Sú besta fagnar 25 ára afmæli sínu í dag | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júlí 2020 23:00 Ætli Ada hafi spilað lagið „Afmæli“ með Á Móti Sól í tilefni dagsins? Daniela Porcelli/Getty Images Hin norska Ada Hegerberg – eða Ada Martine Stolsmo Hegerberg – fagnar 25 ára afmæli sínu í dag. Þrátt fyrir ungan aldur er hægt að færa ágætis rök fyrir því að hún sé einn allra besti leikmaður allra tíma. Ada Hegerberg turns 25 today. She has already: Scored over 300 career goals Won the Champions League 4 times Lifted 9 domestic trophies with Lyon Won the first-ever Ballon d'Or in women's football pic.twitter.com/58UyZRLa13— B/R Football (@brfootball) July 10, 2020 Hegerberg spilar fyrir stórlið Lyon í Frakklandi og verður því samherji Söru Björk Gunnarsdóttir næstu tvö árin allavega. Hegerberg hefur skorað yfir 300 mörk á ferli sínum, unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og unnið níu titla með Lyon. Þá var hún fyrst kvenna til að hljóta Ballon d‘Or verðlaunin árið 2018, verðlaun sem Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa einokað karla megin undanfarin ár. Hegeberg var valin besti leikmaður Evrópu bæði 2016 og 2017. Þá valdi BBC hana sem besta kvenkyns leikmann í heimi á síðasta ári. Hegerberg var í norska landsliðinu sem nældi í silfur á Evrópumótinu 2013 og liðinu sem datt út fyrir Englandi í 16-liða úrslitum HM 2015. Hegeberg var aðeins 15 ára gömul þegar hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni. Þaðan lá leiðin til Stabæk og svo Turbine Potsdam í Þýskalandi. Það var svo sumarið 2014 sem hún gekk í raðir Lyon og hefur ekki litið um öxl síðan. Joyeux anniversaire à @AdaStolsmo qui fête ses 25 ans ! On se fait un petit plaisir en regardant les 49 buts inscrits par notre championne en @uwcl ! pic.twitter.com/R580F4hlb3— OL Féminin (@OLfeminin) July 10, 2020 Hún er því miður á meiðslalistanum sem stendur eftir að hafa slitið krossbönd í hné í upphafi árs. Það gæti því verið að við þurfum að bíða aðeins eftir að sjá samvinnu hennar og Söru Bjarkar á vellinum. Það er þó ljóst að ef Sara Björk vill leggja upp sem flest mörk þá er um að gera að koma boltanum á markamaskínuna frá Noregi. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Sjá meira
Hin norska Ada Hegerberg – eða Ada Martine Stolsmo Hegerberg – fagnar 25 ára afmæli sínu í dag. Þrátt fyrir ungan aldur er hægt að færa ágætis rök fyrir því að hún sé einn allra besti leikmaður allra tíma. Ada Hegerberg turns 25 today. She has already: Scored over 300 career goals Won the Champions League 4 times Lifted 9 domestic trophies with Lyon Won the first-ever Ballon d'Or in women's football pic.twitter.com/58UyZRLa13— B/R Football (@brfootball) July 10, 2020 Hegerberg spilar fyrir stórlið Lyon í Frakklandi og verður því samherji Söru Björk Gunnarsdóttir næstu tvö árin allavega. Hegerberg hefur skorað yfir 300 mörk á ferli sínum, unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og unnið níu titla með Lyon. Þá var hún fyrst kvenna til að hljóta Ballon d‘Or verðlaunin árið 2018, verðlaun sem Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa einokað karla megin undanfarin ár. Hegeberg var valin besti leikmaður Evrópu bæði 2016 og 2017. Þá valdi BBC hana sem besta kvenkyns leikmann í heimi á síðasta ári. Hegerberg var í norska landsliðinu sem nældi í silfur á Evrópumótinu 2013 og liðinu sem datt út fyrir Englandi í 16-liða úrslitum HM 2015. Hegeberg var aðeins 15 ára gömul þegar hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni. Þaðan lá leiðin til Stabæk og svo Turbine Potsdam í Þýskalandi. Það var svo sumarið 2014 sem hún gekk í raðir Lyon og hefur ekki litið um öxl síðan. Joyeux anniversaire à @AdaStolsmo qui fête ses 25 ans ! On se fait un petit plaisir en regardant les 49 buts inscrits par notre championne en @uwcl ! pic.twitter.com/R580F4hlb3— OL Féminin (@OLfeminin) July 10, 2020 Hún er því miður á meiðslalistanum sem stendur eftir að hafa slitið krossbönd í hné í upphafi árs. Það gæti því verið að við þurfum að bíða aðeins eftir að sjá samvinnu hennar og Söru Bjarkar á vellinum. Það er þó ljóst að ef Sara Björk vill leggja upp sem flest mörk þá er um að gera að koma boltanum á markamaskínuna frá Noregi.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Sjá meira