Þær sem létust voru ekki í bílbeltum eða barnabílstól Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2020 09:16 Lögregla við vettvang slyssins við brúna yfir Núpsvötn. Vísir/jóhann k. Ökumaður bifreiðar sem fór út af brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember 2018 ók of hratt og virti ekki viðvörunarmerki við brúna. Þá voru farþegar sem létust í slysinu ekki spenntir í öryggisbelti og ungabarn sem lést var ekki í barnabílstól. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa frá 30. júní síðastliðnum. Allir í bílnum voru erlendir ferðamenn. Ökumaður bílsins, sem var af gerðinni Toyota Land Cruiser, ók inn á brúna yfir Núpsvötn og missti þar stjórn á bifreiðinni. Bíllinn fór upp á vegriðið á brúnni hægra megin miðað við akstursátt og losnaði vegriðið frá brúnni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af henni og lenti í grýttum aur fyrir neðan. Fallið var um átta metrar. Þrjár létust í slysinu, 11 mánaða stúlka og tvær konur, 33 og 36 ára. Þær sátu í annarri og öftustu sætaröð bílsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að farþegi í framsæti bifreiðarinnar hafi lýst því að bifreiðin hefði farið að rása til á brúnni skömmu eftir að ökumaður ók inn á hana. Ökumaður hefði reynt, án árangurs, að ná stjórn á henni. Bifreiðin hefði síðan rekist á vegriðið og í kjölfarið kastast út af brúnni. Farþegi og börn spennt í belti Sjö voru í bifreiðinni. Ökumaður og einn farþegi í framsæti, í næstu sætaröð voru þrír farþegar, þar af tvö börn, og í öftustu röð voru tveir farþegar, þar af eitt ungabarn. Ökumaður, farþegi í framsæti og tveir farþegar sem sátu í sætaröðinni fyrir aftan ökumanninn slösuðust töluvert í slysinu. Rannsókn á bifreiðinni eftir slysið gaf til kynna að farþegi í framsæti hafi sennilega verið með öryggisbelti spennt og bendir framburður farþegans til þess að börn í sætaröð fyrir aftan ökumann hafi einnig verið spennt í öryggisbelti. Sennilegt er að ökumaður og þeir farþegar sem létust hafi ekki verið með öryggisbeltin spennt. Ungabarnið var ekki fest í barnabílstól eða annan öryggisbúnað þegar slysið varð, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Bíllinn var nýskráður árið 2006 og með fulla skoðun, búinn nýlegum vetrardekkjum. Ekkert kom fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsakir slyssins. Orsakagreining bendir til þess að ökumaður hafi ekið of hratt inn á brúna og ekki virt viðvörunarmerki við hana. Hraðaútreikningar gáfu til kynna að bílnum hefði verið ekið á um 114 ± 8 kílómetra hraða fyrir slysið, þar sem hámarkshraði á vettvangi var 90 km/klst. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 50 km/klst eftir slysið. Þá var veggrip á brúnni sennilega skert vegna ísingar. Þá bendir rannsóknarnefnd á að hönnunarstaðlar hafi breyst síðan brúin yfir Núpsvötn var opnuð fyrir umferð 1973. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að reisa nýja brú yfir Núpsvötn á árinu og hvetur nefndin Vegagerðina og stjórnvöld til að fylgja þessum áætlunum eftir. Samgönguslys Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Ökumaður bifreiðar sem fór út af brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember 2018 ók of hratt og virti ekki viðvörunarmerki við brúna. Þá voru farþegar sem létust í slysinu ekki spenntir í öryggisbelti og ungabarn sem lést var ekki í barnabílstól. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa frá 30. júní síðastliðnum. Allir í bílnum voru erlendir ferðamenn. Ökumaður bílsins, sem var af gerðinni Toyota Land Cruiser, ók inn á brúna yfir Núpsvötn og missti þar stjórn á bifreiðinni. Bíllinn fór upp á vegriðið á brúnni hægra megin miðað við akstursátt og losnaði vegriðið frá brúnni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af henni og lenti í grýttum aur fyrir neðan. Fallið var um átta metrar. Þrjár létust í slysinu, 11 mánaða stúlka og tvær konur, 33 og 36 ára. Þær sátu í annarri og öftustu sætaröð bílsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að farþegi í framsæti bifreiðarinnar hafi lýst því að bifreiðin hefði farið að rása til á brúnni skömmu eftir að ökumaður ók inn á hana. Ökumaður hefði reynt, án árangurs, að ná stjórn á henni. Bifreiðin hefði síðan rekist á vegriðið og í kjölfarið kastast út af brúnni. Farþegi og börn spennt í belti Sjö voru í bifreiðinni. Ökumaður og einn farþegi í framsæti, í næstu sætaröð voru þrír farþegar, þar af tvö börn, og í öftustu röð voru tveir farþegar, þar af eitt ungabarn. Ökumaður, farþegi í framsæti og tveir farþegar sem sátu í sætaröðinni fyrir aftan ökumanninn slösuðust töluvert í slysinu. Rannsókn á bifreiðinni eftir slysið gaf til kynna að farþegi í framsæti hafi sennilega verið með öryggisbelti spennt og bendir framburður farþegans til þess að börn í sætaröð fyrir aftan ökumann hafi einnig verið spennt í öryggisbelti. Sennilegt er að ökumaður og þeir farþegar sem létust hafi ekki verið með öryggisbeltin spennt. Ungabarnið var ekki fest í barnabílstól eða annan öryggisbúnað þegar slysið varð, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Bíllinn var nýskráður árið 2006 og með fulla skoðun, búinn nýlegum vetrardekkjum. Ekkert kom fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsakir slyssins. Orsakagreining bendir til þess að ökumaður hafi ekið of hratt inn á brúna og ekki virt viðvörunarmerki við hana. Hraðaútreikningar gáfu til kynna að bílnum hefði verið ekið á um 114 ± 8 kílómetra hraða fyrir slysið, þar sem hámarkshraði á vettvangi var 90 km/klst. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 50 km/klst eftir slysið. Þá var veggrip á brúnni sennilega skert vegna ísingar. Þá bendir rannsóknarnefnd á að hönnunarstaðlar hafi breyst síðan brúin yfir Núpsvötn var opnuð fyrir umferð 1973. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að reisa nýja brú yfir Núpsvötn á árinu og hvetur nefndin Vegagerðina og stjórnvöld til að fylgja þessum áætlunum eftir.
Samgönguslys Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37
Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15