Enginn niðurskurður á heimsleikunum í ár Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2020 08:30 Dave Castro er vinsæll innan CrossFit. mynd/morningchalkup Dave Castro, framkvæmdarstjóri CrossFit, mætti á dögunum í hlaðvarpið Talking Elite Fitness þar sem hann ræddi m.a. um heimsleikana í ár sem og forkeppnina fyrir leikana sem honum finnst of flókin. Það verður mikið lagt upp úr hreinlæti á heimsleikunum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en þeim hefur verið seinkað fram í september hið fyrsta og skorið niður í einungis 30 karla og 30 konur. Castro greindi frá því í viðtalinu að keppendum yrði ferjað frá hótelinu á keppnisstað með öllum helstu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum, með fjarlægð á milli allra og fleira í þeim dúr. Hann segir einnig að hann vilji að keppendurnir á leikunum finni fyrir því hversu erfitt sé að keppa á leikunum og að það verði enginn niðurskurður eins og er venjulega eftir fyrstu dagana. „Í símtali með keppendunum sagði ég þeim að það yrði ekkert skorið niður, því ég vil að þau finni fyrir þessari helgi og sársaukanum,“ sagði Castro en niðurskurðurinn hefur verið umdeildur. Hann sagði að hann vissi ekki hvort að það yrði endanlegt að það yrði enginn niðurskurður en bætti við að honum litist betur á að hafa engan niðurskurð. Einnig ræddi framkvæmdastjórinn um forkeppnina sem hann segir að sé einfaldlega of flókin. „Ég held að við þurfum að hreinsa til í þessu og gera þetta einfaldara og skiljanlegra. Hreinna fyrir áhorfendur og keppendurna sjálfa. Hversu margar leiðir geturðu farið inn á leikana? Of marga.“ „Við erum að finna hraustustu konu og karl í heimi. Það á að vera erfitt að komast hingað og þetta á að vera einstakt,“ sagði Castro. Þau Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir áttu að keppa í ár en Katrín Tanja dró sig út vegna vandræðanna sem hafa verið innan CrossFit. Óvíst er því hvort hún taki þátt í ár. CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Sjá meira
Dave Castro, framkvæmdarstjóri CrossFit, mætti á dögunum í hlaðvarpið Talking Elite Fitness þar sem hann ræddi m.a. um heimsleikana í ár sem og forkeppnina fyrir leikana sem honum finnst of flókin. Það verður mikið lagt upp úr hreinlæti á heimsleikunum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en þeim hefur verið seinkað fram í september hið fyrsta og skorið niður í einungis 30 karla og 30 konur. Castro greindi frá því í viðtalinu að keppendum yrði ferjað frá hótelinu á keppnisstað með öllum helstu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum, með fjarlægð á milli allra og fleira í þeim dúr. Hann segir einnig að hann vilji að keppendurnir á leikunum finni fyrir því hversu erfitt sé að keppa á leikunum og að það verði enginn niðurskurður eins og er venjulega eftir fyrstu dagana. „Í símtali með keppendunum sagði ég þeim að það yrði ekkert skorið niður, því ég vil að þau finni fyrir þessari helgi og sársaukanum,“ sagði Castro en niðurskurðurinn hefur verið umdeildur. Hann sagði að hann vissi ekki hvort að það yrði endanlegt að það yrði enginn niðurskurður en bætti við að honum litist betur á að hafa engan niðurskurð. Einnig ræddi framkvæmdastjórinn um forkeppnina sem hann segir að sé einfaldlega of flókin. „Ég held að við þurfum að hreinsa til í þessu og gera þetta einfaldara og skiljanlegra. Hreinna fyrir áhorfendur og keppendurna sjálfa. Hversu margar leiðir geturðu farið inn á leikana? Of marga.“ „Við erum að finna hraustustu konu og karl í heimi. Það á að vera erfitt að komast hingað og þetta á að vera einstakt,“ sagði Castro. Þau Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir áttu að keppa í ár en Katrín Tanja dró sig út vegna vandræðanna sem hafa verið innan CrossFit. Óvíst er því hvort hún taki þátt í ár.
CrossFit Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Sjá meira