Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2024 12:02 Unnið er að því að hreinsa frá niðurföllum í Ísafjarðarbæ. vísir/vilhelm Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við Dýrafjarðargöng, í Hestfirði, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð. Sömuleiðis hefur vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Pollurinn brúnn Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir veðrið nokkuð slæmt. „Ég er í miðbæ Ísafjarðar og horfi hér út á pollinn sem er úfinn í þessari sunnanátt, það er mikil slagveðursrigning og talsvert mikill vindur.“ Er mikið vatn á götum? „Nei það nær að flæða burt að mestu en ég sé að akkúrat fyrir utan gluggann hjá mér eru starfsmenn áhaldahússins að losa lauf úr niðurföllum þannig þeir hafa væntanlega haft í nógu að snúast. Ég sé að pollurinn er hálf brúnn vegna leysingavatns og kannski skriðufalla sem hafa verið í fjöllunum fyrir ofan og það hvín í húsinu, þetta er dálítið veður.“ Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.Aðsend Fyllt á flöskur Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. „Ég var á kaffihúsi í morgun og þar kom inn maður sem var með fullt fangið af flöskum og vildi fá að fylla á því það var búið að loka fyrir neysluvatnið á Flateyri þar sem hann svaf um nóttina.“ Vatnið drullugt Þá eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir vatnið í bænum drullugt og mögulega óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.Vísir/Vilhelm Enn skriðuhætta Unnur Blær A. Bartsch, vakthafandi skriðusérfræðingur á Veðurstofunni segir að minnst sjö skriður hafi fallið frá því í nótt og nokkur grjóthrun. „Við teljum að hættan sé ekki afstaðin, það á eftir að rigna meira i dag og eitthvað fram yfir hádegið. Það er bara fyrst núna sem það er að birta aðeins til og við getum sent fólk af stað og fengið myndir af skriðunum sem féllu í nótt.“ Og bætir við að skriður hafi hvergi fallið í byggð og enginn slasast. Rólegu veðri er spáð á morgun og miðvikudag en á fimmtudag fer aftur að rigna á svæðunum. Unnur hvetur íbúa á Vestfjörðum til að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum á vef Vegagerðarinnar. „Og að fólk sé ekkert endilega á ferðinni á vegum á Vestfjörðum að óþörfu.“ Bolungarvík Vatn Ísafjarðarbær Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Fjöldi skriða féll á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við Dýrafjarðargöng, í Hestfirði, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð. Sömuleiðis hefur vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Pollurinn brúnn Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir veðrið nokkuð slæmt. „Ég er í miðbæ Ísafjarðar og horfi hér út á pollinn sem er úfinn í þessari sunnanátt, það er mikil slagveðursrigning og talsvert mikill vindur.“ Er mikið vatn á götum? „Nei það nær að flæða burt að mestu en ég sé að akkúrat fyrir utan gluggann hjá mér eru starfsmenn áhaldahússins að losa lauf úr niðurföllum þannig þeir hafa væntanlega haft í nógu að snúast. Ég sé að pollurinn er hálf brúnn vegna leysingavatns og kannski skriðufalla sem hafa verið í fjöllunum fyrir ofan og það hvín í húsinu, þetta er dálítið veður.“ Gylfi Ólafsson er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.Aðsend Fyllt á flöskur Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. Á vef Ísafjarðarbæjar segir að óvíst sé hvenær hægt verði að opna fyrir vatnið á ný en íbúar verði látnir vita. „Ég var á kaffihúsi í morgun og þar kom inn maður sem var með fullt fangið af flöskum og vildi fá að fylla á því það var búið að loka fyrir neysluvatnið á Flateyri þar sem hann svaf um nóttina.“ Vatnið drullugt Þá eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir vatnið í bænum drullugt og mögulega óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.Vísir/Vilhelm Enn skriðuhætta Unnur Blær A. Bartsch, vakthafandi skriðusérfræðingur á Veðurstofunni segir að minnst sjö skriður hafi fallið frá því í nótt og nokkur grjóthrun. „Við teljum að hættan sé ekki afstaðin, það á eftir að rigna meira i dag og eitthvað fram yfir hádegið. Það er bara fyrst núna sem það er að birta aðeins til og við getum sent fólk af stað og fengið myndir af skriðunum sem féllu í nótt.“ Og bætir við að skriður hafi hvergi fallið í byggð og enginn slasast. Rólegu veðri er spáð á morgun og miðvikudag en á fimmtudag fer aftur að rigna á svæðunum. Unnur hvetur íbúa á Vestfjörðum til að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum á vef Vegagerðarinnar. „Og að fólk sé ekkert endilega á ferðinni á vegum á Vestfjörðum að óþörfu.“
Bolungarvík Vatn Ísafjarðarbær Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira