Mitt stærsta afrek ef Ísland kæmist á EM - „Allir sögðu mér að þetta væri slæm hugmynd“ Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2020 12:00 Erik Hamrén og Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, fagna innilega í sigri gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli. VÍSIR/GETTY Erik Hamrén er orðinn langeygður eftir því að fá að hitta lærisveina sína í íslensk karlalandsliðinu í fótbolta. Átta mánuðir eru liðnir síðan að hann var síðast með aðalhópinn sinn en biðinni lýkur þegar Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september, í Þjóðadeildinni. Hamrén segist í viðtali við FIFA sjá sitthvað jákvætt við hléið langa frá fótboltanum, sem er afleiðing kórónuveirufaraldursins, þar sem hann hafi getað varið meiri tíma með fjölskyldunni og spilað meira golf en vanalega. „Samt sem áður sakna ég fótboltans mikið og ég hlakka til að byrja almennilega aftur. Ég hitti leikmennina síðast í nóvember svo biðin var orðin löng jafnvel áður en öllu var skellt í lás. Og við vorum allir farnir að hlakka mikið til og undirbúa okkur fyrir EM umspilsleikina. Það er því frábært að það sé að styttast í þá,“ sagði Hamrén. Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli 8. október og sigurliðið í þeim leik mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar. Þangað stefna Hamrén og hans menn fullum fetum. Hamrén fór með Svíþjóð á EM 2012 og 2016, og hefur unnið danska og norska meistaratitilinn, en tekur undir að það yrði sitt stærsta afrek að koma Íslandi á EM: „Það yrði það sennilega, einfaldlega vegna þess hve mikill munur er á stærð þjóðanna, og vegna þess að nánast allir sögðu mér að þetta væri slæm hugmynd; að taka við þessu starfi. Það yrði algjörlega stórkostlegt fyrir litla þjóð eins og Ísland að komast á þrjú stórmót í röð, og já, ég held að það yrði mitt stærsta afrek sem þjálfari,“ sagði Hamrén. Erik Hamrén hlakkar mikið til að komast aftur á Laugardalsvöll til að stýra íslenska landsliðinu.VÍSIR/VILHELM Eina vandamálið verið meiðsli lykilmanna Fólk taldi Hamrén „klikkaðan“ að taka við íslenska landsliðinu þar sem að leiðin gæti eiginlega aðeins legið niður á við, eftir að liðið hafði komist á EM og HM auk þess sem leikmannahópurinn sem að þeim afrekum stóð var tekinn að eldast. Hamrén var spurður út í það hvort einhver endurnýjun hefði átt sér stað í liðinu og kvaðst ekki kvíða framtíðinni en benti á að enn væri nóg eftir á tanknum hjá gullkynslóðinni. „Ég hef verið mjög ánægður með leikmennina hvað þetta varðar. Ég velti þessari spurningu fyrir mér þegar ég tók við; hafa þessir eldri leikmenn enn hæfileikana og hungrið til að ná enn meiri mögnuðum árangri með Íslandi? Og ég hef séð að svo er. Ég er svakalega ánægður með hugarfarið þeirra. Eina vandamálið sem við höfum glímt við, sem hafði áhrif á fyrri þjálfara líka, eru meiðsli mikilvægra leikmanna. Fólkið hérna sagði mér að byrjunarliðið hefði nánast verið það sama í fjögur ár, og sá stöðugleiki hefur hjálpað mikið. Þannig hefur þetta hins vegar ekki verið síðustu ár, og ef að nokkrir lykilmenn eru meiddir er það mun erfiðara fyrir fámenna þjóð, með færri leikmenn til að velja úr. Þetta hefur þó gefið okkur tækifæri til að taka inn og prófa yngri leikmenn, og sumir þeirra hafa virkilega gripið tækifærið. Ég sé svo sannarlega framtíð hjá Íslandi þegar þessi magnaða kynslóð hættir að spila,“ sagði Hamrén. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Erik Hamrén er orðinn langeygður eftir því að fá að hitta lærisveina sína í íslensk karlalandsliðinu í fótbolta. Átta mánuðir eru liðnir síðan að hann var síðast með aðalhópinn sinn en biðinni lýkur þegar Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september, í Þjóðadeildinni. Hamrén segist í viðtali við FIFA sjá sitthvað jákvætt við hléið langa frá fótboltanum, sem er afleiðing kórónuveirufaraldursins, þar sem hann hafi getað varið meiri tíma með fjölskyldunni og spilað meira golf en vanalega. „Samt sem áður sakna ég fótboltans mikið og ég hlakka til að byrja almennilega aftur. Ég hitti leikmennina síðast í nóvember svo biðin var orðin löng jafnvel áður en öllu var skellt í lás. Og við vorum allir farnir að hlakka mikið til og undirbúa okkur fyrir EM umspilsleikina. Það er því frábært að það sé að styttast í þá,“ sagði Hamrén. Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli 8. október og sigurliðið í þeim leik mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í úrslitaleik um sæti á EM næsta sumar. Þangað stefna Hamrén og hans menn fullum fetum. Hamrén fór með Svíþjóð á EM 2012 og 2016, og hefur unnið danska og norska meistaratitilinn, en tekur undir að það yrði sitt stærsta afrek að koma Íslandi á EM: „Það yrði það sennilega, einfaldlega vegna þess hve mikill munur er á stærð þjóðanna, og vegna þess að nánast allir sögðu mér að þetta væri slæm hugmynd; að taka við þessu starfi. Það yrði algjörlega stórkostlegt fyrir litla þjóð eins og Ísland að komast á þrjú stórmót í röð, og já, ég held að það yrði mitt stærsta afrek sem þjálfari,“ sagði Hamrén. Erik Hamrén hlakkar mikið til að komast aftur á Laugardalsvöll til að stýra íslenska landsliðinu.VÍSIR/VILHELM Eina vandamálið verið meiðsli lykilmanna Fólk taldi Hamrén „klikkaðan“ að taka við íslenska landsliðinu þar sem að leiðin gæti eiginlega aðeins legið niður á við, eftir að liðið hafði komist á EM og HM auk þess sem leikmannahópurinn sem að þeim afrekum stóð var tekinn að eldast. Hamrén var spurður út í það hvort einhver endurnýjun hefði átt sér stað í liðinu og kvaðst ekki kvíða framtíðinni en benti á að enn væri nóg eftir á tanknum hjá gullkynslóðinni. „Ég hef verið mjög ánægður með leikmennina hvað þetta varðar. Ég velti þessari spurningu fyrir mér þegar ég tók við; hafa þessir eldri leikmenn enn hæfileikana og hungrið til að ná enn meiri mögnuðum árangri með Íslandi? Og ég hef séð að svo er. Ég er svakalega ánægður með hugarfarið þeirra. Eina vandamálið sem við höfum glímt við, sem hafði áhrif á fyrri þjálfara líka, eru meiðsli mikilvægra leikmanna. Fólkið hérna sagði mér að byrjunarliðið hefði nánast verið það sama í fjögur ár, og sá stöðugleiki hefur hjálpað mikið. Þannig hefur þetta hins vegar ekki verið síðustu ár, og ef að nokkrir lykilmenn eru meiddir er það mun erfiðara fyrir fámenna þjóð, með færri leikmenn til að velja úr. Þetta hefur þó gefið okkur tækifæri til að taka inn og prófa yngri leikmenn, og sumir þeirra hafa virkilega gripið tækifærið. Ég sé svo sannarlega framtíð hjá Íslandi þegar þessi magnaða kynslóð hættir að spila,“ sagði Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira