Mánudagsþreytan í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. júlí 2020 10:00 Ertu oft þreytt/ur í vinnunni á mánudögum? Vísir/Getty Það kannast margir við mánudagsþreytuna í vinnunni. Þetta eru morgnarnir þar sem erfiðast er að vakna og við komumst varla almennilega í gang. Auðvitað er skýringin í langflestum tilfellum hreinlega sú að við fórum of seint að sofa kvöldinu áður. Þetta á ekki síst við um á sumrin þegar bjart er úti. Hér eru nokkur ráð til að forðast þessa mánudagsþreytu. Þau höfða til skynseminnar og eru kannski ekkert endilega ráðin sem þig langar til að fara eftir en án efa þau sem geta hvað best dregið úr mánudagsþreytunni. 1. Hafðu reglu á svefninum Hér er átt við að hafa reglu á svefninum sjö daga vikuna, ekki bara á virkum dögum. Þetta þýðir hreinlega að fara þá líka snemma að sofa um helgar, að minnsta kosti eins oft og hægt er. 2. Stuttir lúrar Það koma auðvitað tilfelli þar sem við vökum lengur, vorum kannski í veislu eða boði og förum mun seinna að sofa en venjulega. Afleiðingarnar eru oft þær að við dottum eða leggjum okkur daginn eftir en galdurinn við stutta lúra er að leggja sig ekki eftir klukkan tvö á daginn því annars hefur lúrinn áhrif á kvöldsvefninn. Stuttur lúr þarf líka að takmarkast við 20 mínútur. 3. Ekki sofa út báða daga Þótt þú leyfir þér að sofa eitthvað út um helgar er ekki ráðlagt að sofa út bæði laugardag og sunnudag því þannig er svefninn strax kominn í óreglu. Einfalt ráð til að halda þessari reglu er að plana helgina þannig að þú farir ekki of seint að sofa bæði kvöldin. 4. Ræktin Enn eitt ráðið til að koma sér snemma fram úr um helgar er að skikka sjálfan sig í ræktina á sunnudagsmorgni. Það mun hressa þig svo vel við að þú gleymir því að þú hafir sleppt því að sofa út þann morguninn. 5. Farðu út í sólina Þegar það er sól og gott veður er um að gera að nýta tækifærið og láta veðrið sjá um að draga þig fyrr fram úr á morgnana um helgar. Að nýta daginn í garðinum, útivist, ferðarlög eða með krökkunum er eitthvað sem hægt er að setja inn í skipulagið. 6. Ekkert koffín eftir klukkan tvö Þótt þreytan geri vart við sig á sunnudögum er ekki æskilegt að hressa sig við með koffíni ef klukkan er meira en tvö því eftir það aukast líkurnar á að þú sofnir seint um kvöldið. Góðu ráðin Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Það kannast margir við mánudagsþreytuna í vinnunni. Þetta eru morgnarnir þar sem erfiðast er að vakna og við komumst varla almennilega í gang. Auðvitað er skýringin í langflestum tilfellum hreinlega sú að við fórum of seint að sofa kvöldinu áður. Þetta á ekki síst við um á sumrin þegar bjart er úti. Hér eru nokkur ráð til að forðast þessa mánudagsþreytu. Þau höfða til skynseminnar og eru kannski ekkert endilega ráðin sem þig langar til að fara eftir en án efa þau sem geta hvað best dregið úr mánudagsþreytunni. 1. Hafðu reglu á svefninum Hér er átt við að hafa reglu á svefninum sjö daga vikuna, ekki bara á virkum dögum. Þetta þýðir hreinlega að fara þá líka snemma að sofa um helgar, að minnsta kosti eins oft og hægt er. 2. Stuttir lúrar Það koma auðvitað tilfelli þar sem við vökum lengur, vorum kannski í veislu eða boði og förum mun seinna að sofa en venjulega. Afleiðingarnar eru oft þær að við dottum eða leggjum okkur daginn eftir en galdurinn við stutta lúra er að leggja sig ekki eftir klukkan tvö á daginn því annars hefur lúrinn áhrif á kvöldsvefninn. Stuttur lúr þarf líka að takmarkast við 20 mínútur. 3. Ekki sofa út báða daga Þótt þú leyfir þér að sofa eitthvað út um helgar er ekki ráðlagt að sofa út bæði laugardag og sunnudag því þannig er svefninn strax kominn í óreglu. Einfalt ráð til að halda þessari reglu er að plana helgina þannig að þú farir ekki of seint að sofa bæði kvöldin. 4. Ræktin Enn eitt ráðið til að koma sér snemma fram úr um helgar er að skikka sjálfan sig í ræktina á sunnudagsmorgni. Það mun hressa þig svo vel við að þú gleymir því að þú hafir sleppt því að sofa út þann morguninn. 5. Farðu út í sólina Þegar það er sól og gott veður er um að gera að nýta tækifærið og láta veðrið sjá um að draga þig fyrr fram úr á morgnana um helgar. Að nýta daginn í garðinum, útivist, ferðarlög eða með krökkunum er eitthvað sem hægt er að setja inn í skipulagið. 6. Ekkert koffín eftir klukkan tvö Þótt þreytan geri vart við sig á sunnudögum er ekki æskilegt að hressa sig við með koffíni ef klukkan er meira en tvö því eftir það aukast líkurnar á að þú sofnir seint um kvöldið.
Góðu ráðin Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira