Borgarstjóri Seúl fannst látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2020 16:20 Park Won-soon hafði verið borgarstjóri frá árinu 2011. Hann var jafnframt orðaður við forsetaembættið. Ap/Lee Jin-man Borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl fannst látinn í norðurhluta borgarinnar í dag. Þetta kemur fram í orðsendingu lögreglunnar sem birt er á vef suðurkóreska miðilsins Yonhap. Park Won-soon var 64 ára gamall en lýst var eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu í ráðhúsi Seúlborgar í dag. Dóttir borgarstjórans segir að hann hafi skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn. Í umfjöllun þarlendra miðla segir að skilaboðin hafi hljómað eins og erfðaskrá. Því eru leiddar að því líkur að um sjálfsvíg sé að ræða. Park mætti ekki heldur til vinnu í gær og bar hann fyrir sig veikindi. Umfangsmikil leit var gerð að borgarstjóranum.AP/Lee Jin-man Næstum 800 lögregluþjónar, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn leituðu að Park við heimili hans og nálægt símamastrinu þangað sem farsími hans tengdist síðast. Hann fannst að endingu í norðurhluta höfuðborgarinnar sem fyrr segir. Park var kjörinn borgarstjóri Seúl árið 2011 og var hann á þriðja og síðasta kjörtímabili sínu. Hann var af mörgum talinn líklegur forsetaframbjóðandi í kosningum ársins 2022. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Suður-Kórea Andlát Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Borgarstjóri suðurkóresku höfuðborgarinnar Seúl fannst látinn í norðurhluta borgarinnar í dag. Þetta kemur fram í orðsendingu lögreglunnar sem birt er á vef suðurkóreska miðilsins Yonhap. Park Won-soon var 64 ára gamall en lýst var eftir borgarstjóranum þegar hann skilaði sér ekki til vinnu í ráðhúsi Seúlborgar í dag. Dóttir borgarstjórans segir að hann hafi skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn. Í umfjöllun þarlendra miðla segir að skilaboðin hafi hljómað eins og erfðaskrá. Því eru leiddar að því líkur að um sjálfsvíg sé að ræða. Park mætti ekki heldur til vinnu í gær og bar hann fyrir sig veikindi. Umfangsmikil leit var gerð að borgarstjóranum.AP/Lee Jin-man Næstum 800 lögregluþjónar, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn leituðu að Park við heimili hans og nálægt símamastrinu þangað sem farsími hans tengdist síðast. Hann fannst að endingu í norðurhluta höfuðborgarinnar sem fyrr segir. Park var kjörinn borgarstjóri Seúl árið 2011 og var hann á þriðja og síðasta kjörtímabili sínu. Hann var af mörgum talinn líklegur forsetaframbjóðandi í kosningum ársins 2022. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Suður-Kórea Andlát Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira