Drykkjarhlé hafa hvað verst áhrif á Manchester City Ísak Hallmundarson skrifar 12. júlí 2020 12:30 Guardiola er ekki hrifinn af vatnspásum í miðjum leik. getty/Oli Scarff Drykkjarpásur um miðbik hvers hálfleiks í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er ein af þeim nýju reglum sem hafa verið í gildi síðan deildin fór aftur af stað í júní. Það hentar liðum í deildinni þó misvel. Manchester City er eitt þeirra liða sem tapar hvað mest á reglubreytingunni, en liðið er þekkt fyrir að stjórna leikjum og skora mörk með því að opna varnarleik andstæðinganna upp á gátt. Umrædd drykkjarpása gæti hafa spilað stóran þátt í tapi City bæði gegn Chelsea og Southampton samkvæmt úttekt Manchester Evening News, en í báðum leikjunum voru andstæðingar City undir mikilli pressu þegar flautað var til drykkjarpásu. Leikhléið róaði síðan hraða leiksins niður og City þurfti að byrja upp á nýtt að finna glufur í varnarleik andstæðingsins. Ralph Hassenhuttl stjóri Southampton viðurkenndi eftir 1-0 sigur Dýrlinganna á City að lið hans hefði notað pásurnar til að geta andað eftir að hafa verið undir gríðarlegri pressu allan leikinn. Það kom ekki að sök í leik Man City gegn Newcastle á dögunum þar sem þeir náðu að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútunum, áður en kom til vatnspásu. Í gær náði liðið síðan að skora fyrsta markið á móti Brighton rétt fyrir drykkjarhlé. Báðir leikirnir unnust með fimm mörkum gegn engu. Pep Guardiola hefur gagnrýnt þessa nýju reglu en hann er þekktur fyrir að geta komið skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna frá hliðarlínunni á meðan leik stendur og þarf engar aukalegar vatnspásur til að ná til sinna manna. Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, hefur sömuleiðis gagnrýnt þessa breytingu og sagt að hún brjóti leikinn upp í fjórðunga, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af, enda þekktur fyrir að vera af gamla skólanum. Ekki er reiknað með að drykkjarpásurnar verði hluti af leiknum til langtíma, en það verður fróðlegt að sjá hvernig framhaldið verður hjá Manchester City, sem ýmist vinnur 5-0 sigra eða tapar, eftir því hvort þeir ná inn marki nógu snemma eða ekki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira
Drykkjarpásur um miðbik hvers hálfleiks í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er ein af þeim nýju reglum sem hafa verið í gildi síðan deildin fór aftur af stað í júní. Það hentar liðum í deildinni þó misvel. Manchester City er eitt þeirra liða sem tapar hvað mest á reglubreytingunni, en liðið er þekkt fyrir að stjórna leikjum og skora mörk með því að opna varnarleik andstæðinganna upp á gátt. Umrædd drykkjarpása gæti hafa spilað stóran þátt í tapi City bæði gegn Chelsea og Southampton samkvæmt úttekt Manchester Evening News, en í báðum leikjunum voru andstæðingar City undir mikilli pressu þegar flautað var til drykkjarpásu. Leikhléið róaði síðan hraða leiksins niður og City þurfti að byrja upp á nýtt að finna glufur í varnarleik andstæðingsins. Ralph Hassenhuttl stjóri Southampton viðurkenndi eftir 1-0 sigur Dýrlinganna á City að lið hans hefði notað pásurnar til að geta andað eftir að hafa verið undir gríðarlegri pressu allan leikinn. Það kom ekki að sök í leik Man City gegn Newcastle á dögunum þar sem þeir náðu að skora tvö mörk á fyrstu 20 mínútunum, áður en kom til vatnspásu. Í gær náði liðið síðan að skora fyrsta markið á móti Brighton rétt fyrir drykkjarhlé. Báðir leikirnir unnust með fimm mörkum gegn engu. Pep Guardiola hefur gagnrýnt þessa nýju reglu en hann er þekktur fyrir að geta komið skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna frá hliðarlínunni á meðan leik stendur og þarf engar aukalegar vatnspásur til að ná til sinna manna. Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, hefur sömuleiðis gagnrýnt þessa breytingu og sagt að hún brjóti leikinn upp í fjórðunga, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af, enda þekktur fyrir að vera af gamla skólanum. Ekki er reiknað með að drykkjarpásurnar verði hluti af leiknum til langtíma, en það verður fróðlegt að sjá hvernig framhaldið verður hjá Manchester City, sem ýmist vinnur 5-0 sigra eða tapar, eftir því hvort þeir ná inn marki nógu snemma eða ekki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira