Fimm létust í gíslatöku í kirkju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 17:11 Fimm létust í árásinni. Getty/Frikkie Kapp Fimm létust í árás á kirkju í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Að sögn lögreglunnar var mönnum, konum og börnum bjargað úr kirkjunni en árásin hafði breyst í gíslatöku. Þá hefur lögreglan handtekið minnst fjörutíu einstaklinga og lagt hald á tugi vopna. Miklar deilur hafa verið um forystu kirkjunnar, sem kallast International Pentecostal Holiness Church, og kviknuðu deilurnar eftir að fyrrverandi leiðtogi hennar lést árið 2016. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið í hópi andstæðinga núverandi leiðtogans en lögreglan hefur áður verið kölluð þangað þegar safnaðarmeðlimir hófust handa við að skjóta á hvorn annan árið 2018. Árið áður höfðu fjármál kirkjunnar vakið mikla athygli þegar ásakanir um að 110 milljón rönd, að jafnvirði 925 milljóna íslenskra króna, hefðu horfið litu dagsins ljós. Að sögn talsmanns lögreglunnar gerðu árásarmennirnir kirkjugestum viðvart og sögðust þeir ætla að taka yfir kirkjuna. Útkall til lögreglu barst klukkan þrjú að nóttu til að staðartíma. Þá sagði hann að fjórir hafi fundist látnir, en þeir höfðu verið skotnir í bílum sínum og kveikt í þeim. Þá var öryggisvörður, sem svaraði útkallinu, einnig skotinn til bana. Fimm rifflar, sextán haglabyssur og þrettán skammbyssur, auk fleiri vopna fundust í kirkjunni þegar lögregla gerði þar húsleit. Þá greindi lögreglan frá því að meðal þeirra sem voru handteknir voru hermenn í Suður-Afríska hernum, lögreglumenn hjá lögregluembættinu í Jóhannesarborg og fulltrúar Fangamálastofnunar. Talið er að safnaðarmeðlimir kirkjunnar í Suður-Afríku séu um þrjár milljónir talsins. Suður-Afríka Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Fimm létust í árás á kirkju í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Að sögn lögreglunnar var mönnum, konum og börnum bjargað úr kirkjunni en árásin hafði breyst í gíslatöku. Þá hefur lögreglan handtekið minnst fjörutíu einstaklinga og lagt hald á tugi vopna. Miklar deilur hafa verið um forystu kirkjunnar, sem kallast International Pentecostal Holiness Church, og kviknuðu deilurnar eftir að fyrrverandi leiðtogi hennar lést árið 2016. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið í hópi andstæðinga núverandi leiðtogans en lögreglan hefur áður verið kölluð þangað þegar safnaðarmeðlimir hófust handa við að skjóta á hvorn annan árið 2018. Árið áður höfðu fjármál kirkjunnar vakið mikla athygli þegar ásakanir um að 110 milljón rönd, að jafnvirði 925 milljóna íslenskra króna, hefðu horfið litu dagsins ljós. Að sögn talsmanns lögreglunnar gerðu árásarmennirnir kirkjugestum viðvart og sögðust þeir ætla að taka yfir kirkjuna. Útkall til lögreglu barst klukkan þrjú að nóttu til að staðartíma. Þá sagði hann að fjórir hafi fundist látnir, en þeir höfðu verið skotnir í bílum sínum og kveikt í þeim. Þá var öryggisvörður, sem svaraði útkallinu, einnig skotinn til bana. Fimm rifflar, sextán haglabyssur og þrettán skammbyssur, auk fleiri vopna fundust í kirkjunni þegar lögregla gerði þar húsleit. Þá greindi lögreglan frá því að meðal þeirra sem voru handteknir voru hermenn í Suður-Afríska hernum, lögreglumenn hjá lögregluembættinu í Jóhannesarborg og fulltrúar Fangamálastofnunar. Talið er að safnaðarmeðlimir kirkjunnar í Suður-Afríku séu um þrjár milljónir talsins.
Suður-Afríka Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira