Elín Metta um föðurmissinn og fyrirmyndirnar í boltanum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2020 07:30 Elín Metta Jensen hefur verið einn mesti markaskorari Íslandsmótsins undanfarin ár. vísir/vilhelm Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins og Íslandsmeistara Vals, var í ítarlegu viðtali í nýjasta tímariti 66 norður sem ber nafnið NORÐUR. Framherjinn magnaði fer um víðan völl í viðtalinu en hún rifjar m.a. upp sínar fyrstu stundir af fótboltavellinum. Hún segist hafa byrjað fimm ára en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fimmtán ára, árið 2010. „Ég var um fimm ára þegar ég byrjaði að æfa fótbolta. Ég var farinn aðeins fyrr að mæta á völlinn með pabba en svona fyrsta minningin mín af því að spila fótbolta var fyrsti leikurinn minn,“ sagði Elín Metta í viðtalinu. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera inni á vellinum og var mikið að taka handahlaup og í algjöru rugli úti við hliðarlínuna. Þegar maður fór að verða aðeins eldri þá fann maður sér fyrirmyndir. Maður heldur alltaf að það séu einhverjir töfrar á bakvið fyrirmyndirnar en svo kemst maður að því að þú ert bara að helga þig að einhverju og leggja ógeðslega mikla vinnu í það. Þú kemst ekki neitt nema þú ert með markmið og drauma. Þú verður að stefna eitthvert.“ Það er ekki bara fótboltinn sem á hug Elínar Mettu heldur stundar hún einnig nám við læknisfræði í Háskóla Íslands. Hún var að klára sitt annað ár í læknisfræðinni og hefur lengi haft áhuga á því starfi. „Ég er að læra læknisfræði og ég man þegar ég var yngri að mig langaði að verða læknir. Mér fannst eins og mínir hæfileikar og forvitnin mín myndu nýtast í læknisfræðinni. Ég tók þessa ákvörðun á þeim tíma sem pabbi minn var mjög veikur af krabbameini,“ sagði Elín sem missti pabba sinn fyrir tæpum fjórum árum síðan. „Jólin 2016 lést pabbi. Það fékk bara mig til að hugsa um lífið mitt og hvað mér fyndist vera þess virði að eyða tímanum mínum í. Ég veit að hann hefði verið mjög ánægður með þessa ákvörðun mína. Það er alltaf hægt að snúa slæmu ástandi upp í gott og mér fannst ég gera það þarna, þó að þetta hafi verið mjög erfiður tími í mínu lífi. Þetta var ljósið sem leiddi mig áfram. Eitthvað markmið sem ég hafði.“ Framherjinn í baráttunni við Ingibjörgu Valgeirsdóttur í opnunarleik Pepsi Max-deildar kvenna. Þar var Elín Metta auðvitað á skotskónum.vísir/daníel Framherjinn unar sér vel í fótboltanum en hún segir að margbreytilegt veður hafi ekki áhrif á hana. Það sést líka á tölfræðinni hennar en hún hefur skorað 118 mörk í 165 leikjum í meistaraflokki. „Um leið og maður er kominn með eitthvað sem maður finnur bara: „Vá, mig langar að gera þetta“, það drífur mann svo mikið áfram í öllu harkinu. Það verður alltaf vont veður á æfingu á Íslandi í janúar. Það bara fylgir þessu. Ég man einhvern tímann þurftum við að moka snjóinn af vellinum og þetta var 1. maí. Þjálfarinn var bara: „Út að moka!“ „Veðrið hérna er eitthvað fáránlegt. Ég hef spilað í láréttum vindi og rigningu. Ég man einu sinni að við vorum að spila á frekar slæmum velli og voru farnir að myndast pollar. Maður reyndi að sparka boltanum áfram en hann stoppaði bara í næsta polli svo gæðin í fótboltanum voru ekki upp á sitt besta. Þetta var svo gaman og þetta var svo mikil barátta. Svo geggjuð stemning.