Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 12:54 Víða rennur yfir vegi vegna veðursins en talsverð úrkoma er á svæðinu. Aðsend Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og var mikið vatnsveður í nótt, til að mynda á Suðureyri þar sem vatn flæðir um götur og höfnin orðin mórauð. Búist er við frekari úrkomu í dag og hefur Veðurstofan beint þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðurspá og aðvörunum. Páll Önundarson, sem búsettur er á Flateyri, átti leið um Suðureyri í dag þar sem mátti greinilega sjá ummerki vatnsveðursins í nótt. Víða rennur yfir vegi en staðan er þó skítsæmileg, eins og Páll orðar það sjálfur. „Á lægstu punktunum er vatn, það rennur yfir vegin og ræsin hafa ekki við,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir nóttina ekki hafa verið afgerandi slæma þó veðurguðirnir hafi látið finna fyrir sér. „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega.“ Frá Suðureyri í dag.Aðsend Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út tilkynningu þar sem segir að vatnsveðrið hafi aukið hættuna á aurskriðum og grjóthruni úr hlíðum á svæðinu. Ekki er talin mikil hætta á mannskæðum aurskriðum eða grjóthruni en íbúar eru hvattir til þess að fara varlega. Þá eru sérstaklega tiltekin hús nr. 7 og 9 við Hjallabyggð og hús nr. 10, 12 og 14 við Túngötu. Ekki er talin ástæða til þess að rýma þessi hús en opnuð hefur verið móttaka á veitingastaðnum Fisherman við Aðalgötu og eru íbúar velkomnir þangað. Páll birtir í dag myndir frá Suðureyri þar sem má sjá að nokkuð hraustlega hefur rignt á svæðinu í nótt. Til að mynda er vatnið í höfninni brúnt á lit og segir hann litinn nokkuð fallegan að sjá. „Þetta er bara drullan úr fjallinu. Það er bara að hreinsast lækir sem hafa ekki runnið í nokkur ár, svo allt í einu kemur vatn í þá og þá verður það bara brúnt.“ „Hún er fallega brún höfnin,“ segir Páll Önundarson.Aðsend Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og var mikið vatnsveður í nótt, til að mynda á Suðureyri þar sem vatn flæðir um götur og höfnin orðin mórauð. Búist er við frekari úrkomu í dag og hefur Veðurstofan beint þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðurspá og aðvörunum. Páll Önundarson, sem búsettur er á Flateyri, átti leið um Suðureyri í dag þar sem mátti greinilega sjá ummerki vatnsveðursins í nótt. Víða rennur yfir vegi en staðan er þó skítsæmileg, eins og Páll orðar það sjálfur. „Á lægstu punktunum er vatn, það rennur yfir vegin og ræsin hafa ekki við,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir nóttina ekki hafa verið afgerandi slæma þó veðurguðirnir hafi látið finna fyrir sér. „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega.“ Frá Suðureyri í dag.Aðsend Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út tilkynningu þar sem segir að vatnsveðrið hafi aukið hættuna á aurskriðum og grjóthruni úr hlíðum á svæðinu. Ekki er talin mikil hætta á mannskæðum aurskriðum eða grjóthruni en íbúar eru hvattir til þess að fara varlega. Þá eru sérstaklega tiltekin hús nr. 7 og 9 við Hjallabyggð og hús nr. 10, 12 og 14 við Túngötu. Ekki er talin ástæða til þess að rýma þessi hús en opnuð hefur verið móttaka á veitingastaðnum Fisherman við Aðalgötu og eru íbúar velkomnir þangað. Páll birtir í dag myndir frá Suðureyri þar sem má sjá að nokkuð hraustlega hefur rignt á svæðinu í nótt. Til að mynda er vatnið í höfninni brúnt á lit og segir hann litinn nokkuð fallegan að sjá. „Þetta er bara drullan úr fjallinu. Það er bara að hreinsast lækir sem hafa ekki runnið í nokkur ár, svo allt í einu kemur vatn í þá og þá verður það bara brúnt.“ „Hún er fallega brún höfnin,“ segir Páll Önundarson.Aðsend
Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55
Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13