Skírðu drenginn í höfuðið á þríeykinu Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2020 16:15 Víðir Þór Almarsson virðist nokkuð sáttur með nafnið. Aðsend/Vilhelm Lítill drengur í Stykkishólmi fékk nafnið sitt um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að drengurinn var skírður í höfðuð á þekktasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Drengurinn fékk nafnið Víðir Þór Almarsson og var skírður í gær. Hann kom í heiminn 21. maí og voru því síðustu vikur og mánuðir meðgöngunnar nokkuð litaðir af kórónuveirufaraldrinum og daglegum upplýsingafundum. Víðir, Þórólfur og Alma voru daglegir gestir á sjónvarpsskjám landsmanna síðustu vikurnar áður en Víðir Þór Almarsson kom í heiminn.Vísir/Vilhelm Almar Þór Jónsson, faðir drengsins, segir nafnið upprunalega hafa komið upp sem grín eftir að hann og móðir Víðis, Kristín Vigdís, eyddu síðustu vikum meðgöngunnar í sóttkví. „Ég sagði þetta í gríni við mömmu mína við kaffiborðið. Hún tók svo vel í þetta og svo fór okkur að lítast betur á þetta nafn þegar leið á. Það var svo erfitt að finna nafn og svo fannst okkur þetta bara fullkomið,“ segir Almar. Augljós líkindi eru með nafni Almars og Ölmu landlæknis og því var hægt að heiðra hvern einasta meðlim þríeykisins. „Ég heiti náttúrulega Almar þannig við gátum gert þetta. Þá er líka alltaf einhver saga á bak við nafnið. Þetta er líka fínt nafn – þetta er ekkert ónefni.“ Hann segir nafnið fara Víði Þór vel og tóku ættingjar og vinir vel í nafnið þó það hafi uppskorið einhvern hlátur, enda þríeykið landsþekkt. Víðis-nafnið fari honum sérstaklega vel að sögn Almars. „Hann er algjör Víðir. Traustvekjandi og flottur. Algjör sjarmör.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mannanöfn Tengdar fréttir Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Lítill drengur í Stykkishólmi fékk nafnið sitt um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að drengurinn var skírður í höfðuð á þekktasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Drengurinn fékk nafnið Víðir Þór Almarsson og var skírður í gær. Hann kom í heiminn 21. maí og voru því síðustu vikur og mánuðir meðgöngunnar nokkuð litaðir af kórónuveirufaraldrinum og daglegum upplýsingafundum. Víðir, Þórólfur og Alma voru daglegir gestir á sjónvarpsskjám landsmanna síðustu vikurnar áður en Víðir Þór Almarsson kom í heiminn.Vísir/Vilhelm Almar Þór Jónsson, faðir drengsins, segir nafnið upprunalega hafa komið upp sem grín eftir að hann og móðir Víðis, Kristín Vigdís, eyddu síðustu vikum meðgöngunnar í sóttkví. „Ég sagði þetta í gríni við mömmu mína við kaffiborðið. Hún tók svo vel í þetta og svo fór okkur að lítast betur á þetta nafn þegar leið á. Það var svo erfitt að finna nafn og svo fannst okkur þetta bara fullkomið,“ segir Almar. Augljós líkindi eru með nafni Almars og Ölmu landlæknis og því var hægt að heiðra hvern einasta meðlim þríeykisins. „Ég heiti náttúrulega Almar þannig við gátum gert þetta. Þá er líka alltaf einhver saga á bak við nafnið. Þetta er líka fínt nafn – þetta er ekkert ónefni.“ Hann segir nafnið fara Víði Þór vel og tóku ættingjar og vinir vel í nafnið þó það hafi uppskorið einhvern hlátur, enda þríeykið landsþekkt. Víðis-nafnið fari honum sérstaklega vel að sögn Almars. „Hann er algjör Víðir. Traustvekjandi og flottur. Algjör sjarmör.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mannanöfn Tengdar fréttir Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Hinir nýbökuðu foreldrar, Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson, ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. 21. mars 2020 22:00