Íslendingar þyrftu að fimmfalda neysluna til að fylla upp í túristaskarðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2020 14:25 Erlendur ferðamaður í Fellsfjöru. Vísir/Vilhelm Þó að íslenskir ferðamenn myndu „skila sér 100%“ í ferðalögum innanlands í ár mun ekki nást að brúa bilið sem varð til með brotthvarfi erlendra ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins. Þá þyrftu íslenskir ferðamenn að fimmfalda neyslu sína á ferðalögum um landið til að jafna það sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Hátt í 60 prósent Íslendinga sem ferðast um landið velja að gista á tjaldstæðum, um tvöfalt fleiri en velja hótel eða gistiheimili. Umtalsverður hópur Íslendinga gistir einnig óskráð, þ.e. í heima- og sumarhúsum. Þar sem Íslendingar á ferð innanlands hafa verið mun færri en erlendir ferðamenn skila ofangreind hlutföll sér í aðeins um 16% hlut Íslendinga í heildargistinóttum, óháð tegund gistingar, og kringum 10% gistinátta á hótelum og gistiheimilum „Nú er talsvert rætt um að Íslendingar sem farið hafi í ferðalög erlendis á sumrin muni ferðast innanlands í ár og þannig hlaupa undir bagga með ferðaþjónustunni,“ segir í samantekt Ferðamálastofu. Tvennt dragi úr áhrifamætti þessa; mismunurinn á fjöldanum sem um ræðir og ólíkur ferðamáti. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á fjölda erlendra ferðamanna í júlí og ágúst síðastliðin þrjú ár, fjölda Íslendinga á ferð erlendis á sama tíma og hlutfall þessara tveggja hópa. „Ljóst má vera að þótt Íslendingarnir skiluðu sér 100% í auknum ferðalögum innanlands í ár vantar enn mikið upp á að bæta fyrir missi erlendra ferðamanna. Og Íslendingur á ferð innanlands með gistinguna í eftirdragi og grillið og matinn í skottinu er ekki að fara leigja sér bílaleigubíl, kaupa gistingu á hóteli eða snæða á veitingastöðum svo miklu nemi.“ Þá er sama uppi á teningnum í neyslu ferðamanna. Tölur um neyslu erlendra ferðamanna á Íslandi eru aðeins birtar fyrir heil ár og því erfitt að áætla neyslu þeirra í júlí og ágúst. Tölur yfir neyslu innlendra og erlendra ferðamanna eftir árum sýna hins vegar mikinn mun þar á. „Frá árinu 2009 hefur neysla innlendra ferðamanna ríflega tvöfaldast á meðan erlend neysla hefur fjórfaldast. Til að ná sömu neyslu í ferðaþjónustu og í fyrra án erlendra ferðamanna þyrfti neysla innlendra ferðamanna að fimmfaldast. Þá er rétt að halda því til haga að innlend neysla á ferðalögum inniheldur útgjöld Íslendinga sem fara um landið vegna vinnu, s.s. gistingu og mat, en þau eru ærin yfir árið.“ Ferðamennska á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þó að íslenskir ferðamenn myndu „skila sér 100%“ í ferðalögum innanlands í ár mun ekki nást að brúa bilið sem varð til með brotthvarfi erlendra ferðamanna vegna kórónuveirufaraldursins. Þá þyrftu íslenskir ferðamenn að fimmfalda neyslu sína á ferðalögum um landið til að jafna það sem var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Hátt í 60 prósent Íslendinga sem ferðast um landið velja að gista á tjaldstæðum, um tvöfalt fleiri en velja hótel eða gistiheimili. Umtalsverður hópur Íslendinga gistir einnig óskráð, þ.e. í heima- og sumarhúsum. Þar sem Íslendingar á ferð innanlands hafa verið mun færri en erlendir ferðamenn skila ofangreind hlutföll sér í aðeins um 16% hlut Íslendinga í heildargistinóttum, óháð tegund gistingar, og kringum 10% gistinátta á hótelum og gistiheimilum „Nú er talsvert rætt um að Íslendingar sem farið hafi í ferðalög erlendis á sumrin muni ferðast innanlands í ár og þannig hlaupa undir bagga með ferðaþjónustunni,“ segir í samantekt Ferðamálastofu. Tvennt dragi úr áhrifamætti þessa; mismunurinn á fjöldanum sem um ræðir og ólíkur ferðamáti. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á fjölda erlendra ferðamanna í júlí og ágúst síðastliðin þrjú ár, fjölda Íslendinga á ferð erlendis á sama tíma og hlutfall þessara tveggja hópa. „Ljóst má vera að þótt Íslendingarnir skiluðu sér 100% í auknum ferðalögum innanlands í ár vantar enn mikið upp á að bæta fyrir missi erlendra ferðamanna. Og Íslendingur á ferð innanlands með gistinguna í eftirdragi og grillið og matinn í skottinu er ekki að fara leigja sér bílaleigubíl, kaupa gistingu á hóteli eða snæða á veitingastöðum svo miklu nemi.“ Þá er sama uppi á teningnum í neyslu ferðamanna. Tölur um neyslu erlendra ferðamanna á Íslandi eru aðeins birtar fyrir heil ár og því erfitt að áætla neyslu þeirra í júlí og ágúst. Tölur yfir neyslu innlendra og erlendra ferðamanna eftir árum sýna hins vegar mikinn mun þar á. „Frá árinu 2009 hefur neysla innlendra ferðamanna ríflega tvöfaldast á meðan erlend neysla hefur fjórfaldast. Til að ná sömu neyslu í ferðaþjónustu og í fyrra án erlendra ferðamanna þyrfti neysla innlendra ferðamanna að fimmfaldast. Þá er rétt að halda því til haga að innlend neysla á ferðalögum inniheldur útgjöld Íslendinga sem fara um landið vegna vinnu, s.s. gistingu og mat, en þau eru ærin yfir árið.“
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira