Innanhúshönnuðurinn Karin Montgomery breytti geymslurými fyrir ofan tvöfaldan bílskúr í 36 fermetra íbúð.
Eignin er staðsett rétt fyrir utan Auckland í Nýja-Sjálandi og var þar áður rými fyrir uppsafnað drasl.
Fjallað er um eignina á YouTube-síðunni Never Too Small og má með sanni segja að hönnunin hafi heppnast vel.
Í íbúðinni er allt til alls og hugað er vel að því litla plássi sem er í íbúðinni eins og sjá má hér að neðan.