FH tapað öllum leikjunum gegn Breiðabliki síðan Ólafur tók við Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júlí 2020 12:30 Ólafi hefur ekki gengið vel gegn sínu gamla félagi, Breiðabliki, síðan hann kom aftur heim og tók við FH. vísir/hag Frá því Ólafur Kristjánsson tók við FH fyrir tímabilið 2018 hefur liðið tapað öllum fjórum deildarleikjum sínum gegn Breiðabliki, liðinu sem hann þjálfaði á árunum 2006-14 og gerði að Íslands- og bikarmeisturum. FH sækir Breiðablik heim í stórleik 5. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Í þremur af þessum fjórum deildarleikjum gegn Breiðabliki síðan 2018 hefur FH fengið á sig fjögur mörk. Markatalan er 15-5, Blikum í hag. Ólafur kom heim frá Danmörku haustið 2017 og tók við FH af Heimi Guðjónssyni. Í 2. umferð Pepsi-deildarinnar 2018 mætti FH Breiðabliki í Kaplakrika og tapaði, 1-3. Gísli Eyjólfsson, Elfar Freyr Helgason og Jonathan Hendrickx, fyrrverandi leikmaður FH, skoruðu mörk Breiðabliks. Steven Lennon lagaði stöðuna fyrir FH. Liðin mættust aftur á Kópavogsvelli í 13. umferðinni 2018. Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir en Robbie Crawford jafnaði fyrir FH-inga. Breiðablik tryggði sér svo sigurinn með því að skora þrjú mörk á tíu mínútna kafla undir lok leiks. Þau gerðu Davíð Kristján Ólafsson, Gísli og Arnór Gauti Ragnarsson. Lokatölur 4-1, Breiðabliki. Sömu lokatölur urðu í fyrri deildarleik liðanna á síðasta tímabili. Aron Bjarnason skoraði þá tvö mörk og Andri Rafn Yeoman og Mikkelsen sitt markið hvor. Brynjar Ásgeir Guðmundsson gerði mark FH. Í seinni deildarleiknum í fyrra byrjuðu FH-ingar af gríðarlegum krafti og eftir sautján mínútur voru þeir 2-0 yfir. Lennon og Atli Guðnason skoruðu mörkin. Viktor Örn Margeirsson minnkaði muninn í 2-1 á 23. mínútu sem voru hálfleikstölur. Í upphafi seinni hálfleiks var Davíð Þór Viðarsson rekinn af velli. Blikar gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk á fimmtán mínútna kafla. Mikkelsen gerði tvö þeirra og Höskuldur Gunnlaugsson eitt. Í þremur deildarleikjum gegn FH hefur Mikkelsen skorað fjögur mörk. Breiðablik er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig. FH, sem hefur leikið einum leik færra, er í 7. sætinu með sex stig. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leikinn og hina þrjá leikina sem fara fram í kvöld í Pepsi Max tilþrifunum sem hefjast strax eftir leikinn á Kópavogsvelli. Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Frá því Ólafur Kristjánsson tók við FH fyrir tímabilið 2018 hefur liðið tapað öllum fjórum deildarleikjum sínum gegn Breiðabliki, liðinu sem hann þjálfaði á árunum 2006-14 og gerði að Íslands- og bikarmeisturum. FH sækir Breiðablik heim í stórleik 5. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Í þremur af þessum fjórum deildarleikjum gegn Breiðabliki síðan 2018 hefur FH fengið á sig fjögur mörk. Markatalan er 15-5, Blikum í hag. Ólafur kom heim frá Danmörku haustið 2017 og tók við FH af Heimi Guðjónssyni. Í 2. umferð Pepsi-deildarinnar 2018 mætti FH Breiðabliki í Kaplakrika og tapaði, 1-3. Gísli Eyjólfsson, Elfar Freyr Helgason og Jonathan Hendrickx, fyrrverandi leikmaður FH, skoruðu mörk Breiðabliks. Steven Lennon lagaði stöðuna fyrir FH. Liðin mættust aftur á Kópavogsvelli í 13. umferðinni 2018. Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir en Robbie Crawford jafnaði fyrir FH-inga. Breiðablik tryggði sér svo sigurinn með því að skora þrjú mörk á tíu mínútna kafla undir lok leiks. Þau gerðu Davíð Kristján Ólafsson, Gísli og Arnór Gauti Ragnarsson. Lokatölur 4-1, Breiðabliki. Sömu lokatölur urðu í fyrri deildarleik liðanna á síðasta tímabili. Aron Bjarnason skoraði þá tvö mörk og Andri Rafn Yeoman og Mikkelsen sitt markið hvor. Brynjar Ásgeir Guðmundsson gerði mark FH. Í seinni deildarleiknum í fyrra byrjuðu FH-ingar af gríðarlegum krafti og eftir sautján mínútur voru þeir 2-0 yfir. Lennon og Atli Guðnason skoruðu mörkin. Viktor Örn Margeirsson minnkaði muninn í 2-1 á 23. mínútu sem voru hálfleikstölur. Í upphafi seinni hálfleiks var Davíð Þór Viðarsson rekinn af velli. Blikar gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk á fimmtán mínútna kafla. Mikkelsen gerði tvö þeirra og Höskuldur Gunnlaugsson eitt. Í þremur deildarleikjum gegn FH hefur Mikkelsen skorað fjögur mörk. Breiðablik er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig. FH, sem hefur leikið einum leik færra, er í 7. sætinu með sex stig. Leikur Breiðabliks og FH hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Farið verður yfir leikinn og hina þrjá leikina sem fara fram í kvöld í Pepsi Max tilþrifunum sem hefjast strax eftir leikinn á Kópavogsvelli.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira