Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag en alls má finna fimm beinar útsendingar í dag.
Dagurinn hefst snemma en Leeds United tekur á móti Barnsley á heimavelli í ensku B-deildinni klukkan 16.00.
Leeds þarf einungis fjögur stig í viðbót til þess að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir langa fjarveru.
Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn er Memorial-mótið hefst í dag en útsending frá mótinu hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Golf í dag.
Real Madrid og Barcelona eiga svo bæði leik klukkan 19.00 á morgun. Með sigri verður Real spænskur meistari en þeir eru með fjögurra stiga forskot á Börsunga er tvær umferðir eru eftir.
Deginum lýkur svo Pepsi Max-mörkunum þar sem Helena Ólafsdóttir og spekingar hennar fara yfir það sem hefur verið að gerast hér heima og ytra í kvennaboltanum. Flautað til leiks klukkan 20.00.
Alla dagskrá dagsins má sjá hér.