Tiger Woods gæti sett nýtt met þegar hann snýr aftur í þessari viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 07:30 Tiger Woods fagnar sigri á Mastersmótinu í fyrra. Getty/Andrew Redington Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods gæti skrifað golfsöguna á sínu fyrsta golfmóti síðan í febrúar en Woods tekur þátt á Memorial golfmótinu í Dublin í Ohio fylki í þessari viku. Næsti sigur Tiger Woods á móti á PGA móti verður sögulegur. Hann hefur þegar unnið 82 mót á bandarísku mótaröðinni á ferlinum og deilir nú metinu með Sam Snead. Sam Snead vann 82 PGA-mót á sínum tíma en síðasti sigur hans kom árið 1965. Snead hefur því átt metið í 55 ár en gæti misst það um helgina. „Ég vildi geta sagt að ég muni vinna mótið. Ég kem inn í mótið eins og alltaf eða með því markmiði að vinna,“ sagði Tiger Woods sem jafnaði met Sam Snead þegar hann vann Zozo mótið í Japan í október á síðasta ári. Tiger Woods eyes Memorial tournament win and Sam Snead's PGA Tour record on return https://t.co/JFtD6Fozqo— BBC News (UK) (@BBCNews) July 15, 2020 „Vonandi gengur það upp á sunnudaginn. Það er engin ástæða fyrir því að ég geti ekki unnið mót í þessari viku,“ sagði Woods. Tiger Woods er enn ríkjandi meistari á Mastersmótinu því það fór ekki fram í ár vegna kórónuveirufaraldsins. Hann hafði misst af mótum fyrir COVID-19 vegna bakmeiðsla en spilaði síðan á Genesis Invitational í febrúar þar sem gekk ekki vel. Tiger Woods tók þátt í góðgerðamóti í miðjum faraldrinum eða einvíginu með þeim Phil Mickelson, Tom Brady og Payton Manning en nú fær golfáhugafólk að sjá hann á móti í fyrsta sinn í langan tíma. Tiger Woods tók þá ákvörðun að sleppa því að keppa á fyrstu mótunum eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveirufarldurinn. „Mér leið bara þannig að það væri betra að vera heima og vera alveg öruggur. Ég er vanur því að spila með fullt af fólki í kringum mig og það setur ekki bara mig í hættu heldur einnig fjölskyldu og vini,“ sagði Woods. Tiger vildi sjá hvernig þetta allt spilaðist áður en hann ákvað að taka loks slaginn í þessari viku. Þetta verður óvenjulegt mót fyrir Tiger Woods því það verða engir áhorfendur á svæðinu og mun færri myndavélar en vanalega. Þegar Tiger spilar þá fylgir honum jafnan stór hópur fólks sem sýnir mikil viðbrögð við hverju höggi. „Þetta verður hljóður og öðruvísi heimur,“ sagði Tiger Woods. Memorial Tournament verður í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin frá fyrsta deginum á morgun klukkan 18.30. Golf Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods gæti skrifað golfsöguna á sínu fyrsta golfmóti síðan í febrúar en Woods tekur þátt á Memorial golfmótinu í Dublin í Ohio fylki í þessari viku. Næsti sigur Tiger Woods á móti á PGA móti verður sögulegur. Hann hefur þegar unnið 82 mót á bandarísku mótaröðinni á ferlinum og deilir nú metinu með Sam Snead. Sam Snead vann 82 PGA-mót á sínum tíma en síðasti sigur hans kom árið 1965. Snead hefur því átt metið í 55 ár en gæti misst það um helgina. „Ég vildi geta sagt að ég muni vinna mótið. Ég kem inn í mótið eins og alltaf eða með því markmiði að vinna,“ sagði Tiger Woods sem jafnaði met Sam Snead þegar hann vann Zozo mótið í Japan í október á síðasta ári. Tiger Woods eyes Memorial tournament win and Sam Snead's PGA Tour record on return https://t.co/JFtD6Fozqo— BBC News (UK) (@BBCNews) July 15, 2020 „Vonandi gengur það upp á sunnudaginn. Það er engin ástæða fyrir því að ég geti ekki unnið mót í þessari viku,“ sagði Woods. Tiger Woods er enn ríkjandi meistari á Mastersmótinu því það fór ekki fram í ár vegna kórónuveirufaraldsins. Hann hafði misst af mótum fyrir COVID-19 vegna bakmeiðsla en spilaði síðan á Genesis Invitational í febrúar þar sem gekk ekki vel. Tiger Woods tók þátt í góðgerðamóti í miðjum faraldrinum eða einvíginu með þeim Phil Mickelson, Tom Brady og Payton Manning en nú fær golfáhugafólk að sjá hann á móti í fyrsta sinn í langan tíma. Tiger Woods tók þá ákvörðun að sleppa því að keppa á fyrstu mótunum eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveirufarldurinn. „Mér leið bara þannig að það væri betra að vera heima og vera alveg öruggur. Ég er vanur því að spila með fullt af fólki í kringum mig og það setur ekki bara mig í hættu heldur einnig fjölskyldu og vini,“ sagði Woods. Tiger vildi sjá hvernig þetta allt spilaðist áður en hann ákvað að taka loks slaginn í þessari viku. Þetta verður óvenjulegt mót fyrir Tiger Woods því það verða engir áhorfendur á svæðinu og mun færri myndavélar en vanalega. Þegar Tiger spilar þá fylgir honum jafnan stór hópur fólks sem sýnir mikil viðbrögð við hverju höggi. „Þetta verður hljóður og öðruvísi heimur,“ sagði Tiger Woods. Memorial Tournament verður í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin frá fyrsta deginum á morgun klukkan 18.30.
Golf Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira