Valur

Fréttamynd

Fram - Valur 27-36 | Arnór í bana­stuði gegn meisturunum

Valur sótti sannfærandi níu marka sigur gegn Fram í Olís deild karla í handbolta. Lokatölur í Úlfarsárdalnum 27-36 fyrir Val. Valsmenn tóku leikinn í sínar hendur í miðjum fyrri hálfleik og keyrðu yfir Framara. Arnór Snær Óskarsson var í miklu stuði í kvöld og skoraði ellefu mörk fyrir Valsmenn. 

Handbolti
Fréttamynd

Kristófer Acox kallar sig glæpa­mann

Íslenski körfuboltamaðurinn Kristófer Acox hefur verið mikið í fréttum síðustu mánuði en aðallega vegna þess sem hann hefur gert utan vallar. Hann gerir þessa viðburðarríku mánuði upp á samfélagsmiðlum með stuttri en afar sérstakri yfirlýsingu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Fannst þetta verða svartara og svartara“

Arnór Snær Óskarsson er óvænt snúinn heim úr atvinnumennsku og spilar með Val í Olís-deild karla í handbolta í vetur. Hann flýr svartnætti í Noregi en hyggst þó ekki stoppa of stutt við hér heima.

Handbolti
Fréttamynd

„Getum verið fjandi góðir“

„Ég verð að segja að ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir 35 stiga sigur liðsins gegn Val í kvöld, 55-90.

Körfubolti
Fréttamynd

Túfa rekinn frá Val

Srdjan Tufedgzic, Túfa, þjálfara karlaliðs Vals, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Aðstoðarmenn hans hafa einnig lokið störfum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það er spurning fyrir stjórnina“

Valur tapaði í síðasta leik sínum á tímabilinu gegn Íslandsmeisturunum í Víkingi 2-0. Þjálfaramál Vals hafa verið á milli tannana á fólki síðustu daga og óljóst er hvort þetta hafi verið síðasti leikur Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals.

Sport