Landspítalinn ætti að ráða við verkefnið Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2020 19:20 Sýkla og veirufræðideild Landspítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Sýkla og veirurannsóknadeild Landspítalans er í handónýtu húsi við Ármúla. Segja má að þar séu syndir fortíðarinnar í lélegu viðhaldi opinberra bygginga. Allt álagið við greiningu sína af Keflavíkurflugvelli færist þangað eftir að Íslensk erfðagreining hefur sagt sig frá málinu. Ástæðan er einfaldlega sú að fyrirtækið þarf að fara að sinna sínum hefðbundnu verkefnum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að nú ráði deildin við greiningu 500 sýna, þar af á bilinu tvö til þrjúhundruð frá farþegum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að spítalinn muni ná að anna greiningu sýna frá þeim fjölda ferðamanna sem nú koma til landsins með breyttum vinnubrögðum.Stöð 2/Baldur „Þetta verkefni kemur til okkar skjótar en við áttum von á og það verður ekki auðvelt. En við ætlum okkur að leysa úr því þannig að við getum þá tekið við þessu hlutverki strax í byrjun næstu viku,“ segir Páll. Það verður gert með því að sameina tíu til 30 sýni og endurskoða hvert og eitt þeirra einungis ef hópsýni mælist jákvætt. Hins vegar hefur Kári Stefánsson hvatt til þess að sett verði á stofn Sóttvarnarstofnun. „Mér finnst sóttvarnalæknir hjá embætti Landlæknis hafa staðið mjög vel að því verki. Hins vegar finnst mér vel athugandi að skoða eitthvað slíkt en það tekur bara tíma að gera það,“ segir Páll. Sýkla og veirufræðideildin er nú í hripleku húsnæði og verður ekki endanlega kominn í nýjar og betri aðstæður fyrr en rannsóknarhús rís á landspítalalóð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur í gær og í dag fundaði með þríeykinu og forstjóra Landspítalans vegna stöðunnar. „Það var auðvitað ætlunin að sýkla og veirufræðideildin tæki við þessu verkefni. Þau munu núna flýta sínum áætlunum enda forgangsmál að þetta geti gengið snuðrulaust fyrir sig. Þannig að þau munu taka við verkefninu fyrr en áætlað var. Fleiri aðilar munu koma að. Þá höfum við sérstaklega verið að horfa til færeyskrar greiningaraðila varðndi komur Norrænu hingað til lands,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Sýkla og veirufræðideild Landspítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Sýkla og veirurannsóknadeild Landspítalans er í handónýtu húsi við Ármúla. Segja má að þar séu syndir fortíðarinnar í lélegu viðhaldi opinberra bygginga. Allt álagið við greiningu sína af Keflavíkurflugvelli færist þangað eftir að Íslensk erfðagreining hefur sagt sig frá málinu. Ástæðan er einfaldlega sú að fyrirtækið þarf að fara að sinna sínum hefðbundnu verkefnum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að nú ráði deildin við greiningu 500 sýna, þar af á bilinu tvö til þrjúhundruð frá farþegum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að spítalinn muni ná að anna greiningu sýna frá þeim fjölda ferðamanna sem nú koma til landsins með breyttum vinnubrögðum.Stöð 2/Baldur „Þetta verkefni kemur til okkar skjótar en við áttum von á og það verður ekki auðvelt. En við ætlum okkur að leysa úr því þannig að við getum þá tekið við þessu hlutverki strax í byrjun næstu viku,“ segir Páll. Það verður gert með því að sameina tíu til 30 sýni og endurskoða hvert og eitt þeirra einungis ef hópsýni mælist jákvætt. Hins vegar hefur Kári Stefánsson hvatt til þess að sett verði á stofn Sóttvarnarstofnun. „Mér finnst sóttvarnalæknir hjá embætti Landlæknis hafa staðið mjög vel að því verki. Hins vegar finnst mér vel athugandi að skoða eitthvað slíkt en það tekur bara tíma að gera það,“ segir Páll. Sýkla og veirufræðideildin er nú í hripleku húsnæði og verður ekki endanlega kominn í nýjar og betri aðstæður fyrr en rannsóknarhús rís á landspítalalóð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur í gær og í dag fundaði með þríeykinu og forstjóra Landspítalans vegna stöðunnar. „Það var auðvitað ætlunin að sýkla og veirufræðideildin tæki við þessu verkefni. Þau munu núna flýta sínum áætlunum enda forgangsmál að þetta geti gengið snuðrulaust fyrir sig. Þannig að þau munu taka við verkefninu fyrr en áætlað var. Fleiri aðilar munu koma að. Þá höfum við sérstaklega verið að horfa til færeyskrar greiningaraðila varðndi komur Norrænu hingað til lands,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira