Aldrei spurning eftir að Olympiacos kom inn í myndina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2020 14:25 Ögmundur á eftir að leika tvo leiki með AEL Larissa áður en hann fer til Olympiacos. getty/Nicolas Economou Grikklandsmeistarar Olympiacos gengu í dag frá kaupunum á markverðinum Ögmundi Kristinssyni frá AEL Larissa. Hann lék með Larissa í tvö ár og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu með liðinu. „Þetta er búið að eiga sér smá aðdraganda. Ég hef heyrt af áhuga þeirra í einhvern tíma og það er gott að þetta gekk eftir,“ sagði Ögmundur í samtali við Vísi í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Olympiacos. Markvörðurinn er á leið til risa félags sem er það langsigursælasta í grískum fótbolta með 45 meistaratitla og 27 bikartitla. Þá er Olympiacos fastagestur í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er mjög stórt skref upp á við og viðurkenning fyrir það hversu vel hefur gengið hjá mér í Grikklandi. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Ögmundur. Hann hafði úr nokkrum kostum að velja en Olympiacos heillaði mest. Það hefur verið mikið um þreifingar og áhuga en ekkert sem ég velti mikið fyrir mér eftir að ég heyrði af áhuga Olympiacos. Þá vissi ég alveg hvert ég vildi fara. Þetta er það stórt félag með stóra sögu. Þeir leikmenn sem ég hef talað við um Olympiacos tala mjög vel um félagið. Jafnaldri hans og félagi í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, lék sem lánsmaður með Olympiacos fyrri hluta tímabilsins 2015-16. Hann skoraði m.a. eftirminnilegt sigurmark fyrir Olympiacos gegn Arsenal í Meistaradeildinni. „Við þekkjumst vel og ég heyrði aðeins í honum og spurði hann álits. Hann talaði mjög vel um félagið og allt í kringum það,“ sagði Ögmundur. Hann hlakkar til að spila með Olympiacos á stærsta sviðinu. „Auðvitað, þetta er lið sem er alltaf í Evrópukeppni. Það spilaði inn í ákvörðunina og eitthvað sem mig langaði að gera. Það er mjög spennandi.“ Ögmundur hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2014.getty/Nicolas Economou Eftir að hafa leikið í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi færði Ögmundur sig um set til Grikklands 2018 þar sem honum hefur gengið allt í haginn. „Þetta var greinilega heillaskref. Ég sé ekki eftir þessu í dag. Planið var að stimpla mig inn á þessum tveimur árum og vonandi komast í stærra lið. Og það gekk eftir,“ sagði markvörðurinn. Portúgalinn José Sá hefur varið mark Olympiacos undanfarin tvö ár. Svo gæti farið að Ögmundi tæki við markvarðarstöðunni hjá grísku meisturunum af honum. „Markvörðurinn þeirra, sem hefur staðið sig frábærlega, hefur verið orðaður við hin og þessi lið og þeir þá að taka mig í staðinn. Ef það gerist hlýtur maður að fá tækifæri. En þetta er Olympiacos þannig ég geri ráð fyrir því að það verði samkeppni þarna,“ sagði Ögmundur. Tímabilið í Grikklandi stendur enn yfir og Ögmundur klárar það með Larissa. Liðið á tvo leiki eftir, gegn Lamia 11. júlí og Xanthi viku seinna. Ögmundur segir ekki ljóst hvenær tímabilið 2020-21 hefst og þá flæki það málin að Olympiacos sé enn í Evrópudeildinni. Henni lýkur í ágúst en Ögmundur á ekki von á því að mega spila með Olympiacos þar. Ögmundur á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm Að sögn Ögmundar var ákvörðunin um að fara til Olympiacos ekki tekin með það í huga að auka möguleika hans á að verða aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. „Ég get ekki sagt að það hafi spilað inn í ákvörðunina að fara til Olympiacos. Ég fór bara í Olympiacos því það er risa félag sem sýndi mér áhuga og bauð mér góðan samning. En klárlega eykur þetta möguleika mína í landsliðinu en það verður að koma í ljós,“ sagði Ögmundur að endingu. Fótbolti Grikkland Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Grikklandsmeistarar Olympiacos gengu í dag frá kaupunum á markverðinum Ögmundi Kristinssyni frá AEL Larissa. Hann lék með Larissa í tvö ár og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu með liðinu. „Þetta er búið að eiga sér smá aðdraganda. Ég hef heyrt af áhuga þeirra í einhvern tíma og það er gott að þetta gekk eftir,“ sagði Ögmundur í samtali við Vísi í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Olympiacos. Markvörðurinn er á leið til risa félags sem er það langsigursælasta í grískum fótbolta með 45 meistaratitla og 27 bikartitla. Þá er Olympiacos fastagestur í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er mjög stórt skref upp á við og viðurkenning fyrir það hversu vel hefur gengið hjá mér í Grikklandi. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Ögmundur. Hann hafði úr nokkrum kostum að velja en Olympiacos heillaði mest. Það hefur verið mikið um þreifingar og áhuga en ekkert sem ég velti mikið fyrir mér eftir að ég heyrði af áhuga Olympiacos. Þá vissi ég alveg hvert ég vildi fara. Þetta er það stórt félag með stóra sögu. Þeir leikmenn sem ég hef talað við um Olympiacos tala mjög vel um félagið. Jafnaldri hans og félagi í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, lék sem lánsmaður með Olympiacos fyrri hluta tímabilsins 2015-16. Hann skoraði m.a. eftirminnilegt sigurmark fyrir Olympiacos gegn Arsenal í Meistaradeildinni. „Við þekkjumst vel og ég heyrði aðeins í honum og spurði hann álits. Hann talaði mjög vel um félagið og allt í kringum það,“ sagði Ögmundur. Hann hlakkar til að spila með Olympiacos á stærsta sviðinu. „Auðvitað, þetta er lið sem er alltaf í Evrópukeppni. Það spilaði inn í ákvörðunina og eitthvað sem mig langaði að gera. Það er mjög spennandi.“ Ögmundur hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2014.getty/Nicolas Economou Eftir að hafa leikið í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi færði Ögmundur sig um set til Grikklands 2018 þar sem honum hefur gengið allt í haginn. „Þetta var greinilega heillaskref. Ég sé ekki eftir þessu í dag. Planið var að stimpla mig inn á þessum tveimur árum og vonandi komast í stærra lið. Og það gekk eftir,“ sagði markvörðurinn. Portúgalinn José Sá hefur varið mark Olympiacos undanfarin tvö ár. Svo gæti farið að Ögmundi tæki við markvarðarstöðunni hjá grísku meisturunum af honum. „Markvörðurinn þeirra, sem hefur staðið sig frábærlega, hefur verið orðaður við hin og þessi lið og þeir þá að taka mig í staðinn. Ef það gerist hlýtur maður að fá tækifæri. En þetta er Olympiacos þannig ég geri ráð fyrir því að það verði samkeppni þarna,“ sagði Ögmundur. Tímabilið í Grikklandi stendur enn yfir og Ögmundur klárar það með Larissa. Liðið á tvo leiki eftir, gegn Lamia 11. júlí og Xanthi viku seinna. Ögmundur segir ekki ljóst hvenær tímabilið 2020-21 hefst og þá flæki það málin að Olympiacos sé enn í Evrópudeildinni. Henni lýkur í ágúst en Ögmundur á ekki von á því að mega spila með Olympiacos þar. Ögmundur á landsliðsæfingu.vísir/vilhelm Að sögn Ögmundar var ákvörðunin um að fara til Olympiacos ekki tekin með það í huga að auka möguleika hans á að verða aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. „Ég get ekki sagt að það hafi spilað inn í ákvörðunina að fara til Olympiacos. Ég fór bara í Olympiacos því það er risa félag sem sýndi mér áhuga og bauð mér góðan samning. En klárlega eykur þetta möguleika mína í landsliðinu en það verður að koma í ljós,“ sagði Ögmundur að endingu.
Fótbolti Grikkland Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu