Kjartan Henry Finnbogason og félagar í Vejle eru komnir upp í deild þeirra bestu á nýjan leik eftir 1-0 sigur á Nyköbing í dag.
Vejle féll úr dönsku úrvalsdeildinni á stuttu leiktíð en stoppuðu stutt við í dönsku B-deildinni. Þeir héldu flestum sínum leikmönnum og komust upp á ný.
Dagen efter vi var rykket ned, drak jeg en gravøl med drengene og @kjahfin som fotograf. Jeg frygtede, at holdet nu skulle splittes for alle vinde, men bl.a. takket være ejerne, samt loyale @ALbank_ og @PEF40 er holdet intakt. Om 4 timer kan vi være i @Superligaen igen #vejleb pic.twitter.com/CeN8B4aTaa
— Morten Pelch (@MortenPelch) July 14, 2020
Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Ylber Ramadani á 57. mínútu en Kjartan Henry spilaði fyrstu 86 mínúturnar fyrir Vejle.
Vejle er á toppnum með 67 stig, níu stigum á undan Viborg er tvær umferðir eru eftir svo Vejle leikur í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.
Velkommen tilbage! Stort tillykke til @Vejle_B der efter blot en enkelt sæson i NordicBet Liga er tilbage i landets bedste fodboldrække #SLDK pic.twitter.com/0WiBgYjWCx
— 3F Superliga (@Superligaen) July 14, 2020
Kjartan hefur nú leikið með Vejle í eitt og hálft ár en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Hann er markahæsti leikmaður B-deildarinnar þetta tímabilið með sautján mörk.