Stálu bíl og þóttust vera í fjöruferð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 16:48 Lögreglan á Vestfjörðum hefur átt annasama viku. Vísir/Vilhelm Undanfarin vika hefur verið annasöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum en síðastliðinn mánudag aðstoðaði lögreglan við leit að fólki sem var í botni Veiðileysufjarðar á leið til Hornvíkur. Neyðarskilaboð bárust um að tveir aðilar væru týndir í þoku en hefðu tjald og mat til eins dags. Síðar var tilkynnt að landvörður hefði komið til móts við fólkið og aðstoðað það við að komast heilu og höldnu til Hornvíkur. Síðar sama dag tilkynnti ökumaður að hjólhýsi hans hefði fokið á hliðina á Gilsfjarðarbrú og lokaði í kjölfarið umferð um brúna. Engin slys urðu á fólki en kalla þurfti kranabíl til við að opna aftur fyrir umferð. Þá kviknaði í sófa í heimahúsi á Ísafirði sama kvöld og var eldurinn farinn að læsa sig í klæðningu hússins. Nágranni var fljótur að bregðast við og var byrjaður að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar lögreglu bar að garði sem tók við slökkvistarfi. Talið er að sígarettuglóð hafi kveikt eldinn. Þá var tilkynnt um slasaðan göngumann á Sellátranesi í Vesturbyggð á föstudag. Eldri kona hafði snúið sig á ökkla og talið er að hún gæti hafa brotnað. Björgunarsveitir og sjúkralið komu henni til aðstoðar. Aðfaranótt laugardags missti ökumaður stjórn á bifreið við Látur í Ísafjarðardjúpi. Bifreiðin rann út af veginum en enginn slasaðist þó að alvarlegt tjón hafi orðið á bifreiðinni. Aðfaranótt sunnudags var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út þar sem óttast var um afdrif göngumanns við Rekavík, sem var á leið úr Hornvík til Hlöðuvíkur. Tveir lögreglumenn fóru með þyrlunni til að leita að göngumanninum og fannst maðurinn heill á húfi í Hlöðuvík. Þá varð bílvelta í gær við ánna Pennu í Vatnsfirði og hafnaði bifreiðin á hvolfi. Ökumaðurinn, karlmaður á áttræðisaldri, var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hann var með áverka á baki og mjöðm. Tveir menn voru handteknir í gærmorgun vegna gruns um stuld á bifreið og ölvunarakstur á Tálknafjarðarvegi. Þeir höfðu tekið bifreið í eigu félaga þeirra án leyfis og ekið henni burt. Þegar þeir komu auga á lögregluna stöðvuðu þeir bílinn og reyndu að hlaupa í burtu en þegar lögregla náði tali af þeim sögðust þeir hafa verið í fjöruferð. Lögreglustjóra barst þá kæra frá Umhverfisstofnun vegna utanvegaaksturs á Dynjandisheiði og er málið nú í sektarferli. Lögreglumál Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Sjá meira
Undanfarin vika hefur verið annasöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum en síðastliðinn mánudag aðstoðaði lögreglan við leit að fólki sem var í botni Veiðileysufjarðar á leið til Hornvíkur. Neyðarskilaboð bárust um að tveir aðilar væru týndir í þoku en hefðu tjald og mat til eins dags. Síðar var tilkynnt að landvörður hefði komið til móts við fólkið og aðstoðað það við að komast heilu og höldnu til Hornvíkur. Síðar sama dag tilkynnti ökumaður að hjólhýsi hans hefði fokið á hliðina á Gilsfjarðarbrú og lokaði í kjölfarið umferð um brúna. Engin slys urðu á fólki en kalla þurfti kranabíl til við að opna aftur fyrir umferð. Þá kviknaði í sófa í heimahúsi á Ísafirði sama kvöld og var eldurinn farinn að læsa sig í klæðningu hússins. Nágranni var fljótur að bregðast við og var byrjaður að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar lögreglu bar að garði sem tók við slökkvistarfi. Talið er að sígarettuglóð hafi kveikt eldinn. Þá var tilkynnt um slasaðan göngumann á Sellátranesi í Vesturbyggð á föstudag. Eldri kona hafði snúið sig á ökkla og talið er að hún gæti hafa brotnað. Björgunarsveitir og sjúkralið komu henni til aðstoðar. Aðfaranótt laugardags missti ökumaður stjórn á bifreið við Látur í Ísafjarðardjúpi. Bifreiðin rann út af veginum en enginn slasaðist þó að alvarlegt tjón hafi orðið á bifreiðinni. Aðfaranótt sunnudags var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út þar sem óttast var um afdrif göngumanns við Rekavík, sem var á leið úr Hornvík til Hlöðuvíkur. Tveir lögreglumenn fóru með þyrlunni til að leita að göngumanninum og fannst maðurinn heill á húfi í Hlöðuvík. Þá varð bílvelta í gær við ánna Pennu í Vatnsfirði og hafnaði bifreiðin á hvolfi. Ökumaðurinn, karlmaður á áttræðisaldri, var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hann var með áverka á baki og mjöðm. Tveir menn voru handteknir í gærmorgun vegna gruns um stuld á bifreið og ölvunarakstur á Tálknafjarðarvegi. Þeir höfðu tekið bifreið í eigu félaga þeirra án leyfis og ekið henni burt. Þegar þeir komu auga á lögregluna stöðvuðu þeir bílinn og reyndu að hlaupa í burtu en þegar lögregla náði tali af þeim sögðust þeir hafa verið í fjöruferð. Lögreglustjóra barst þá kæra frá Umhverfisstofnun vegna utanvegaaksturs á Dynjandisheiði og er málið nú í sektarferli.
Lögreglumál Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Sjá meira