Landspítalinn ætti að ráða við verkefnið Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2020 19:20 Sýkla og veirufræðideild Landspítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Sýkla og veirurannsóknadeild Landspítalans er í handónýtu húsi við Ármúla. Segja má að þar séu syndir fortíðarinnar í lélegu viðhaldi opinberra bygginga. Allt álagið við greiningu sína af Keflavíkurflugvelli færist þangað eftir að Íslensk erfðagreining hefur sagt sig frá málinu. Ástæðan er einfaldlega sú að fyrirtækið þarf að fara að sinna sínum hefðbundnu verkefnum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að nú ráði deildin við greiningu 500 sýna, þar af á bilinu tvö til þrjúhundruð frá farþegum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að spítalinn muni ná að anna greiningu sýna frá þeim fjölda ferðamanna sem nú koma til landsins með breyttum vinnubrögðum.Stöð 2/Baldur „Þetta verkefni kemur til okkar skjótar en við áttum von á og það verður ekki auðvelt. En við ætlum okkur að leysa úr því þannig að við getum þá tekið við þessu hlutverki strax í byrjun næstu viku,“ segir Páll. Það verður gert með því að sameina tíu til 30 sýni og endurskoða hvert og eitt þeirra einungis ef hópsýni mælist jákvætt. Hins vegar hefur Kári Stefánsson hvatt til þess að sett verði á stofn Sóttvarnarstofnun. „Mér finnst sóttvarnalæknir hjá embætti Landlæknis hafa staðið mjög vel að því verki. Hins vegar finnst mér vel athugandi að skoða eitthvað slíkt en það tekur bara tíma að gera það,“ segir Páll. Sýkla og veirufræðideildin er nú í hripleku húsnæði og verður ekki endanlega kominn í nýjar og betri aðstæður fyrr en rannsóknarhús rís á landspítalalóð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur í gær og í dag fundaði með þríeykinu og forstjóra Landspítalans vegna stöðunnar. „Það var auðvitað ætlunin að sýkla og veirufræðideildin tæki við þessu verkefni. Þau munu núna flýta sínum áætlunum enda forgangsmál að þetta geti gengið snuðrulaust fyrir sig. Þannig að þau munu taka við verkefninu fyrr en áætlað var. Fleiri aðilar munu koma að. Þá höfum við sérstaklega verið að horfa til færeyskrar greiningaraðila varðndi komur Norrænu hingað til lands,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Sýkla og veirufræðideild Landspítalans ætti að ráða við að taka sýni úr þeim ferðamönnum sem koma daglega hingað til lands með breyttum vinnubrögðum. Sýkla og veirurannsóknadeild Landspítalans er í handónýtu húsi við Ármúla. Segja má að þar séu syndir fortíðarinnar í lélegu viðhaldi opinberra bygginga. Allt álagið við greiningu sína af Keflavíkurflugvelli færist þangað eftir að Íslensk erfðagreining hefur sagt sig frá málinu. Ástæðan er einfaldlega sú að fyrirtækið þarf að fara að sinna sínum hefðbundnu verkefnum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að nú ráði deildin við greiningu 500 sýna, þar af á bilinu tvö til þrjúhundruð frá farþegum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að spítalinn muni ná að anna greiningu sýna frá þeim fjölda ferðamanna sem nú koma til landsins með breyttum vinnubrögðum.Stöð 2/Baldur „Þetta verkefni kemur til okkar skjótar en við áttum von á og það verður ekki auðvelt. En við ætlum okkur að leysa úr því þannig að við getum þá tekið við þessu hlutverki strax í byrjun næstu viku,“ segir Páll. Það verður gert með því að sameina tíu til 30 sýni og endurskoða hvert og eitt þeirra einungis ef hópsýni mælist jákvætt. Hins vegar hefur Kári Stefánsson hvatt til þess að sett verði á stofn Sóttvarnarstofnun. „Mér finnst sóttvarnalæknir hjá embætti Landlæknis hafa staðið mjög vel að því verki. Hins vegar finnst mér vel athugandi að skoða eitthvað slíkt en það tekur bara tíma að gera það,“ segir Páll. Sýkla og veirufræðideildin er nú í hripleku húsnæði og verður ekki endanlega kominn í nýjar og betri aðstæður fyrr en rannsóknarhús rís á landspítalalóð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur í gær og í dag fundaði með þríeykinu og forstjóra Landspítalans vegna stöðunnar. „Það var auðvitað ætlunin að sýkla og veirufræðideildin tæki við þessu verkefni. Þau munu núna flýta sínum áætlunum enda forgangsmál að þetta geti gengið snuðrulaust fyrir sig. Þannig að þau munu taka við verkefninu fyrr en áætlað var. Fleiri aðilar munu koma að. Þá höfum við sérstaklega verið að horfa til færeyskrar greiningaraðila varðndi komur Norrænu hingað til lands,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira