Ástralir segja upp framsalssamningi vegna öryggislaga í Hong Kong Andri Eysteinsson skrifar 9. júlí 2020 08:05 Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu. Vísir/AP Áströlsk yfirvöld hafa gripið til aðgerða vegna nýrra öryggislaga í Hong Kong. Framsalssamningi milli Ástralíu og borgarinnar hefur verið rift og landvistarleyfi borgara frá Hong Kong í Ástralíu hefur verið framlengt. Umdeild öryggislög tóku gildi um mánaðamótin í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong en með þeim var gert refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda. Lögunum er ætlað að vera svar við mótmælahrinu íbúa Hong Kong í fyrra sem beindust gegn annarri umdeildri löggjöf. Með lögunum verður hvers kyns niðurrifsstarfsemi og leynimakk með erlendum öflum gert refsivert. Nú þegar hafa verið gerðar handtökur á grundvelli laganna sem hafa verið harðlega gagnrýnd um heim allan. Nú hefur ríkisstjórn Ástralíu brugðist við þeim og segir aðstæður hafa gjörbreyst í sjálfstjórnarhéraðinu. AP greinir frá. „Ríkisstjórn okkar hefur, ásamt fleiri ríkisstjórnum, ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir setningu öryggislaga í Hong Kong. Með lögunum hafa aðstæður í ríkinu gjörbreyst og sérstaklega í tilliti til framsalssamnings á milli ríkjanna,“ sagði Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu. Kínversk stjórnvöld hafa þegar brugðist ókvæða við og í yfirlýsingu frá kínverska sendiráðinu í Canberra eru áströlsk stjórnvöld sökuð um að hafa brotið gegn alþjóðalögum með gjörðum sínum. „Við hvetjum Ástrali til þess að hætta að skipta sér af málefnum Hong Kong og Kína,“ sagði í yfirlýsingu sendiráðsins. Kanada hefur einnig tekið ákvörðun um uppsögn framsals sakamanna og Bretar hafa einnig ákveðið að auka við möguleika borgara Hong Kong til að flytjast búferlum. Ástralía Hong Kong Kína Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Áströlsk yfirvöld hafa gripið til aðgerða vegna nýrra öryggislaga í Hong Kong. Framsalssamningi milli Ástralíu og borgarinnar hefur verið rift og landvistarleyfi borgara frá Hong Kong í Ástralíu hefur verið framlengt. Umdeild öryggislög tóku gildi um mánaðamótin í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong en með þeim var gert refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda. Lögunum er ætlað að vera svar við mótmælahrinu íbúa Hong Kong í fyrra sem beindust gegn annarri umdeildri löggjöf. Með lögunum verður hvers kyns niðurrifsstarfsemi og leynimakk með erlendum öflum gert refsivert. Nú þegar hafa verið gerðar handtökur á grundvelli laganna sem hafa verið harðlega gagnrýnd um heim allan. Nú hefur ríkisstjórn Ástralíu brugðist við þeim og segir aðstæður hafa gjörbreyst í sjálfstjórnarhéraðinu. AP greinir frá. „Ríkisstjórn okkar hefur, ásamt fleiri ríkisstjórnum, ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir setningu öryggislaga í Hong Kong. Með lögunum hafa aðstæður í ríkinu gjörbreyst og sérstaklega í tilliti til framsalssamnings á milli ríkjanna,“ sagði Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu. Kínversk stjórnvöld hafa þegar brugðist ókvæða við og í yfirlýsingu frá kínverska sendiráðinu í Canberra eru áströlsk stjórnvöld sökuð um að hafa brotið gegn alþjóðalögum með gjörðum sínum. „Við hvetjum Ástrali til þess að hætta að skipta sér af málefnum Hong Kong og Kína,“ sagði í yfirlýsingu sendiráðsins. Kanada hefur einnig tekið ákvörðun um uppsögn framsals sakamanna og Bretar hafa einnig ákveðið að auka við möguleika borgara Hong Kong til að flytjast búferlum.
Ástralía Hong Kong Kína Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira