Haaland hent út af skemmtistað – Í skógarhögg eftir skilaboð frá pabba Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2020 16:30 Erling Braut Haaland sló í gegn á fyrsta misseri sínu sem leikmaður Dortmund. Hann er nú í stuttu sumarfríi. VÍSIR/GETTY Hinum 19 ára gamla markahrók Erling Braut Haaland var vísað út af skemmtistað heima í Noregi um helgina þar sem hann hafði skemmt sér með vinum sínum. Fjöldi fólks varð vitni að því þegar öryggisvörður kom Haaland út og atvikið náðist einnig á myndband sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum. Þar sést Haaland einnig láta öryggisvörðinn heyra það áður en félagar hans koma honum í burtu. Haaland just got kicked out of the club in Norway pic.twitter.com/AKI4IwrGJS— Nikolai (@NRypdal) July 11, 2020 Hvorki Haaland né Dortmund, félag hans í Þýskalandi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en Alf Inge, faðir leikmannsins, sló á létta strengi á Twitter og sagði syni sínum að koma sér aftur til vinnu í sveitinni – næturlífið í borginni væri ekki fyrir hann. Framherjinn birti svo mynd af sér með keðjusög, klár í að saga niður við fyrir veturinn. View this post on Instagram The winter is coming let's chop some wood #GOTfeelings #arbaiskar A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Jul 11, 2020 at 8:10am PDT Samkvæmt Öyvind Sörensen, vini Haaland, og yfirmanni öryggisgæslunnar á skemmtistaðnum, var Haaland vísað út til að koma í veg fyrir að fólk hópaðist enn frekar í kringum hann. Í Noregi eru í gildi reglur vegna kórónuveirufaraldursins og þó að 200 manns megi koma saman þá er ætlast til þess að fjarlægðamörk séu virt. „Vegna þeirra regla sem eru í gildi vegna Covid-19 fylgdist öryggisgæslan með hópnum í kringum Erling Braut Haaland. Menn vissu að aðdáendurnir myndu ekki hætta að hópast í kringum hann, biðja um myndir og tala við hann. Á endanum var troðningurinn orðinn svo mikill að við urðum að biðja hann um að fara,“ sagði yfirmaður öryggisgæslunnar við Bild og fullyrti að Haaland hefði ekki verið drukkinn. Haaland er í stuttu sumarfríi eftir að tímabilinu í Þýskalandi lauk í lok síðasta mánaðar. Hann skoraði 13 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Dortmund sem endaði í 2. sæti. Áætlað er að ný leiktíð í Þýskalandi hefjist 21. ágúst. Þýski boltinn Noregur Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hinum 19 ára gamla markahrók Erling Braut Haaland var vísað út af skemmtistað heima í Noregi um helgina þar sem hann hafði skemmt sér með vinum sínum. Fjöldi fólks varð vitni að því þegar öryggisvörður kom Haaland út og atvikið náðist einnig á myndband sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum. Þar sést Haaland einnig láta öryggisvörðinn heyra það áður en félagar hans koma honum í burtu. Haaland just got kicked out of the club in Norway pic.twitter.com/AKI4IwrGJS— Nikolai (@NRypdal) July 11, 2020 Hvorki Haaland né Dortmund, félag hans í Þýskalandi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en Alf Inge, faðir leikmannsins, sló á létta strengi á Twitter og sagði syni sínum að koma sér aftur til vinnu í sveitinni – næturlífið í borginni væri ekki fyrir hann. Framherjinn birti svo mynd af sér með keðjusög, klár í að saga niður við fyrir veturinn. View this post on Instagram The winter is coming let's chop some wood #GOTfeelings #arbaiskar A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Jul 11, 2020 at 8:10am PDT Samkvæmt Öyvind Sörensen, vini Haaland, og yfirmanni öryggisgæslunnar á skemmtistaðnum, var Haaland vísað út til að koma í veg fyrir að fólk hópaðist enn frekar í kringum hann. Í Noregi eru í gildi reglur vegna kórónuveirufaraldursins og þó að 200 manns megi koma saman þá er ætlast til þess að fjarlægðamörk séu virt. „Vegna þeirra regla sem eru í gildi vegna Covid-19 fylgdist öryggisgæslan með hópnum í kringum Erling Braut Haaland. Menn vissu að aðdáendurnir myndu ekki hætta að hópast í kringum hann, biðja um myndir og tala við hann. Á endanum var troðningurinn orðinn svo mikill að við urðum að biðja hann um að fara,“ sagði yfirmaður öryggisgæslunnar við Bild og fullyrti að Haaland hefði ekki verið drukkinn. Haaland er í stuttu sumarfríi eftir að tímabilinu í Þýskalandi lauk í lok síðasta mánaðar. Hann skoraði 13 mörk í 15 deildarleikjum fyrir Dortmund sem endaði í 2. sæti. Áætlað er að ný leiktíð í Þýskalandi hefjist 21. ágúst.
Þýski boltinn Noregur Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira