Segist sakna leiftrandi sóknarleiks hjá FH Ísak Hallmundarson skrifar 15. júlí 2020 14:00 FH-ingar töpuðu fyrir Fylki 1-2 á heimavelli í Pepsi Max deild karla á mánudaginn. Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar veltu fyrir sér döpru gengi FH og stöðu Ólafs Helga Kristjánssonar þjálfara FH. „Formaðurinn hlýtur að vera svekktur ef hann lét hann fá besta byrjunarlið landsins og hann nær ekki árangri, það er allavega sú pressa,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Máni Pétursson tók í sama streng. „Það er ekki spurning, ég held að ef hann nær ekki Evrópusæti getum við gengið að því vísu að Ólafur Kristjánsson verði ekki þjálfari FH á næsta ári. Ef þeir ná ekki í topp þrjá er alveg gefið mál að hann kveðji. En menn skulu aldrei útiloka að prófessorinn nái að snúa hlutunum við. Hann situr uppi með vörn sem er ekkert sérstaklega góð, þar eru vandamál FH-liðsins, fyrst og síðast. Gumma Kristjáns dæmið í miðverðinum hefur því miður ekki gengið, ekki enn sem komið er og staðreynd málsins er að Guðmann er alltaf meiddur. Ef þú vilt ekki vera að breyta til í einhverri línu þá er það í öftustu fjórum,“ sagði Máni. Sigurvin velti fyrir sér hvort vörnin væri aðalvandamál FH-inga. „En finnst þér vörnin vandamálið hjá FH? Það sem ég sakna mest úr FH er auðvitað bara sóknarleikurinn, þeir voru með leiftrandi sóknarleik þegar þeir voru sem bestir, voru ekki frægir fyrir varnarleik endilega. Þannig ég sakna þess helst að sjá þá ekki smella því það eru alveg gæði þarna. Lennon, einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað hérna, Jónatan er rosalega spennandi, Daníel Hafsteinsson er mjög spennandi leikmaður, þannig það vantar einhverja töfra. Óli er að reyna að finna þetta, hann er búinn að reyna á þriðja ár að finna einhvern neista, þar sem þetta fer að smella. En þetta eru allt einhverjir fjórir, fimm einstaklingar að reyna að sýna sig og sanna,“ sagði Sigurvin. Alla umræðuna má sjá efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
FH-ingar töpuðu fyrir Fylki 1-2 á heimavelli í Pepsi Max deild karla á mánudaginn. Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar veltu fyrir sér döpru gengi FH og stöðu Ólafs Helga Kristjánssonar þjálfara FH. „Formaðurinn hlýtur að vera svekktur ef hann lét hann fá besta byrjunarlið landsins og hann nær ekki árangri, það er allavega sú pressa,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Máni Pétursson tók í sama streng. „Það er ekki spurning, ég held að ef hann nær ekki Evrópusæti getum við gengið að því vísu að Ólafur Kristjánsson verði ekki þjálfari FH á næsta ári. Ef þeir ná ekki í topp þrjá er alveg gefið mál að hann kveðji. En menn skulu aldrei útiloka að prófessorinn nái að snúa hlutunum við. Hann situr uppi með vörn sem er ekkert sérstaklega góð, þar eru vandamál FH-liðsins, fyrst og síðast. Gumma Kristjáns dæmið í miðverðinum hefur því miður ekki gengið, ekki enn sem komið er og staðreynd málsins er að Guðmann er alltaf meiddur. Ef þú vilt ekki vera að breyta til í einhverri línu þá er það í öftustu fjórum,“ sagði Máni. Sigurvin velti fyrir sér hvort vörnin væri aðalvandamál FH-inga. „En finnst þér vörnin vandamálið hjá FH? Það sem ég sakna mest úr FH er auðvitað bara sóknarleikurinn, þeir voru með leiftrandi sóknarleik þegar þeir voru sem bestir, voru ekki frægir fyrir varnarleik endilega. Þannig ég sakna þess helst að sjá þá ekki smella því það eru alveg gæði þarna. Lennon, einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað hérna, Jónatan er rosalega spennandi, Daníel Hafsteinsson er mjög spennandi leikmaður, þannig það vantar einhverja töfra. Óli er að reyna að finna þetta, hann er búinn að reyna á þriðja ár að finna einhvern neista, þar sem þetta fer að smella. En þetta eru allt einhverjir fjórir, fimm einstaklingar að reyna að sýna sig og sanna,“ sagði Sigurvin. Alla umræðuna má sjá efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira