Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2020 20:38 Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Vísir Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. Kári tilkynnti í byrjun vikunnar að Íslensk erfðagreining ætlaði að hætta aðkomu sinni að skimun fyrir kórónuveirunni. Fyrirtækið hætti að afgreiða sýni sem því eru send eftir mánudaginn 13. júlí. Íslensk erfðagreining hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sagði að talað hefði verið um við Kára að hann sendi ríkinu reikning fyrir skimuninni. „Hann er ekki búinn að því en það er alveg gert ráð fyrir að svo verði,“ sagði Páll í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vangaveltur eru um að kostnaður við landamæraskimunina aukist þegar Landspítalinn tekur alfarið við henni. Páll segir að Íslensk erfðagreining búi yfir öflugri og sjálfvirkari búnaði til þess að greina sýni en Landspítalinn hafi yfir að ráða. Greiningarvinnan á spítalanum verði mannaflafrekari. Þá sagði Páll að tölvukerfi Landspítalans utan um móttöku sýna sé ekki hannað fyrir skimun á landamærunum. Kári hafi hins vegar boðist til þess að veita spítalanum aðgang að tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar. Skimun á Keflavíkurflugvelli er takmörkuð við 2.000 farþega á dag. Páll sagði að fljótlega kunni að reyna á að flugfélög breyti flugáætlunum sínum og það kunni að verða hitamál á næstunni. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 „Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. Kári tilkynnti í byrjun vikunnar að Íslensk erfðagreining ætlaði að hætta aðkomu sinni að skimun fyrir kórónuveirunni. Fyrirtækið hætti að afgreiða sýni sem því eru send eftir mánudaginn 13. júlí. Íslensk erfðagreining hóf skimun fyrir kórónuveirunni þegar faraldurinn hóf að sækja í sig veðrið á vormánuðum og þá hefur fyrirtækið aðstoðað við skimun á landamærum þegar hún hófst í júní. Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sagði að talað hefði verið um við Kára að hann sendi ríkinu reikning fyrir skimuninni. „Hann er ekki búinn að því en það er alveg gert ráð fyrir að svo verði,“ sagði Páll í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vangaveltur eru um að kostnaður við landamæraskimunina aukist þegar Landspítalinn tekur alfarið við henni. Páll segir að Íslensk erfðagreining búi yfir öflugri og sjálfvirkari búnaði til þess að greina sýni en Landspítalinn hafi yfir að ráða. Greiningarvinnan á spítalanum verði mannaflafrekari. Þá sagði Páll að tölvukerfi Landspítalans utan um móttöku sýna sé ekki hannað fyrir skimun á landamærunum. Kári hafi hins vegar boðist til þess að veita spítalanum aðgang að tölvukerfi Íslenskrar erfðagreiningar. Skimun á Keflavíkurflugvelli er takmörkuð við 2.000 farþega á dag. Páll sagði að fljótlega kunni að reyna á að flugfélög breyti flugáætlunum sínum og það kunni að verða hitamál á næstunni.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45 „Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Ákvörðun ÍE hafi engin áhrif á skimun Norrænufarþega Ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar um að draga sig úr samstarfi um landamæraskimun hefur engin áhrif á komu 750 farþega með Norrænu hingað til lands í morgunsárið. 9. júlí 2020 07:05
Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47
Kári fór á fund Katrínar í morgun Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun. 8. júlí 2020 13:45
„Augljós sóun á almannafé“ að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir Yfirlæknir á Covid-göngudeild Landspítalans telur óþarfi að skima erlenda ferðamenn og segir að mestur árangur næðist með stuttri sóttkví og skimun að henni lokinni. 8. júlí 2020 14:24