Herða aðgerðir vegna faraldursins í Asíu og Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 10:03 Grímuklæddir gestir Disneyland-skemmtigarðsins í Hong Kong. Honum verður lokað frá og með morgundeginum vegna fjölgunar nýrra smita í borgríkinu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Ástralíu og nokkrum Asíuríkjum hafa hert á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á nýjan leik af ótta við að fjölgun smita undanfarið sé upphafið að annarri bylgju faraldursins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við því að faraldurinn eigi eftir að versna grípi ríki ekki til strangra varúðarráðstafana. Í Ástralíu hefur verið hætt við áform um að leyfa ferðalög á milli ríkja innanlands. Í Queensland var tekin upp tveggja vikna sóttkví fyrir fólk sem hefur verið á tveimur svæðum í vestanverðum úthverfum Sydney, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Nýja Suður-Wales var komið á fjöldatakmörkunum á krám eftir að hópsýking kom upp á stóru hóteli í suðvestanverðri Sydney. Melbourne er nú í annarri viku sex vikna útgöngubanns. Tiltölulega fá smit greindust í Hong Kong í upphafi faraldursins en þar taka ströngustu reglur um félagsforðun til þessa gildi á miðnætti. Þar greindust 52 ný tilfelli í gær, þar á meðal 41 innanlandssmit. Disneyland-skemmtigarðinum í borgríkinu verður lokað frá morgundeginum. Allt kapp er nú lagt á smitrakningu í Japan eftir að tuttugu manns sem voru á leiksýningu greindust smitaðir, þar á meðal leikarar. Yfirvöld reyna nú að hafa uppi á um 800 manns sem voru á sýningunni. Þrátt fyrir það ætla stjórnvöld að halda sig við áform um að slaka á takmörkunum. Á Filippseyjum fjölgar nýjum smitum meir en nokkurs staðar annars staðar í Suðaustur-Asíu. Útgöngubanni hefur verið komið aftur á í hluta höfuðborgarinnar Manila þar sem um 250.000 manns búa. Ólíklegt er að slakað verði á takmörkunum annars staðar í borginni í bráð. Alls hafa nú um þrettán milljónir manna smitast af nýju afbrigði kórónuveiru í heiminum. Af þeim hefur um hálf milljón manna látið lífið. Í sumum ríkjum hefur faraldurinn færst í aukana aftur undanfarna daga og vikur. „Leyfið mér að tala hreint út, of mörg ríki eru á rangri leið, veiran er ennþá óvinur númer eitt,“ sagði Tedros Ghabreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Japan Filippseyjar Hong Kong Tengdar fréttir Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Stjórnvöld í Ástralíu og nokkrum Asíuríkjum hafa hert á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á nýjan leik af ótta við að fjölgun smita undanfarið sé upphafið að annarri bylgju faraldursins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við því að faraldurinn eigi eftir að versna grípi ríki ekki til strangra varúðarráðstafana. Í Ástralíu hefur verið hætt við áform um að leyfa ferðalög á milli ríkja innanlands. Í Queensland var tekin upp tveggja vikna sóttkví fyrir fólk sem hefur verið á tveimur svæðum í vestanverðum úthverfum Sydney, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Nýja Suður-Wales var komið á fjöldatakmörkunum á krám eftir að hópsýking kom upp á stóru hóteli í suðvestanverðri Sydney. Melbourne er nú í annarri viku sex vikna útgöngubanns. Tiltölulega fá smit greindust í Hong Kong í upphafi faraldursins en þar taka ströngustu reglur um félagsforðun til þessa gildi á miðnætti. Þar greindust 52 ný tilfelli í gær, þar á meðal 41 innanlandssmit. Disneyland-skemmtigarðinum í borgríkinu verður lokað frá morgundeginum. Allt kapp er nú lagt á smitrakningu í Japan eftir að tuttugu manns sem voru á leiksýningu greindust smitaðir, þar á meðal leikarar. Yfirvöld reyna nú að hafa uppi á um 800 manns sem voru á sýningunni. Þrátt fyrir það ætla stjórnvöld að halda sig við áform um að slaka á takmörkunum. Á Filippseyjum fjölgar nýjum smitum meir en nokkurs staðar annars staðar í Suðaustur-Asíu. Útgöngubanni hefur verið komið aftur á í hluta höfuðborgarinnar Manila þar sem um 250.000 manns búa. Ólíklegt er að slakað verði á takmörkunum annars staðar í borginni í bráð. Alls hafa nú um þrettán milljónir manna smitast af nýju afbrigði kórónuveiru í heiminum. Af þeim hefur um hálf milljón manna látið lífið. Í sumum ríkjum hefur faraldurinn færst í aukana aftur undanfarna daga og vikur. „Leyfið mér að tala hreint út, of mörg ríki eru á rangri leið, veiran er ennþá óvinur númer eitt,“ sagði Tedros Ghabreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Japan Filippseyjar Hong Kong Tengdar fréttir Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44