“ Hún segir íslenska hugarfarið magnað en hún hefur spilað 84 leiki í íslenska treyjunni, þar af 49 með íslenska A-landsliðinu. „Við erum oft að fara á móti straumnum. Sumarið er alveg yndislegt og bjart allan sólarhringinn en veturnir eru dimmir, kaldir, þungir og erfiðir. Þetta eru svo miklar sveiflur. Ég held að það hafi klárlega áhrif á það hvernig við hugsum og viðhorfið til lífsins. Ef þú pælir í því þá liggjum við í dvala yfir vetrarmánuðina og svo á vorin er eins og vonin vakni aftur hjá manni. Maður hefur alltaf þessa von,“ sagði Elín Metta. watch on YouTube Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins og Íslandsmeistara Vals, var í ítarlegu viðtali í nýjasta tímariti 66 norður sem ber nafnið NORÐUR. Framherjinn magnaði fer um víðan völl í viðtalinu en hún rifjar m.a. upp sínar fyrstu stundir af fótboltavellinum. Hún segist hafa byrjað fimm ára en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fimmtán ára, árið 2010. „Ég var um fimm ára þegar ég byrjaði að æfa fótbolta. Ég var farinn aðeins fyrr að mæta á völlinn með pabba en svona fyrsta minningin mín af því að spila fótbolta var fyrsti leikurinn minn,“ sagði Elín Metta í viðtalinu. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera inni á vellinum og var mikið að taka handahlaup og í algjöru rugli úti við hliðarlínuna. Þegar maður fór að verða aðeins eldri þá fann maður sér fyrirmyndir. Maður heldur alltaf að það séu einhverjir töfrar á bakvið fyrirmyndirnar en svo kemst maður að því að þú ert bara að helga þig að einhverju og leggja ógeðslega mikla vinnu í það. Þú kemst ekki neitt nema þú ert með markmið og drauma. Þú verður að stefna eitthvert.“ Það er ekki bara fótboltinn sem á hug Elínar Mettu heldur stundar hún einnig nám við læknisfræði í Háskóla Íslands. Hún var að klára sitt annað ár í læknisfræðinni og hefur lengi haft áhuga á því starfi. „Ég er að læra læknisfræði og ég man þegar ég var yngri að mig langaði að verða læknir. Mér fannst eins og mínir hæfileikar og forvitnin mín myndu nýtast í læknisfræðinni. Ég tók þessa ákvörðun á þeim tíma sem pabbi minn var mjög veikur af krabbameini,“ sagði Elín sem missti pabba sinn fyrir tæpum fjórum árum síðan. „Jólin 2016 lést pabbi. Það fékk bara mig til að hugsa um lífið mitt og hvað mér fyndist vera þess virði að eyða tímanum mínum í. Ég veit að hann hefði verið mjög ánægður með þessa ákvörðun mína. Það er alltaf hægt að snúa slæmu ástandi upp í gott og mér fannst ég gera það þarna, þó að þetta hafi verið mjög erfiður tími í mínu lífi. Þetta var ljósið sem leiddi mig áfram. Eitthvað markmið sem ég hafði.“ Framherjinn í baráttunni við Ingibjörgu Valgeirsdóttur í opnunarleik Pepsi Max-deildar kvenna. Þar var Elín Metta auðvitað á skotskónum.vísir/daníel Framherjinn unar sér vel í fótboltanum en hún segir að margbreytilegt veður hafi ekki áhrif á hana. Það sést líka á tölfræðinni hennar en hún hefur skorað 118 mörk í 165 leikjum í meistaraflokki. „Um leið og maður er kominn með eitthvað sem maður finnur bara: „Vá, mig langar að gera þetta“, það drífur mann svo mikið áfram í öllu harkinu. Það verður alltaf vont veður á æfingu á Íslandi í janúar. Það bara fylgir þessu. Ég man einhvern tímann þurftum við að moka snjóinn af vellinum og þetta var 1. maí. Þjálfarinn var bara: „Út að moka!“ „Veðrið hérna er eitthvað fáránlegt. Ég hef spilað í láréttum vindi og rigningu. Ég man einu sinni að við vorum að spila á frekar slæmum velli og voru farnir að myndast pollar. Maður reyndi að sparka boltanum áfram en hann stoppaði bara í næsta polli svo gæðin í fótboltanum voru ekki upp á sitt besta. Þetta var svo gaman og þetta var svo mikil barátta. Svo geggjuð stemning.“ Hún segir íslenska hugarfarið magnað en hún hefur spilað 84 leiki í íslenska treyjunni, þar af 49 með íslenska A-landsliðinu. „Við erum oft að fara á móti straumnum. Sumarið er alveg yndislegt og bjart allan sólarhringinn en veturnir eru dimmir, kaldir, þungir og erfiðir. Þetta eru svo miklar sveiflur. Ég held að það hafi klárlega áhrif á það hvernig við hugsum og viðhorfið til lífsins. Ef þú pælir í því þá liggjum við í dvala yfir vetrarmánuðina og svo á vorin er eins og vonin vakni aftur hjá manni. Maður hefur alltaf þessa von,“ sagði Elín Metta. watch on YouTube
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira