið vera meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir.Aðsend mynd Landsvæði sem fer undir ræktun á matvælum sem enda í ruslinu, jafnstórt Kína Matarsóun er Rakel mjög hugleikin og segir hún neikvæð áhrif hennar á umhverfið vera meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. „Það að sóa matvælum hefur rosalega neikvæð áhrif, að svo mörgu leyti. Að vera að aflífa lítil sæt lömb bara svo að þau endi í ruslinu er algjörlega galið. Staðreyndin er sú að við erum að henda fáránlega miklu og ganga að óþörfu á auðlindir landsins. Það landsvæði sem fer undir ræktun á matvælum sem enda beint í ruslinu, er jafnstórt Kína. Það er í okkar höndum að breyta þessu.“ Framundan segir Rakel vera mikla vinnu í markaðsmálum og kynningarmálum fyrir Verandi en líkt og hjá mörgum öðrum fyrirtækjum hafi hægst mikið á starfseminni í kjölfar Covid-19. Við vorum komnar vel á veg með það að kynna vörurnar okkar á erlendum markaði og vorum í viðræðum við fjárfesta þegar Covid-19 skall á. Næstu skref hjá okkur eru því að taka upp þráðinn með erlendum dreifingaraðilum og fjárfestum. Verandi hefur undanfarið verið að þróa nýjar vörur og segist Rakel vera mjög ánægða með útkomuna. „Við fengum úrtakshóp til þess að prófa vörurnar fyrir okkur á þróunarstigi og var einróma álit þeirra að vörurnar væru mjög góðar. Við erum því mjög ánægðar og stefnum nú að því að fylgja þeim vel eftir,“ segir Rakel. Umhverfismálin segir Rakel vera eitt heitasta og nauðsynlegasta umræðuefnið í dag og neytendur sífellt að kalla eftir vörum sem þeir geti treyst og eru framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi. „Bæði neytendur og stjórnvöld vilja sjá mun meira af nýsköpun í framleiðslu á vörum og er snyrtivörumarkaðurinn er þar alls ekki undanskilinn,“ segir Rakel að lokum. Rakl starfar einnig sem framkvæmdarstjóri Vesturports og hér er hún ásamt eiginmanni sínum Birni Hlyni leikara. Aðsend mynd
Umhverfismál Tengdar fréttir Út með óþarfa plast Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, skrifar um frumvarp hans sem gengur út á að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. 9. maí 2020 08:30 Metfjöldi í umsóknum í Hönnunarsjóð í ár og kraumandi sköpunarkraftur Óskað var eftir styrkjum fyrir 237 milljónir úr Hönnunarsjóð í ár en sjóðurinn mun veita 20 milljónir. 20. apríl 2020 09:30 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Út með óþarfa plast Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, skrifar um frumvarp hans sem gengur út á að draga úr áhrifum tiltekinna plastvara á umhverfið. 9. maí 2020 08:30
Metfjöldi í umsóknum í Hönnunarsjóð í ár og kraumandi sköpunarkraftur Óskað var eftir styrkjum fyrir 237 milljónir úr Hönnunarsjóð í ár en sjóðurinn mun veita 20 milljónir. 20. apríl 2020 09:30