Tiger Woods gæti sett nýtt met þegar hann snýr aftur í þessari viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 07:30 Tiger Woods fagnar sigri á Mastersmótinu í fyrra. Getty/Andrew Redington Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods gæti skrifað golfsöguna á sínu fyrsta golfmóti síðan í febrúar en Woods tekur þátt á Memorial golfmótinu í Dublin í Ohio fylki í þessari viku. Næsti sigur Tiger Woods á móti á PGA móti verður sögulegur. Hann hefur þegar unnið 82 mót á bandarísku mótaröðinni á ferlinum og deilir nú metinu með Sam Snead. Sam Snead vann 82 PGA-mót á sínum tíma en síðasti sigur hans kom árið 1965. Snead hefur því átt metið í 55 ár en gæti misst það um helgina. „Ég vildi geta sagt að ég muni vinna mótið. Ég kem inn í mótið eins og alltaf eða með því markmiði að vinna,“ sagði Tiger Woods sem jafnaði met Sam Snead þegar hann vann Zozo mótið í Japan í október á síðasta ári. Tiger Woods eyes Memorial tournament win and Sam Snead's PGA Tour record on return https://t.co/JFtD6Fozqo— BBC News (UK) (@BBCNews) July 15, 2020 „Vonandi gengur það upp á sunnudaginn. Það er engin ástæða fyrir því að ég geti ekki unnið mót í þessari viku,“ sagði Woods. Tiger Woods er enn ríkjandi meistari á Mastersmótinu því það fór ekki fram í ár vegna kórónuveirufaraldsins. Hann hafði misst af mótum fyrir COVID-19 vegna bakmeiðsla en spilaði síðan á Genesis Invitational í febrúar þar sem gekk ekki vel. Tiger Woods tók þátt í góðgerðamóti í miðjum faraldrinum eða einvíginu með þeim Phil Mickelson, Tom Brady og Payton Manning en nú fær golfáhugafólk að sjá hann á móti í fyrsta sinn í langan tíma. Tiger Woods tók þá ákvörðun að sleppa því að keppa á fyrstu mótunum eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveirufarldurinn. „Mér leið bara þannig að það væri betra að vera heima og vera alveg öruggur. Ég er vanur því að spila með fullt af fólki í kringum mig og það setur ekki bara mig í hættu heldur einnig fjölskyldu og vini,“ sagði Woods. Tiger vildi sjá hvernig þetta allt spilaðist áður en hann ákvað að taka loks slaginn í þessari viku. Þetta verður óvenjulegt mót fyrir Tiger Woods því það verða engir áhorfendur á svæðinu og mun færri myndavélar en vanalega. Þegar Tiger spilar þá fylgir honum jafnan stór hópur fólks sem sýnir mikil viðbrögð við hverju höggi. „Þetta verður hljóður og öðruvísi heimur,“ sagði Tiger Woods. Memorial Tournament verður í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin frá fyrsta deginum á morgun klukkan 18.30. Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods gæti skrifað golfsöguna á sínu fyrsta golfmóti síðan í febrúar en Woods tekur þátt á Memorial golfmótinu í Dublin í Ohio fylki í þessari viku. Næsti sigur Tiger Woods á móti á PGA móti verður sögulegur. Hann hefur þegar unnið 82 mót á bandarísku mótaröðinni á ferlinum og deilir nú metinu með Sam Snead. Sam Snead vann 82 PGA-mót á sínum tíma en síðasti sigur hans kom árið 1965. Snead hefur því átt metið í 55 ár en gæti misst það um helgina. „Ég vildi geta sagt að ég muni vinna mótið. Ég kem inn í mótið eins og alltaf eða með því markmiði að vinna,“ sagði Tiger Woods sem jafnaði met Sam Snead þegar hann vann Zozo mótið í Japan í október á síðasta ári. Tiger Woods eyes Memorial tournament win and Sam Snead's PGA Tour record on return https://t.co/JFtD6Fozqo— BBC News (UK) (@BBCNews) July 15, 2020 „Vonandi gengur það upp á sunnudaginn. Það er engin ástæða fyrir því að ég geti ekki unnið mót í þessari viku,“ sagði Woods. Tiger Woods er enn ríkjandi meistari á Mastersmótinu því það fór ekki fram í ár vegna kórónuveirufaraldsins. Hann hafði misst af mótum fyrir COVID-19 vegna bakmeiðsla en spilaði síðan á Genesis Invitational í febrúar þar sem gekk ekki vel. Tiger Woods tók þátt í góðgerðamóti í miðjum faraldrinum eða einvíginu með þeim Phil Mickelson, Tom Brady og Payton Manning en nú fær golfáhugafólk að sjá hann á móti í fyrsta sinn í langan tíma. Tiger Woods tók þá ákvörðun að sleppa því að keppa á fyrstu mótunum eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveirufarldurinn. „Mér leið bara þannig að það væri betra að vera heima og vera alveg öruggur. Ég er vanur því að spila með fullt af fólki í kringum mig og það setur ekki bara mig í hættu heldur einnig fjölskyldu og vini,“ sagði Woods. Tiger vildi sjá hvernig þetta allt spilaðist áður en hann ákvað að taka loks slaginn í þessari viku. Þetta verður óvenjulegt mót fyrir Tiger Woods því það verða engir áhorfendur á svæðinu og mun færri myndavélar en vanalega. Þegar Tiger spilar þá fylgir honum jafnan stór hópur fólks sem sýnir mikil viðbrögð við hverju höggi. „Þetta verður hljóður og öðruvísi heimur,“ sagði Tiger Woods. Memorial Tournament verður í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin frá fyrsta deginum á morgun klukkan 18.30.
Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti