„Hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júlí 2020 12:30 MAMMÚT gefur út plötuna 23.október. mynd/saga sig „Lögin tvö tilbiðja bæði eldinn og sólina sem færa okkur birtuna. Þetta eru lög sem eru á væntanlegu plötunni okkar, Ride The Fire, sem kemur út í haust,“ segir Katrína Mogensen söngkona í sveitinni MAMMÚT en sveitin gefur úr nýja plötu 23. október. Platan er tekin upp í bæði London og Reykjavík og er unnin á mun meiri hraða en fyrri plötur. „Hraðinn gerði okkur kleift að hugsa minna og treysta meira á ferlið. Titill plötunnar vísar svo í að leyfa ferlinu að leiða sig áfram, gleyma sér í því sem til manns kemur,“ segir Alexandra Baldursdóttir gítarleikari í MAMMÚT. Síðasta plata sveitarinnar, Kinder Version kom út 2017, en margt hefur breyst síðan þá en stærsta breytingin er sú að trommuleikarinn, Andri Bjartur Jakobsson, hætti í bandinu og við tók Valgeir Skorri Vernharðsson en Andri var búin að vera í Mammút frá árinu 2003. „Með nýrri tónlist koma alltaf nýjar áherslur, það hefur ekki enn almennilega komið í ljós hvaða nýju áherslur Ride the Fire mun hafa í för með sér á sviði. Við höfum lítið spilað nýja efnið, en það er oftast á sviði þar sem hugmyndir skerpast og bandið fléttast saman innbyrðis,“ segir Katrína. En hvernig hefur ástandið í heiminum farið í bandið MAMMÚT? „Við nennum ekki að tala um Covid,“ segja þær. „Framhaldið lítur þannig út í kjölfar útgáfunnar að við munum koma fram á Innipúkanum, gefa svo út meira efni og ferðast svo um fjöll og firnindi og kannski dimma dali,“ segir Alexandra. „Ride the Fire hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku í tónlistarbransanum. Hún er staðfesting á því að lífið er vesen og við elskum lífið,“ segir Katrína. Ride the Fire er fimmta plata hljómsveitarinnar. Í dag kemur út tveggja laga smáskífa með lögunum Sun and Me og Fire. Hér má hlusta á lögin. „Þetta er samtal við sólina. Textinn er tilraun til að fanga ofsafengna krafta hennar,“ segir Katrína. Tónlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Lögin tvö tilbiðja bæði eldinn og sólina sem færa okkur birtuna. Þetta eru lög sem eru á væntanlegu plötunni okkar, Ride The Fire, sem kemur út í haust,“ segir Katrína Mogensen söngkona í sveitinni MAMMÚT en sveitin gefur úr nýja plötu 23. október. Platan er tekin upp í bæði London og Reykjavík og er unnin á mun meiri hraða en fyrri plötur. „Hraðinn gerði okkur kleift að hugsa minna og treysta meira á ferlið. Titill plötunnar vísar svo í að leyfa ferlinu að leiða sig áfram, gleyma sér í því sem til manns kemur,“ segir Alexandra Baldursdóttir gítarleikari í MAMMÚT. Síðasta plata sveitarinnar, Kinder Version kom út 2017, en margt hefur breyst síðan þá en stærsta breytingin er sú að trommuleikarinn, Andri Bjartur Jakobsson, hætti í bandinu og við tók Valgeir Skorri Vernharðsson en Andri var búin að vera í Mammút frá árinu 2003. „Með nýrri tónlist koma alltaf nýjar áherslur, það hefur ekki enn almennilega komið í ljós hvaða nýju áherslur Ride the Fire mun hafa í för með sér á sviði. Við höfum lítið spilað nýja efnið, en það er oftast á sviði þar sem hugmyndir skerpast og bandið fléttast saman innbyrðis,“ segir Katrína. En hvernig hefur ástandið í heiminum farið í bandið MAMMÚT? „Við nennum ekki að tala um Covid,“ segja þær. „Framhaldið lítur þannig út í kjölfar útgáfunnar að við munum koma fram á Innipúkanum, gefa svo út meira efni og ferðast svo um fjöll og firnindi og kannski dimma dali,“ segir Alexandra. „Ride the Fire hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku í tónlistarbransanum. Hún er staðfesting á því að lífið er vesen og við elskum lífið,“ segir Katrína. Ride the Fire er fimmta plata hljómsveitarinnar. Í dag kemur út tveggja laga smáskífa með lögunum Sun and Me og Fire. Hér má hlusta á lögin. „Þetta er samtal við sólina. Textinn er tilraun til að fanga ofsafengna krafta hennar,“ segir Katrína.
Tónlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira