Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. júlí 2020 10:00 Vísir/Getty Margir tengja jafnvægi heimilis og vinnu við þá áskorun að vinna ekki of mikið en ná þess frekar að njóta samvista með fjölskyldunni. Jafn einfalt og þetta hljómar þekkja það flestir af eigin raun að svo er ekki. Útivinnandi foreldrar upplifa sig oft í kapphlaupi við tímann, að vinna, sækja, skutla, elda, þvo, kaupa inn o.s.frv. Þegar börnin eru sofnuð er oft kíkt á nokkra vinnupósta eða einhver verkefni kláruð. Morguninn eftir hefst sama kapphlaupið á ný. Í nýlegri grein Harvard Business Review er útivinnandi foreldrum hins vegar bent á mikilvægi þess að rækta vini sína og vinskap utan vinnufélaga. Þetta eru vinirnir sem við treystum fyrir leyndarmálum okkar, áhyggjum eða vangaveltum. Oft fólkið sem hefur þekkt okkur lengi og veit fyrir hvað við stöndum eða í hverju styrkleikar eða veikleikarnir okkar liggja. Að halda úti sambandi við þessa vini, samhliða því að vera að vinna, reka heimili, ala upp börn og verja tíma með makanum, á það því til að verða svolítið útundan. Í umræddri grein er því fleygt fram að sambandsrofin, þ.e. sú þróun að heyra æ sjaldnar í vinum sínum, gerist hvað hraðast á þrítugsaldri eða á þeim aldri þegar margir eru að eignast sín fyrstu börn og koma sér upp heimili. Samkvæmt rannsóknum gerir það okkur hins vegar mjög gott að rækta sambandið við vini utan vinnu og fjölskyldu. Til dæmis sýna rannsóknir að það að rækta sambandið vel við bestu vini sína hjálpar okkur að standast álag og streitu, eflir félagslega getu okkar og hefur meira að segja þau áhrif að við stöndum okkur betur í vinnu. Þetta skýrist meðal annars af því að það eru traustu vinirnir sem fá okkur oft til að hugsa aðeins út fyrir boxið þegar kemur að vinnunni og átta okkur á fleiri sjónarhornum. Vinirnir eru utanaðkomandi, eru óhræddir við að segja okkur sína skoðun og við getum treyst því að þeir vilja okkur vel. Flest fólk kannast líka við það að upplifa sig ánægð og endurnærð eftir góða samverustund með bestu vinunum eða vinkonum. Að ná góðu jafnvægi á milli heimilis og vinnu þarf því einnig að fela það í sér að fólk sé meðvitað um að rækta sambandið við trausta og góða vini. Oft er þetta hægt án þess að taka tíma frá fjölskyldunni. Stutt spjall í símanum á meðan verið er að elda eða vaska upp eða stokkið inn í búð. Eða eins og segir í laglínunni „Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá.“ Góðu ráðin Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Margir tengja jafnvægi heimilis og vinnu við þá áskorun að vinna ekki of mikið en ná þess frekar að njóta samvista með fjölskyldunni. Jafn einfalt og þetta hljómar þekkja það flestir af eigin raun að svo er ekki. Útivinnandi foreldrar upplifa sig oft í kapphlaupi við tímann, að vinna, sækja, skutla, elda, þvo, kaupa inn o.s.frv. Þegar börnin eru sofnuð er oft kíkt á nokkra vinnupósta eða einhver verkefni kláruð. Morguninn eftir hefst sama kapphlaupið á ný. Í nýlegri grein Harvard Business Review er útivinnandi foreldrum hins vegar bent á mikilvægi þess að rækta vini sína og vinskap utan vinnufélaga. Þetta eru vinirnir sem við treystum fyrir leyndarmálum okkar, áhyggjum eða vangaveltum. Oft fólkið sem hefur þekkt okkur lengi og veit fyrir hvað við stöndum eða í hverju styrkleikar eða veikleikarnir okkar liggja. Að halda úti sambandi við þessa vini, samhliða því að vera að vinna, reka heimili, ala upp börn og verja tíma með makanum, á það því til að verða svolítið útundan. Í umræddri grein er því fleygt fram að sambandsrofin, þ.e. sú þróun að heyra æ sjaldnar í vinum sínum, gerist hvað hraðast á þrítugsaldri eða á þeim aldri þegar margir eru að eignast sín fyrstu börn og koma sér upp heimili. Samkvæmt rannsóknum gerir það okkur hins vegar mjög gott að rækta sambandið við vini utan vinnu og fjölskyldu. Til dæmis sýna rannsóknir að það að rækta sambandið vel við bestu vini sína hjálpar okkur að standast álag og streitu, eflir félagslega getu okkar og hefur meira að segja þau áhrif að við stöndum okkur betur í vinnu. Þetta skýrist meðal annars af því að það eru traustu vinirnir sem fá okkur oft til að hugsa aðeins út fyrir boxið þegar kemur að vinnunni og átta okkur á fleiri sjónarhornum. Vinirnir eru utanaðkomandi, eru óhræddir við að segja okkur sína skoðun og við getum treyst því að þeir vilja okkur vel. Flest fólk kannast líka við það að upplifa sig ánægð og endurnærð eftir góða samverustund með bestu vinunum eða vinkonum. Að ná góðu jafnvægi á milli heimilis og vinnu þarf því einnig að fela það í sér að fólk sé meðvitað um að rækta sambandið við trausta og góða vini. Oft er þetta hægt án þess að taka tíma frá fjölskyldunni. Stutt spjall í símanum á meðan verið er að elda eða vaska upp eða stokkið inn í búð. Eða eins og segir í laglínunni „Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá.“
Góðu ráðin Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira