„Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Telma Tómasson skrifar 14. júlí 2020 13:27 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri ÖSE. Vísir/getty Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. Vitað sé að það verði ekki auðvelt að finna eftirmann hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ráðin til þriggja ára í starf forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu – ÖSE. Hún hafði lýst yfir áhuga sínum á að halda starfinu áfram, en ásamt þremur öðrum yfirmönnum hlýtur hún ekki brautargengi. Aðildarríki ÖSE eru 57 og nýtur Ingibjörg Sólrún stuðnings íslenskra stjórnvalda sem og flestra annarra ríkja. Hins vegar settu Tyrkir og Tadsíkar sig upp á móti áframhaldandi ráðningu hennar meðal annars vegna þess að hún þótti ekki hafa beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Og þessi frjálsu félagasamtök hafa þau viljað skilgreina sem hryðjuverkasamtök eða samtök sem styðja við ofbeldi en þau hafa ekki fært fram neinar sönnur á það,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Einhugur þarf að vera meðal aðildarríkjanna um ráðningu yfirmanna og segir Ingibjörg Sólrún ákveðna yfirlýsingu felast í þessari ákvörðun. „Ég lít á þetta sem ákveðna yfirlýsingu um að það sé ekki sammæli um þau grundvallarviðmið sem við höfum stuðst við í okkar starfi sem lúta að lýðræði og mannréttindum. Því þau eru auðvitað að setja þá starfsemi ÖSE sem lýtur að þessu í ákveðið uppnám með þessum aðgerðum sínum. Og þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann sem á að taka við keflinu. Því málið er óleyst með þessi frjálsu félagasamtök þó að ég fari. Það mun ekki nýr yfirmaður leysa það mál,“ segir Ingibjörg Sólrún. Vendingin í málinu er nýtilkomin. „Það er ekki fyrr en á undanförnum tveimur, þremur vikum sem þetta er að koma upp á yfirborðið. Þetta var alls ekki uppi á yfirborðinu áður. Þannig að þetta er nýtilkomið en kemur kannski ekki alveg á óvart,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún mun að óbreyttu láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE á laugardag, eftir þrjú ár í starfi. Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. Vitað sé að það verði ekki auðvelt að finna eftirmann hennar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ráðin til þriggja ára í starf forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu – ÖSE. Hún hafði lýst yfir áhuga sínum á að halda starfinu áfram, en ásamt þremur öðrum yfirmönnum hlýtur hún ekki brautargengi. Aðildarríki ÖSE eru 57 og nýtur Ingibjörg Sólrún stuðnings íslenskra stjórnvalda sem og flestra annarra ríkja. Hins vegar settu Tyrkir og Tadsíkar sig upp á móti áframhaldandi ráðningu hennar meðal annars vegna þess að hún þótti ekki hafa beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Og þessi frjálsu félagasamtök hafa þau viljað skilgreina sem hryðjuverkasamtök eða samtök sem styðja við ofbeldi en þau hafa ekki fært fram neinar sönnur á það,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við fréttastofu. Einhugur þarf að vera meðal aðildarríkjanna um ráðningu yfirmanna og segir Ingibjörg Sólrún ákveðna yfirlýsingu felast í þessari ákvörðun. „Ég lít á þetta sem ákveðna yfirlýsingu um að það sé ekki sammæli um þau grundvallarviðmið sem við höfum stuðst við í okkar starfi sem lúta að lýðræði og mannréttindum. Því þau eru auðvitað að setja þá starfsemi ÖSE sem lýtur að þessu í ákveðið uppnám með þessum aðgerðum sínum. Og þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann sem á að taka við keflinu. Því málið er óleyst með þessi frjálsu félagasamtök þó að ég fari. Það mun ekki nýr yfirmaður leysa það mál,“ segir Ingibjörg Sólrún. Vendingin í málinu er nýtilkomin. „Það er ekki fyrr en á undanförnum tveimur, þremur vikum sem þetta er að koma upp á yfirborðið. Þetta var alls ekki uppi á yfirborðinu áður. Þannig að þetta er nýtilkomið en kemur kannski ekki alveg á óvart,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún mun að óbreyttu láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE á laugardag, eftir þrjú ár í starfi.
Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira