Gæti þurft að takmarka fjölda farþega Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2020 19:21 Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð. Til greina kemur að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum. Þá getur brotthvarf Íslenskrar erfðagreiningar orðið til þess að takmarka verði komu farþega til landsins. Grafík/HÞ Um nítjánhundruð manns komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í gær og voru tekin sýni úr um þrettánhundruð þeirra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að einn hafi greindst með virkt smit en tveir bíði niðurstaðna mótefnamælingar. Frá 15 júní hafi um 32 þúsund farþegar komið til landsins og sýni tekin úr um 24 þúsund þeirra. Tíu hafi greinst með virkt smit og 40 með eldra smit sem menn hafa ekki áhyggjur af. Þá hafi enginn smitast hér innanlands undanfarna fimm daga. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller mæta til fréttamannafundar í dag.Stöð 2/Baldur „Þannig að ég held að það sé hægt að fullyrða að það sé lítið smit til staðar í íslensku samfélagi. Smithættan hér innanlands tengist aðallega smiti frá fólki sem er að koma hingað til lands. Einkum þeim sem hafa mikið tengslanet hér innanlands,“ segir Þórólfur. Hann þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir ómetanlegt framlag við sýnatökur, mótefnamælingar og rannsóknir en fyrirtækið hafi óvænt sagt sig frá verkefninu frá og með næsta mánudegi. Engu að síður sé þörf á að halda sýnatöku áfram út júlí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að nú þegar séu takmarkanir á þeim fjölda sem getur komið hingað til lands á degi hverjum að ósk sóttvarnalæknis. „Það verður bara að endurskoða það í ljósi þess hver afkastagetan verður þegar fram í sækir.“ Þannig að það getur jafnvel gerst í lok þessa mánaðar eða byrjun ágúst að flugfélögin fái ekki að flytja þann fjölda til landsins sem þau vilja? „Það er takmörkun á vellinum í dag við 1.950 farþega á sólarhring. Það gæti verið framlengt en það gæti líka breyst,“ segir Víðir. „Síðan þegar þetta verkefni verður gert upp í lok júlí verður eins og við komum inn á áðan hægt að meta það hvort það sé hægt að sleppa farþegum frá ákveðnum svæðum eða löndum að koma inn. Það virkar þá sem aukning á farþega hingað til lands,“ bætti Þórólfur við. En ef smit fari aftur að gera vart við sig gæti þurft að stíga skref til baka. Alma Möller landlæknir segir löngu búið að ákveða styrkja sýkla og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum. En það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þannig að þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna að það er ekki von á því fyrr en í október,“ segir Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld vilja halda sýnatöku við landamærin út þennan mánuð. Til greina kemur að hætta að skima ferðamenn frá fleiri löndum en Grænlandi og Færeyjum. Þá getur brotthvarf Íslenskrar erfðagreiningar orðið til þess að takmarka verði komu farþega til landsins. Grafík/HÞ Um nítjánhundruð manns komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í gær og voru tekin sýni úr um þrettánhundruð þeirra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að einn hafi greindst með virkt smit en tveir bíði niðurstaðna mótefnamælingar. Frá 15 júní hafi um 32 þúsund farþegar komið til landsins og sýni tekin úr um 24 þúsund þeirra. Tíu hafi greinst með virkt smit og 40 með eldra smit sem menn hafa ekki áhyggjur af. Þá hafi enginn smitast hér innanlands undanfarna fimm daga. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller mæta til fréttamannafundar í dag.Stöð 2/Baldur „Þannig að ég held að það sé hægt að fullyrða að það sé lítið smit til staðar í íslensku samfélagi. Smithættan hér innanlands tengist aðallega smiti frá fólki sem er að koma hingað til lands. Einkum þeim sem hafa mikið tengslanet hér innanlands,“ segir Þórólfur. Hann þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir ómetanlegt framlag við sýnatökur, mótefnamælingar og rannsóknir en fyrirtækið hafi óvænt sagt sig frá verkefninu frá og með næsta mánudegi. Engu að síður sé þörf á að halda sýnatöku áfram út júlí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að nú þegar séu takmarkanir á þeim fjölda sem getur komið hingað til lands á degi hverjum að ósk sóttvarnalæknis. „Það verður bara að endurskoða það í ljósi þess hver afkastagetan verður þegar fram í sækir.“ Þannig að það getur jafnvel gerst í lok þessa mánaðar eða byrjun ágúst að flugfélögin fái ekki að flytja þann fjölda til landsins sem þau vilja? „Það er takmörkun á vellinum í dag við 1.950 farþega á sólarhring. Það gæti verið framlengt en það gæti líka breyst,“ segir Víðir. „Síðan þegar þetta verkefni verður gert upp í lok júlí verður eins og við komum inn á áðan hægt að meta það hvort það sé hægt að sleppa farþegum frá ákveðnum svæðum eða löndum að koma inn. Það virkar þá sem aukning á farþega hingað til lands,“ bætti Þórólfur við. En ef smit fari aftur að gera vart við sig gæti þurft að stíga skref til baka. Alma Möller landlæknir segir löngu búið að ákveða styrkja sýkla og veirufræðideild Landspítalans. „Vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum. En það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þannig að þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna að það er ekki von á því fyrr en í október,“ segir Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11 Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12 Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Sjá meira
WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. 7. júlí 2020 18:11
Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða. 7. júlí 2020 15:12
Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. 7. júlí 2020 14:52