Íslensk erfðagreining skimar áfram næstu vikuna Stefán Ó. Jónsson og Telma Tómasson skrifa 13. júlí 2020 12:14 Kári Stefánsson ræðir við fréttamenn eftir fund með forsætisráðherra vegna skimunar fyrir Covid-19 í lok maí. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. Mikilvægast sé nú að flutningur vegna landamæraskimunar frá ÍE yfir á veirufræðideild Landspítalans gangi snurðulaust fyrir sig. Samið hefur verið fyrirtækið um að sinna skimunarvinnu sinni í viku til viðbótar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að mikil vinna hefði farið fram um helgina á milli veirufræðideildar Landspítalans og starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið sé að flutningi skimunarvinnu á landamærunum vegna kórónuveirunnar og að sú samvinna hafi gengið vel. Ráðgert var að veirufræðideildin tæki yfir alla vinnuna frá Íslenskri erfðagreiningu frá og með morgundeginum. Í því sambandi segir Kári að ákveðin dagsetning skipti ekki höfuðmáli, mikilvægast sé að allt gangi vel og flutningurinn skili sem mestum og bestum árangri. Ekki beðin um að gefa vinnuna Aðspurður um hvort Íslensk erfðagreining hygðist senda reikning fyrir skimunarvinnunni sagði Kári að íslensk stjórnvöld hefðu beðið fyrirtækið um að koma að skimunarvinnunni í upphafi faraldursins, þegar bráðavandi steðjaði að þjóðinni. Ekki hefði verið beðið um að Íslensk erfðagreining gæfi sína vinnu. Hins vegar væru á þessu augnabliki engin áform um að senda reikning, mál málanna nú væri að flutningur frá ÍE til Landspítalans gengi vel. Allar ákvarðanir væru teknar í fullu samráði við Amgen, móðurfélag ÍE í Bandaríkjunum, að hans sögn. Þá segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að Íslensk erfðagreining hafi afhent veirufræðideildinni tiltekinn hugbúnað fyrir vinnslu sýna, kennslu og aðlögun að búnaðinum. Framlengja um viku Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu Landspítalans, segir í samtali við Ríkisútvarpið að ekki muni takast að koma upp búnaði til að taka við skimun ÍE fyrir morgundaginn. Því hafi verið samið við fyrirtækið um að halda áfram greiningum þar til spítalinn gettur aukið greiningarafköst sín, í hið minnsta viku til viðbótar. Rúmlega 2100 sýni voru tekin á landamærunum í gær. Þrjú smit greindust, en beðið er eftir mótefnamælingu og því ekki vitað hvort þau séu virk eða ekki. Ekkert innanlandssmit hefur verð greint í 10 daga. 15 eru nú í einangrun og 77 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. 9. júlí 2020 20:38 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. Mikilvægast sé nú að flutningur vegna landamæraskimunar frá ÍE yfir á veirufræðideild Landspítalans gangi snurðulaust fyrir sig. Samið hefur verið fyrirtækið um að sinna skimunarvinnu sinni í viku til viðbótar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að mikil vinna hefði farið fram um helgina á milli veirufræðideildar Landspítalans og starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið sé að flutningi skimunarvinnu á landamærunum vegna kórónuveirunnar og að sú samvinna hafi gengið vel. Ráðgert var að veirufræðideildin tæki yfir alla vinnuna frá Íslenskri erfðagreiningu frá og með morgundeginum. Í því sambandi segir Kári að ákveðin dagsetning skipti ekki höfuðmáli, mikilvægast sé að allt gangi vel og flutningurinn skili sem mestum og bestum árangri. Ekki beðin um að gefa vinnuna Aðspurður um hvort Íslensk erfðagreining hygðist senda reikning fyrir skimunarvinnunni sagði Kári að íslensk stjórnvöld hefðu beðið fyrirtækið um að koma að skimunarvinnunni í upphafi faraldursins, þegar bráðavandi steðjaði að þjóðinni. Ekki hefði verið beðið um að Íslensk erfðagreining gæfi sína vinnu. Hins vegar væru á þessu augnabliki engin áform um að senda reikning, mál málanna nú væri að flutningur frá ÍE til Landspítalans gengi vel. Allar ákvarðanir væru teknar í fullu samráði við Amgen, móðurfélag ÍE í Bandaríkjunum, að hans sögn. Þá segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að Íslensk erfðagreining hafi afhent veirufræðideildinni tiltekinn hugbúnað fyrir vinnslu sýna, kennslu og aðlögun að búnaðinum. Framlengja um viku Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu Landspítalans, segir í samtali við Ríkisútvarpið að ekki muni takast að koma upp búnaði til að taka við skimun ÍE fyrir morgundaginn. Því hafi verið samið við fyrirtækið um að halda áfram greiningum þar til spítalinn gettur aukið greiningarafköst sín, í hið minnsta viku til viðbótar. Rúmlega 2100 sýni voru tekin á landamærunum í gær. Þrjú smit greindust, en beðið er eftir mótefnamælingu og því ekki vitað hvort þau séu virk eða ekki. Ekkert innanlandssmit hefur verð greint í 10 daga. 15 eru nú í einangrun og 77 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. 9. júlí 2020 20:38 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Sjá meira
Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. 9. júlí 2020 20:38
Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47