Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2020 21:49 Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta-hótels, við gamla bæjarstæði Orustustaða í jaðri Brunahrauns, eystri álmu Skaftáreldahrauns, sem rann árið 1783. Fjær sjást Lómagnúpur, Skeiðarárjökull og Öræfajökull. Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps, með allt að 150 starfsmenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Orustustaðir eru á Brunasandi í Fljótshverfi, á fáförnum slóðum um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Hreiðar byrjaði í vetur á vegagerð og fyrir tveimur mánuðum, í byrjun maímánaðar, hóf hann smíði fyrstu bygginganna. Byrjað er að grafa fyrir vatnagarði sem verður liður í afþreyingarþjónustu hótelsins. Fjær rís starfsmanna- og skrifstofuhúsið.Stöð 2/Einar Árnason. „Við erum að byggja núna aðstöðu, skrifstofuhúsnæði, og fyrir starfsmenn, - fyrir svona samtals 120-150 manns, - það er framtíðarhúsnæði. Og síðan fer hótelframkvæmdin af stað. Það er ekki alveg ákveðið.. stærðir,“ segir Hreiðar. Gangi áformin eftir verður þetta stærsti vinnustaður héraðsins. „Langstærstur, já. Það er gefið.“ Í stofunni í íbúðarhúsinu sem Hreiðar er að byggja á Orustustöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar keypti eyðijörðina Orustustaði fyrir sjö árum og er svo hrifinn af svæðinu að hann er byrjaður að reisa sér íbúðarhús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. Þaðan blasir fjallahringurinn við, allt frá Mýrdalsjökli í vestri til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls í austri. „Og þetta er stutt í allt. Inn í Laka og austur í Jökulsárlón og austur að Höfn.“ Hann stefnir á tvöhundruð herbergja hótel með 15 þúsund fermetra byggingum. Fyrstu skissur að glerbyggingu liggja fyrir með útsýni til allra átta. Teikningar af Stracta-hótelinu sem fyrirhugað er að reisa á Orustustöðum. Það verður fjögurra hæða en með fimmtu hæðina í miðjuhringnum.Mynd/Stracta-hótel. En þetta verður ekki bara hótel heldur er stefnt á fjölbreytta afþreyingarþjónustu, meðal annars í hestamennsku og í kringum vatnagarð sem byrjað er að grafa. „Náttúrlega er manni tjáð það að þetta sé vitlaus tími og eitthvað svona sko. En ég tel að hann sé alveg hárréttur núna. Því ég myndi aldrei byggja venjulegt hótel í dag á Íslandi. Því það er svo allt önnur þörf sem þú ert að tala um núna heldur en var fyrir nokkrum árum síðan.“ Hann segir að öll áherslan verði á græna, sjálfbæra ferðamennsku, svo sem með skógrækt sem kolefnisjafni gestina. Hreiðar stefnir að því að flytja lögheimili sitt á Orustustaði þegar íbúðarhúsið verður tilbúið.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar segir fyrst þurfa að ljúka hönnun hótelsins og fjármögnun og þegar það sé klárt líði 24 mánuðir þar til hótelið verði opnað. Hann vinnur að því að fá fjárfesta með sér í verkefnið en vill ekki nefna opnunardag. „Það er svo vont þegar maður er rukkaður um eitthvað sem maður getur ekki staðið við. Þannig að ég verð að láta þig vita eftir soldinn tíma,“ segir hann og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Um land allt Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps, með allt að 150 starfsmenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Orustustaðir eru á Brunasandi í Fljótshverfi, á fáförnum slóðum um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Hreiðar byrjaði í vetur á vegagerð og fyrir tveimur mánuðum, í byrjun maímánaðar, hóf hann smíði fyrstu bygginganna. Byrjað er að grafa fyrir vatnagarði sem verður liður í afþreyingarþjónustu hótelsins. Fjær rís starfsmanna- og skrifstofuhúsið.Stöð 2/Einar Árnason. „Við erum að byggja núna aðstöðu, skrifstofuhúsnæði, og fyrir starfsmenn, - fyrir svona samtals 120-150 manns, - það er framtíðarhúsnæði. Og síðan fer hótelframkvæmdin af stað. Það er ekki alveg ákveðið.. stærðir,“ segir Hreiðar. Gangi áformin eftir verður þetta stærsti vinnustaður héraðsins. „Langstærstur, já. Það er gefið.“ Í stofunni í íbúðarhúsinu sem Hreiðar er að byggja á Orustustöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar keypti eyðijörðina Orustustaði fyrir sjö árum og er svo hrifinn af svæðinu að hann er byrjaður að reisa sér íbúðarhús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. Þaðan blasir fjallahringurinn við, allt frá Mýrdalsjökli í vestri til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls í austri. „Og þetta er stutt í allt. Inn í Laka og austur í Jökulsárlón og austur að Höfn.“ Hann stefnir á tvöhundruð herbergja hótel með 15 þúsund fermetra byggingum. Fyrstu skissur að glerbyggingu liggja fyrir með útsýni til allra átta. Teikningar af Stracta-hótelinu sem fyrirhugað er að reisa á Orustustöðum. Það verður fjögurra hæða en með fimmtu hæðina í miðjuhringnum.Mynd/Stracta-hótel. En þetta verður ekki bara hótel heldur er stefnt á fjölbreytta afþreyingarþjónustu, meðal annars í hestamennsku og í kringum vatnagarð sem byrjað er að grafa. „Náttúrlega er manni tjáð það að þetta sé vitlaus tími og eitthvað svona sko. En ég tel að hann sé alveg hárréttur núna. Því ég myndi aldrei byggja venjulegt hótel í dag á Íslandi. Því það er svo allt önnur þörf sem þú ert að tala um núna heldur en var fyrir nokkrum árum síðan.“ Hann segir að öll áherslan verði á græna, sjálfbæra ferðamennsku, svo sem með skógrækt sem kolefnisjafni gestina. Hreiðar stefnir að því að flytja lögheimili sitt á Orustustaði þegar íbúðarhúsið verður tilbúið.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar segir fyrst þurfa að ljúka hönnun hótelsins og fjármögnun og þegar það sé klárt líði 24 mánuðir þar til hótelið verði opnað. Hann vinnur að því að fá fjárfesta með sér í verkefnið en vill ekki nefna opnunardag. „Það er svo vont þegar maður er rukkaður um eitthvað sem maður getur ekki staðið við. Þannig að ég verð að láta þig vita eftir soldinn tíma,“ segir hann og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Um land allt Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira