Þjálfari Katrínar Tönju henti sandi yfir hana á miðri þolæfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 08:30 Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju Davíðsdóttur, hendir sandi yfir hana á meðan hún gerir armbeygjur. Skjámynd úr myndbandi af Instagram Katrín Tanja Davíðsdóttir er að æfa af miklum krafti þessa dagana og hún hefur verið að gefa aðdáendum sínum smá innsýn í æfingarnar á samfélagsmiðlum. Hingað til hafa aðallega verið myndir af henni sem hafa verið teknar eftir krefjandi æfingar en í gær setti Katrín Tanja inn myndband frá einni æfingunni. Á myndbandinu er Katrín Tanja að æfa úti undir berum himni og þjálfari hennar, Ben Bergeron, er með henni á þessari æfingu. Katrín Tanja er að taka vel á því og hún er einnig í þyngingarvesti til að gera æfinguna enn erfiðari. Það var hins vegar ekki nóg því Ben Bergeron virtist reyna að gera æfinguna enn óþægilegri fyrir okkar konu eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Enjoying my time at the Cape ???? .. and so is @benbergeron A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 12, 2020 at 1:17pm PDT „Ætla njóta tímans sem ég hef á Cape Cod og það gerir líka Ben Bergeron,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir við myndbandið. Ben Bergeron hefur unnið lengi með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og þau þekkjast mjög vel. Það að hann sé að henda yfir hana sandi á meðan hún er að púla við armbeygjur og annað erfiði, hefur vakið furðu hjá mörgum. Katrín Tanja getur mögulega hafa gleymt sólarvörninni heima en það verður samt að teljast mjög ólíkleg ástæða. Eftir því sem við best vitum er þjálfarinn aðeins að reyna að búa til óþægilegar aðstæður og vinna með andlega hlutann með þeim líkamlega. Ef þú getur haldið þínu striki í miðjum „sandstormi“ frá þjálfaranum þá ertu líklega klár í flest allt sem náttúran bíður upp á. Katrín Tanja lætur þessa „truflun“ þjálfara síns ekki hafa nein áhrif á sig og heldur ótrauð áfram við æfingar sínar. CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er að æfa af miklum krafti þessa dagana og hún hefur verið að gefa aðdáendum sínum smá innsýn í æfingarnar á samfélagsmiðlum. Hingað til hafa aðallega verið myndir af henni sem hafa verið teknar eftir krefjandi æfingar en í gær setti Katrín Tanja inn myndband frá einni æfingunni. Á myndbandinu er Katrín Tanja að æfa úti undir berum himni og þjálfari hennar, Ben Bergeron, er með henni á þessari æfingu. Katrín Tanja er að taka vel á því og hún er einnig í þyngingarvesti til að gera æfinguna enn erfiðari. Það var hins vegar ekki nóg því Ben Bergeron virtist reyna að gera æfinguna enn óþægilegri fyrir okkar konu eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Enjoying my time at the Cape ???? .. and so is @benbergeron A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 12, 2020 at 1:17pm PDT „Ætla njóta tímans sem ég hef á Cape Cod og það gerir líka Ben Bergeron,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir við myndbandið. Ben Bergeron hefur unnið lengi með Katrínu Tönju Davíðsdóttur og þau þekkjast mjög vel. Það að hann sé að henda yfir hana sandi á meðan hún er að púla við armbeygjur og annað erfiði, hefur vakið furðu hjá mörgum. Katrín Tanja getur mögulega hafa gleymt sólarvörninni heima en það verður samt að teljast mjög ólíkleg ástæða. Eftir því sem við best vitum er þjálfarinn aðeins að reyna að búa til óþægilegar aðstæður og vinna með andlega hlutann með þeim líkamlega. Ef þú getur haldið þínu striki í miðjum „sandstormi“ frá þjálfaranum þá ertu líklega klár í flest allt sem náttúran bíður upp á. Katrín Tanja lætur þessa „truflun“ þjálfara síns ekki hafa nein áhrif á sig og heldur ótrauð áfram við æfingar sínar.
CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sjá meira