Leiðir til að lifa af leiðinlegt föstudagssíðdegi Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. júlí 2020 10:00 Ertu að bíða eftir því að komast í helgarfrí? Vísir/Getty Það kannast margir við það að fljótlega eftir hádegi á föstudögum líður okkur eins og það sé ekkert að gera í vinnunni annað en að bíða eftir því að komast í helgarfrí. Við verðum eirðarlaus, vöfrum á netinu, nennum ekki að byrja á neinu nýju og tíminn líður hægt. En í stað þess að horfa stanslaust á klukkuna eru hér nokkur ráð til að sporna við þeirri tilfinningu að föstudagssíðdegin geti verið grútleiðinlegur tími. 1. Geymdu skemmtilegu verkefnin Sparaðu skemmtilegustu verkefnin fram yfir hádegi og þá helst þannig að þú gleymir þér í þeim síðustu einn til tvo tímana áður en þú ferð heim. 2. Lærðu eitthvað nýtt Er eitthvað í vinnunni þinni sem þú hafðir hugsað þér að prófa eða læra á? Er eitthvað sem samstarfsfélaginn þinn kann og gæti kennt þér? Ef svo er, er tilvalið að nýta eftir hádegi á föstudögum til að læra eitthvað nýtt. 3. Hreyfðu þig Það kannast margir við syfju síðdegis og hún á jafnvel til að gera fyrr vart við sig á föstudögum ef verið er að bíða eftir því að komast heim. Að standa upp, hreyfa sig, heilsa upp á samstarfsfélaga, fá sér aukakaffibolla eða kíkja út í ferskt loft getur stytt biðtímann og hrist af okkur föstudagsslenið. 4. Taktu forskot á mánudaginn Síðan er upplagt að búa til verkefnalista fyrir mánudaginn og athuga hvort þar séu mögulega einhver verkefni sem þú gætir skellt þér í strax. Það getur verið góð tilfinning að vera á undan áætlun og fara þannig inn í gott helgarfrí. Góðu ráðin Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Það kannast margir við það að fljótlega eftir hádegi á föstudögum líður okkur eins og það sé ekkert að gera í vinnunni annað en að bíða eftir því að komast í helgarfrí. Við verðum eirðarlaus, vöfrum á netinu, nennum ekki að byrja á neinu nýju og tíminn líður hægt. En í stað þess að horfa stanslaust á klukkuna eru hér nokkur ráð til að sporna við þeirri tilfinningu að föstudagssíðdegin geti verið grútleiðinlegur tími. 1. Geymdu skemmtilegu verkefnin Sparaðu skemmtilegustu verkefnin fram yfir hádegi og þá helst þannig að þú gleymir þér í þeim síðustu einn til tvo tímana áður en þú ferð heim. 2. Lærðu eitthvað nýtt Er eitthvað í vinnunni þinni sem þú hafðir hugsað þér að prófa eða læra á? Er eitthvað sem samstarfsfélaginn þinn kann og gæti kennt þér? Ef svo er, er tilvalið að nýta eftir hádegi á föstudögum til að læra eitthvað nýtt. 3. Hreyfðu þig Það kannast margir við syfju síðdegis og hún á jafnvel til að gera fyrr vart við sig á föstudögum ef verið er að bíða eftir því að komast heim. Að standa upp, hreyfa sig, heilsa upp á samstarfsfélaga, fá sér aukakaffibolla eða kíkja út í ferskt loft getur stytt biðtímann og hrist af okkur föstudagsslenið. 4. Taktu forskot á mánudaginn Síðan er upplagt að búa til verkefnalista fyrir mánudaginn og athuga hvort þar séu mögulega einhver verkefni sem þú gætir skellt þér í strax. Það getur verið góð tilfinning að vera á undan áætlun og fara þannig inn í gott helgarfrí.
Góðu ráðin Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira